Krefjast afsagnar formanns Prestafélagsins vegna viðtals við Útvarp sögu Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. september 2022 11:15 Ólöf Margrét Snorradóttir, prestur í garða- og saurbæjarprestakalli og stjórnarmaður Félags prestvígðra kvenna, segir fundinn í Langholtskirkju í gær hafa einkennst af samstöðu. Samsett Félag prestvígðra kvenna krefst þess að Arnaldur Bárðarson formaður Prestafélags Íslands segi af sér vegna ummæla hans í viðtali við Útvarp sögu á dögunum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu félags Prestvígðra kvenna sem gefin er út eftir fund félagsins í Langholtskirkju í gær. Ummælin sem Arnaldur viðhafði í viðtali við Útvarp sögu vörðuðu mál séra Gunnars Sigurjónssonar, sem verður áminntur fyrir ósæmilega hegðun gagnvart konum á vinnustað hans í Digranes- og Hjallaprestakalli. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Í viðtali Arnalds á Útvarpi sögu lét hann þau orð falla að Gunnar sjálfur væri orðinn þolandi í málinu - rannsókn teymis þjóðkirkjunnar hefði tekið alltof langan tíma. Félag prestvígðra kvenna á Íslandi fundaði vegna málsins í Langholtskirkju í gær og sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem þess er krafist að Arnaldur segi af sér - vegna viðtalsins og vegna meintra samskipta hans við ónafngreindan þolanda í máli séra Gunnars. Ólöf Margrét Snorradóttir, prestur í Garða- og Saurbæjarprestakalli og stjórnarmaður Félags prestvígðra kvenna segir fundinn í gær hafa einkennst af samstöðu. „Þau [orð Arnaldar í viðtali við Útvarp sögu] gáfu í skyn að við ættum ekki allar heima í félaginu, þess vegna þótti okkur gott að koma saman, ræða þetta og hvað við gætum gert. Og eftir fundinn er samþykkt ályktun þar sem við teljum og segjum að formaður PÍ sé vanhæfur til að gæta hagsmuna alls félagsfólks í félaginu.“ Yfirlýsing Félags prestvígðra kvenna í heild: Ályktun frá Félagi prestsvígðra kvenna haldinn í Langholtskirkju fimmtudaginn 15. september 2022. Föstudaginn 9. september s.l. var á Útvarpi Sögu útvarpað viðtali við formann Prestafélags Íslands, hér eftir PÍ. Þar ræddi formaðurinn um mál einstaklinga sem eru félagsfólk í PÍ og varðar kvörtun til teymis Þjóðkirkjunnar um kynbundið ofbeldi, kynferðislega áreitni og einelti. Orð sem formaðurinn lét falla í viðtalinu er ekki hægt að skilja með öðrum hætti en að hann taki sér stöðu með geranda. Mikilvægt er að fram komi að formaður PÍ hafði áður en hann fór í þetta viðtal haft samband við tvo þolendur í þeim tilgangi að fá upplýsingar um málið og gera lítið úr trúverðugleika teymisins. Í öðru tilvikinu hélt formaður því fram í samtali við þolanda að honum hefði verið falið f.h. Biskupsstofu að vinna að úrlausn þessa máls sem formaður PÍ. Staðfest hefur verið að honum var ekki fengið þetta umboð. Einnig tjáði hann öðrum þolandanum að PÍ þyrfti að skiptast í tvær fylkingar í málinu og þolandinn gæti ekki leitað til formannsins þar sem hann hefði þegar tekið afstöðu með gerandanum. Því ályktar Félag prestsvígðra kvenna að formaður PÍ sé vanhæfur til þess að gæta hagsmuna alls félagsfólks vegna þess að hann tók meðvitaða afstöðu í ofbeldismáli með geranda. Félag prestsvígðra kvenna lýsir yfir trausti á störfum teymis þess sem fjallar um einelti, kynferðislega áreitni, kynbundið áreiti og ofbeldi innan Þjóðkirkjunnar. Félagið fagnar eindreginni afstöðu Biskups Íslands gegn öllu ofbeldi innan Þjóðkirkjunnar. Félag prestvígðra kvenna fer fram á afsögn formanns Prestafélags Íslands. Fréttin hefur verið uppfærð. Þjóðkirkjan Átök í Digraneskirkju Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Ummælin sem Arnaldur viðhafði í viðtali við Útvarp sögu vörðuðu mál séra Gunnars Sigurjónssonar, sem verður áminntur fyrir ósæmilega hegðun gagnvart konum á vinnustað hans í Digranes- og Hjallaprestakalli. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Í viðtali Arnalds á Útvarpi sögu lét hann þau orð falla að Gunnar sjálfur væri orðinn þolandi í málinu - rannsókn teymis þjóðkirkjunnar hefði tekið alltof langan tíma. Félag prestvígðra kvenna á Íslandi fundaði vegna málsins í Langholtskirkju í gær og sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem þess er krafist að Arnaldur segi af sér - vegna viðtalsins og vegna meintra samskipta hans við ónafngreindan þolanda í máli séra Gunnars. Ólöf Margrét Snorradóttir, prestur í Garða- og Saurbæjarprestakalli og stjórnarmaður Félags prestvígðra kvenna segir fundinn í gær hafa einkennst af samstöðu. „Þau [orð Arnaldar í viðtali við Útvarp sögu] gáfu í skyn að við ættum ekki allar heima í félaginu, þess vegna þótti okkur gott að koma saman, ræða þetta og hvað við gætum gert. Og eftir fundinn er samþykkt ályktun þar sem við teljum og segjum að formaður PÍ sé vanhæfur til að gæta hagsmuna alls félagsfólks í félaginu.“ Yfirlýsing Félags prestvígðra kvenna í heild: Ályktun frá Félagi prestsvígðra kvenna haldinn í Langholtskirkju fimmtudaginn 15. september 2022. Föstudaginn 9. september s.l. var á Útvarpi Sögu útvarpað viðtali við formann Prestafélags Íslands, hér eftir PÍ. Þar ræddi formaðurinn um mál einstaklinga sem eru félagsfólk í PÍ og varðar kvörtun til teymis Þjóðkirkjunnar um kynbundið ofbeldi, kynferðislega áreitni og einelti. Orð sem formaðurinn lét falla í viðtalinu er ekki hægt að skilja með öðrum hætti en að hann taki sér stöðu með geranda. Mikilvægt er að fram komi að formaður PÍ hafði áður en hann fór í þetta viðtal haft samband við tvo þolendur í þeim tilgangi að fá upplýsingar um málið og gera lítið úr trúverðugleika teymisins. Í öðru tilvikinu hélt formaður því fram í samtali við þolanda að honum hefði verið falið f.h. Biskupsstofu að vinna að úrlausn þessa máls sem formaður PÍ. Staðfest hefur verið að honum var ekki fengið þetta umboð. Einnig tjáði hann öðrum þolandanum að PÍ þyrfti að skiptast í tvær fylkingar í málinu og þolandinn gæti ekki leitað til formannsins þar sem hann hefði þegar tekið afstöðu með gerandanum. Því ályktar Félag prestsvígðra kvenna að formaður PÍ sé vanhæfur til þess að gæta hagsmuna alls félagsfólks vegna þess að hann tók meðvitaða afstöðu í ofbeldismáli með geranda. Félag prestsvígðra kvenna lýsir yfir trausti á störfum teymis þess sem fjallar um einelti, kynferðislega áreitni, kynbundið áreiti og ofbeldi innan Þjóðkirkjunnar. Félagið fagnar eindreginni afstöðu Biskups Íslands gegn öllu ofbeldi innan Þjóðkirkjunnar. Félag prestvígðra kvenna fer fram á afsögn formanns Prestafélags Íslands. Fréttin hefur verið uppfærð.
Yfirlýsing Félags prestvígðra kvenna í heild: Ályktun frá Félagi prestsvígðra kvenna haldinn í Langholtskirkju fimmtudaginn 15. september 2022. Föstudaginn 9. september s.l. var á Útvarpi Sögu útvarpað viðtali við formann Prestafélags Íslands, hér eftir PÍ. Þar ræddi formaðurinn um mál einstaklinga sem eru félagsfólk í PÍ og varðar kvörtun til teymis Þjóðkirkjunnar um kynbundið ofbeldi, kynferðislega áreitni og einelti. Orð sem formaðurinn lét falla í viðtalinu er ekki hægt að skilja með öðrum hætti en að hann taki sér stöðu með geranda. Mikilvægt er að fram komi að formaður PÍ hafði áður en hann fór í þetta viðtal haft samband við tvo þolendur í þeim tilgangi að fá upplýsingar um málið og gera lítið úr trúverðugleika teymisins. Í öðru tilvikinu hélt formaður því fram í samtali við þolanda að honum hefði verið falið f.h. Biskupsstofu að vinna að úrlausn þessa máls sem formaður PÍ. Staðfest hefur verið að honum var ekki fengið þetta umboð. Einnig tjáði hann öðrum þolandanum að PÍ þyrfti að skiptast í tvær fylkingar í málinu og þolandinn gæti ekki leitað til formannsins þar sem hann hefði þegar tekið afstöðu með gerandanum. Því ályktar Félag prestsvígðra kvenna að formaður PÍ sé vanhæfur til þess að gæta hagsmuna alls félagsfólks vegna þess að hann tók meðvitaða afstöðu í ofbeldismáli með geranda. Félag prestsvígðra kvenna lýsir yfir trausti á störfum teymis þess sem fjallar um einelti, kynferðislega áreitni, kynbundið áreiti og ofbeldi innan Þjóðkirkjunnar. Félagið fagnar eindreginni afstöðu Biskups Íslands gegn öllu ofbeldi innan Þjóðkirkjunnar. Félag prestvígðra kvenna fer fram á afsögn formanns Prestafélags Íslands.
Þjóðkirkjan Átök í Digraneskirkju Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira