Dagur íslenskrar náttúru Jódís Skúladóttir skrifar 16. september 2022 10:00 Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur 16. september á ári hverju og meðvitund Þjóðarinnar verður sífellt sterkari um dýrmæti náttúru landsins. Á undanförnum árum hefur erlendu ferðafólki fjölgað svo um munar og níu af hverjum tíu sem sem sækja landið heim gera það vegna náttúrunnar. Ósnortin, hrein og stórbrotin Íslensk náttúra er það sem fólk vill sjá. Þetta er mikilvæg staðreynd, ekki síst efnahagslega, fyrir Ísland. Með nýtingu landsins gæða, hvort heldur er í sjávarútvegi, ferðaþjónustu eða orkuöflun, erum við vissulega að skapa verðmæti sem skila sér inn í fjármögnun innviða landsins en það má aldrei vera á kostnað náttúrunnar. Því með ágangi og röskun dýrmætra svæða erum við einnig á óafturkræfan hátt að gagna gegn auðlind sem skilar sér í gjaldeyristekjum. Fólk er ekki að sækja hálendið heim til að aka á malbikuðum vegum, meðfram vindmyllum og fallvatnsvirkjunum né til að geta keypt sér pylsu í vegasjoppu. Sérstaðan fellst í hinu frumstæða og ósnortna. Íslensk þjóð hefur lifað í gegnum aldirnar í þessu samspili manns og náttúru, stundum fer landið óblíðum höndum um börnin sín. Jörð skelfur, hraun rennur, snjó- og aurflóð hafa tekið mannslíf og menningarverðmæti á augabragði. En þjóðarsál Íslendinga er samofin hinni íslensku náttúru og af henni höfum við lifað um aldir. Það er mikilvægt að við höfum náttúruvernd alltaf í forgrunni í umræðunni um loftslagsmálin. Vissulega er staðan alvarleg og Ísland hefur skuldbundið sig til að takast af festu á við hina skelfilegu stöðu sem loftslagsváin er, en það má aldrei fara af stað í orkuöflun án þess að ígrunda vel afleiðingarnar á náttúruna. Mikilvægt er að auðlindaákvæði verði tryggt í okkar góðu stjórnarskrá og arður af nýtingu okkar sameiginlegu auðlinda renni með sanngjörnum hætti til þjóðarinnar. Veljum alltaf að láta náttúruna njóta vafans. Höfundur er þingmaður VG í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Vinstri græn Umhverfismál Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur 16. september á ári hverju og meðvitund Þjóðarinnar verður sífellt sterkari um dýrmæti náttúru landsins. Á undanförnum árum hefur erlendu ferðafólki fjölgað svo um munar og níu af hverjum tíu sem sem sækja landið heim gera það vegna náttúrunnar. Ósnortin, hrein og stórbrotin Íslensk náttúra er það sem fólk vill sjá. Þetta er mikilvæg staðreynd, ekki síst efnahagslega, fyrir Ísland. Með nýtingu landsins gæða, hvort heldur er í sjávarútvegi, ferðaþjónustu eða orkuöflun, erum við vissulega að skapa verðmæti sem skila sér inn í fjármögnun innviða landsins en það má aldrei vera á kostnað náttúrunnar. Því með ágangi og röskun dýrmætra svæða erum við einnig á óafturkræfan hátt að gagna gegn auðlind sem skilar sér í gjaldeyristekjum. Fólk er ekki að sækja hálendið heim til að aka á malbikuðum vegum, meðfram vindmyllum og fallvatnsvirkjunum né til að geta keypt sér pylsu í vegasjoppu. Sérstaðan fellst í hinu frumstæða og ósnortna. Íslensk þjóð hefur lifað í gegnum aldirnar í þessu samspili manns og náttúru, stundum fer landið óblíðum höndum um börnin sín. Jörð skelfur, hraun rennur, snjó- og aurflóð hafa tekið mannslíf og menningarverðmæti á augabragði. En þjóðarsál Íslendinga er samofin hinni íslensku náttúru og af henni höfum við lifað um aldir. Það er mikilvægt að við höfum náttúruvernd alltaf í forgrunni í umræðunni um loftslagsmálin. Vissulega er staðan alvarleg og Ísland hefur skuldbundið sig til að takast af festu á við hina skelfilegu stöðu sem loftslagsváin er, en það má aldrei fara af stað í orkuöflun án þess að ígrunda vel afleiðingarnar á náttúruna. Mikilvægt er að auðlindaákvæði verði tryggt í okkar góðu stjórnarskrá og arður af nýtingu okkar sameiginlegu auðlinda renni með sanngjörnum hætti til þjóðarinnar. Veljum alltaf að láta náttúruna njóta vafans. Höfundur er þingmaður VG í Norðausturkjördæmi.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun