Þurfti að hafna myndatöku eftir að leikur var hafinn Sindri Sverrisson skrifar 16. september 2022 08:30 Cristiano Ronaldo fagnaði marki sínu gegn Sheriff í gær, í 2-0 sigri. Getty/Oleg Bilsagaev Kona sem hugðist fá að taka mynd af sér með Cristiano Ronaldo í miðjum leik Sheriff og Manchester United í Evrópudeildinni í fótbolta í gærkvöld hafði ekki erindi sem erfiði. Konan var sjúkrastarfsmaður á vellinum en ákvað að sæta færis þegar að leikmenn gengu til búningsklefa í hálfleik og reyna að fá af sér mynd með portúgölsku ofurstjörnunni. Ronaldo er sjálfsagt ýmsu vanur í þessum efnum en þó er óvenjulegt að knattspyrnumenn séu beðnir um mynd þegar öll einbeiting er á leikinn sem þeir eru að spila. Hann veit reyndar líka að þeir skora sem að þora en sýndi konunni strax með látbragði að myndataka kæmi ekki til greina, eins og sjá má hér að neðan. A fan asked Ronaldo for a picture during the halftime of the United game but he refused to take it pic.twitter.com/qYIRsvmtQU— LSPN FC (@LSPNFC_) September 15, 2022 Annar starfsmaður á vellinum kom strax í kjölfarið og vísaði konunni í burtu á meðan að leikmenn United gengu áfram inn til búningsklefa. Ronaldo skoraði úr víti í leiknum, í 2-0 sigri United, og var hrósað af knattspyrnustjóranum Erik Ten Hag. Þrátt fyrir allt tal um að Ronaldo hafi viljað losna frá United í sumar og vilji enn fara þá segir Ten Hag að ekkert vanti upp á að Ronaldo leggi sig allan fram fyrir félagið. Hann hafi misst af undirbúningstímabilinu og þurfi tíma til að komast í sitt besta ástand en að þá muni hann skora fleiri mörk. „Maður gat séð hvað hann er nálægt þessu og þegar hann verður hraustari mun hann klára [þessi færi]. Ég tel að hann leggi sig allan fram í þetta verkefni og allan fram fyrir þetta lið, og sé með af öllum þunga,“ sagði Ten Hag. Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Konan var sjúkrastarfsmaður á vellinum en ákvað að sæta færis þegar að leikmenn gengu til búningsklefa í hálfleik og reyna að fá af sér mynd með portúgölsku ofurstjörnunni. Ronaldo er sjálfsagt ýmsu vanur í þessum efnum en þó er óvenjulegt að knattspyrnumenn séu beðnir um mynd þegar öll einbeiting er á leikinn sem þeir eru að spila. Hann veit reyndar líka að þeir skora sem að þora en sýndi konunni strax með látbragði að myndataka kæmi ekki til greina, eins og sjá má hér að neðan. A fan asked Ronaldo for a picture during the halftime of the United game but he refused to take it pic.twitter.com/qYIRsvmtQU— LSPN FC (@LSPNFC_) September 15, 2022 Annar starfsmaður á vellinum kom strax í kjölfarið og vísaði konunni í burtu á meðan að leikmenn United gengu áfram inn til búningsklefa. Ronaldo skoraði úr víti í leiknum, í 2-0 sigri United, og var hrósað af knattspyrnustjóranum Erik Ten Hag. Þrátt fyrir allt tal um að Ronaldo hafi viljað losna frá United í sumar og vilji enn fara þá segir Ten Hag að ekkert vanti upp á að Ronaldo leggi sig allan fram fyrir félagið. Hann hafi misst af undirbúningstímabilinu og þurfi tíma til að komast í sitt besta ástand en að þá muni hann skora fleiri mörk. „Maður gat séð hvað hann er nálægt þessu og þegar hann verður hraustari mun hann klára [þessi færi]. Ég tel að hann leggi sig allan fram í þetta verkefni og allan fram fyrir þetta lið, og sé með af öllum þunga,“ sagði Ten Hag.
Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira