Berglind Rós allt í öllu í stórsigri Örebro | Sveinn Aron skoraði glæsilegt mark Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. september 2022 15:00 Berglind Rós Ágústsdóttir spilaði einkar vel í dag. Twitter@KIFOrebro Berglind Rós Ágústsdóttir skoraði og lagði upp í 5-1 sigri Örebro á AIK í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Karla megin skoraði Sveinn Aron Guðjohnsen í Íslendingaslag Elfsborg og Sirius. Markið var einkar glæsilegt. Berglind Rós var óvænt í stöðu framliggjandi miðjumanns ef marka má liðsuppstillingu Örebro í dag. Virðist það hafa verið frábær ákvörðun þar sem Íslendingurinn var allt í öllu í sóknarleik liðsins. Hún skoraði eina mark fyrri hálfleiksins og lagði svo upp þriðja mark Örebro þegar rúmur klukkutími var liðin. Gestirnir í AIK minnkuðu muninn þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka en heimaliðið svaraði með því að skora tvo mörk til viðbótar áður en leik lauk, lokatölur 5-1 Örebro í vil. Berglind Rós og stöllur hennar eru í 9. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 27 stig að loknum 20 umferðum. Elfsborg átti ekki í miklum vandræðum með Sirius karla megin. Hákon Rafn Valdimarsson stóð vaktina í marki heimamanna en Óli Valur Ómarsson var í byrjunarliði Sirius. Hann var tekinn af velli fyrir Aron Bjarnason á meðan Sveinn Aron kom inn af bekk Elfsborg í fyrri hálfleik. Sveinn Aron gulltryggði sigurinn með marki þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Um var að ræða þriðja og síðasta mark leiksins, lokatölur 3-0. Markið, sem sjá má hér að neðan, var einkar glæsilegt. Var þetta fimmta mark Sveins Arons á leiktíðinni. Sveinn Aron Gudjohnsen skjuter in sitt femte mål för säsongen när han utökar IF Elfsborgs ledning till 3-0.Se matchen på https://t.co/ocJJkbIhfX pic.twitter.com/7emGkquyvY— discovery+ sport (@dplus_sportSE) September 18, 2022 Elfsborg er í 8. sæti með 33 stig að loknum 23 leikjum. Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
Berglind Rós var óvænt í stöðu framliggjandi miðjumanns ef marka má liðsuppstillingu Örebro í dag. Virðist það hafa verið frábær ákvörðun þar sem Íslendingurinn var allt í öllu í sóknarleik liðsins. Hún skoraði eina mark fyrri hálfleiksins og lagði svo upp þriðja mark Örebro þegar rúmur klukkutími var liðin. Gestirnir í AIK minnkuðu muninn þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka en heimaliðið svaraði með því að skora tvo mörk til viðbótar áður en leik lauk, lokatölur 5-1 Örebro í vil. Berglind Rós og stöllur hennar eru í 9. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 27 stig að loknum 20 umferðum. Elfsborg átti ekki í miklum vandræðum með Sirius karla megin. Hákon Rafn Valdimarsson stóð vaktina í marki heimamanna en Óli Valur Ómarsson var í byrjunarliði Sirius. Hann var tekinn af velli fyrir Aron Bjarnason á meðan Sveinn Aron kom inn af bekk Elfsborg í fyrri hálfleik. Sveinn Aron gulltryggði sigurinn með marki þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Um var að ræða þriðja og síðasta mark leiksins, lokatölur 3-0. Markið, sem sjá má hér að neðan, var einkar glæsilegt. Var þetta fimmta mark Sveins Arons á leiktíðinni. Sveinn Aron Gudjohnsen skjuter in sitt femte mål för säsongen när han utökar IF Elfsborgs ledning till 3-0.Se matchen på https://t.co/ocJJkbIhfX pic.twitter.com/7emGkquyvY— discovery+ sport (@dplus_sportSE) September 18, 2022 Elfsborg er í 8. sæti með 33 stig að loknum 23 leikjum.
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira