Svona var fundurinn þegar Arnar kynnti valið á landsliðinu Sindri Sverrisson og Hjörtur Leó Guðjónsson skrifa 16. september 2022 12:30 Landsliðsþjálfarinn verður eflaust spurður út í Aron Einar Gunnarsson sem síðast lék með landsliðinu í júní í fyrra. Getty/Laszlo Szirtesi KSÍ boðaði til blaðamannafundar í höfuðstöðvum sínum í dag þar sem Arnar Þór Viðarsson tilkynnti um val sitt á landsliðshópi karla í fótbolta og svaraði spurningum fjölmiðla. Hópurinn sem Arnar valdi er á leið í vináttulandsleik gegn Venesúela í Austurríki 22. september og svo lokaleik sinn í Þjóðadeildinni gegn Albaníu á útivelli 27. september. Sá leikur gæti orðið afar mikilvægur úrslitaleikur í riðlinum ef Ísrael tryggir sér ekki efsta sætið með sigri á Albaníu 24. september. Arnar valdi meðal annars Aron Einar Gunnarsson og Alfreð Finnbogason í hópinn. Aron snýr þar með aftur eftir að kynferðisbrotamál gegn honum var fellt niður en hann lék síðast með landsliðinu í júní í fyrra og á að baki 97 A-landsleiki. Alfreð snýr aftur eftir tveggja ára fjarveru en hann hefur ítrekað glímt við meiðsli. Arnar valdi hins vegar ekki Albert Guðmundsson og kvaðst ósáttur við hugarfar hans í síðasta landsliðsverkefni. Þá gáfu Jóhann Berg Guðmundsson, Sverrir Ingi Ingason og Arnór Ingvi Traustason ekki kost á sér og fór Arnar yfir ástæður þess á fundinum. Fundurinn var í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi, og má sjá upptöku í spilaranum hér að neðan. Textalýsingu frá fundinum má finna undir spilaranum. Uppfært: Fundinum er lokið en upptöku má sjá að neðan.
Hópurinn sem Arnar valdi er á leið í vináttulandsleik gegn Venesúela í Austurríki 22. september og svo lokaleik sinn í Þjóðadeildinni gegn Albaníu á útivelli 27. september. Sá leikur gæti orðið afar mikilvægur úrslitaleikur í riðlinum ef Ísrael tryggir sér ekki efsta sætið með sigri á Albaníu 24. september. Arnar valdi meðal annars Aron Einar Gunnarsson og Alfreð Finnbogason í hópinn. Aron snýr þar með aftur eftir að kynferðisbrotamál gegn honum var fellt niður en hann lék síðast með landsliðinu í júní í fyrra og á að baki 97 A-landsleiki. Alfreð snýr aftur eftir tveggja ára fjarveru en hann hefur ítrekað glímt við meiðsli. Arnar valdi hins vegar ekki Albert Guðmundsson og kvaðst ósáttur við hugarfar hans í síðasta landsliðsverkefni. Þá gáfu Jóhann Berg Guðmundsson, Sverrir Ingi Ingason og Arnór Ingvi Traustason ekki kost á sér og fór Arnar yfir ástæður þess á fundinum. Fundurinn var í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi, og má sjá upptöku í spilaranum hér að neðan. Textalýsingu frá fundinum má finna undir spilaranum. Uppfært: Fundinum er lokið en upptöku má sjá að neðan.
Landslið karla í fótbolta Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Frank Mill er látinn Fótbolti Fleiri fréttir Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Sjá meira