Alfons á sínum stað hjá Bodø/Glimt | Stefán Teitur gat ekki stöðvað Hamrana Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. september 2022 21:15 Alfons Sampsted í leik kvöldsins. EPA-EFE/Mats Torbergsen Landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted hóf leik í hægri bakverði þegar Bodø/Glimt tók á móti Zürich í A-riðli Evrópudeildarinnar í kvöld. Lék hann allan leikinn. Landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted hóf leik í hægri bakverði þegar Bodø/Glimt tók á móti Zürich í X-riðli Evrópudeildarinnar í kvöld. Lék hann allan leikinn. Noregsmeistararnir höfðu gert jafntefli við PSV í fyrstu umferð og gátu farið á topp riðilsins með sigri þar sem leik Arsenal og PSV var frestað vegna andláts Elísabetar II Bretadrottningar. Staðan var markalaus í hálfleik þó svo að gestirnir frá Sviss töldu sig hafa komist yfir þegar aðeins fimm mínútur voru til loka hans. Þeir komu þá boltanum í netið en markið var dæmt af eftir að hafa verið skoðað af myndbandsdómara leiksins. Leikmaður Zürich var rangstæður í aðdraganda marksins. Á 54. mínútu varð leikmaður gestanna fyrir því óláni að skora sjálfsmark og aðeins fjórum mínútum síðar höfðu heimamenn tvöfaldað forystuna. Þegar rétt rúmar tíu mínútur lifðu leiks minnkuðu gestirnir muninn en nær komust þeir ekki og lauk leiknum með 2-1 sigri Bodø/Glimt sem er komið á topp A-riðils með fjögur stig. Tre deiilige poeng i Bodø! #førrevig pic.twitter.com/NFLP2sgykg— FK Bodø/Glimt (@Glimt) September 15, 2022 Elías Rafn Ólafsson var ekki í leikmannahóp Midtjylland þegar liðið tók á móti ítalska úrvalsdeildarliðinu Lazio. Unnu heimamenn í Midtjylland ótrúlegan 5-1 stórsigur. Nágrannar Lazio í Roma unnu öruggan 3-0 sigur á HJK frá Finnlandi þegar liðin mættust í Róm í kvöld og þá vann Manchester United góðan 2-0 sigur í Moldóvu. pic.twitter.com/FHSHGuPH09— AS Roma (@OfficialASRoma) September 15, 2022 Í Sambandsdeild Evrópu var West Ham United í heimsókn hjá Stefáni Teit Þórðarsyni og félögum í Silkeborg. Stefán Teitur lék allan leikinn á miðju heimaliðsins en gat ekki komið í veg fyrir 3-2 útisigur Hamranna. Kasper Kusk kom Silkeborg yfir en Manuel Lanzini, Gianluca Scamacca og Craig Dawson svöruðu fyrir gestina. Søren Tengstedt minnkaði muninn fyrir Silkeborg á 75. mínútu en nær komust heimamenn ekki og Hamrarnir fóru með þrjú stig heim til Lundúna. West Ham er á toppi B-riðils Sambandsdeildarinnar með sex stig að loknum tveimur umferðum á meðan Silkeborg er á botni riðilsins án stiga. Fótbolti Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted hóf leik í hægri bakverði þegar Bodø/Glimt tók á móti Zürich í X-riðli Evrópudeildarinnar í kvöld. Lék hann allan leikinn. Noregsmeistararnir höfðu gert jafntefli við PSV í fyrstu umferð og gátu farið á topp riðilsins með sigri þar sem leik Arsenal og PSV var frestað vegna andláts Elísabetar II Bretadrottningar. Staðan var markalaus í hálfleik þó svo að gestirnir frá Sviss töldu sig hafa komist yfir þegar aðeins fimm mínútur voru til loka hans. Þeir komu þá boltanum í netið en markið var dæmt af eftir að hafa verið skoðað af myndbandsdómara leiksins. Leikmaður Zürich var rangstæður í aðdraganda marksins. Á 54. mínútu varð leikmaður gestanna fyrir því óláni að skora sjálfsmark og aðeins fjórum mínútum síðar höfðu heimamenn tvöfaldað forystuna. Þegar rétt rúmar tíu mínútur lifðu leiks minnkuðu gestirnir muninn en nær komust þeir ekki og lauk leiknum með 2-1 sigri Bodø/Glimt sem er komið á topp A-riðils með fjögur stig. Tre deiilige poeng i Bodø! #førrevig pic.twitter.com/NFLP2sgykg— FK Bodø/Glimt (@Glimt) September 15, 2022 Elías Rafn Ólafsson var ekki í leikmannahóp Midtjylland þegar liðið tók á móti ítalska úrvalsdeildarliðinu Lazio. Unnu heimamenn í Midtjylland ótrúlegan 5-1 stórsigur. Nágrannar Lazio í Roma unnu öruggan 3-0 sigur á HJK frá Finnlandi þegar liðin mættust í Róm í kvöld og þá vann Manchester United góðan 2-0 sigur í Moldóvu. pic.twitter.com/FHSHGuPH09— AS Roma (@OfficialASRoma) September 15, 2022 Í Sambandsdeild Evrópu var West Ham United í heimsókn hjá Stefáni Teit Þórðarsyni og félögum í Silkeborg. Stefán Teitur lék allan leikinn á miðju heimaliðsins en gat ekki komið í veg fyrir 3-2 útisigur Hamranna. Kasper Kusk kom Silkeborg yfir en Manuel Lanzini, Gianluca Scamacca og Craig Dawson svöruðu fyrir gestina. Søren Tengstedt minnkaði muninn fyrir Silkeborg á 75. mínútu en nær komust heimamenn ekki og Hamrarnir fóru með þrjú stig heim til Lundúna. West Ham er á toppi B-riðils Sambandsdeildarinnar með sex stig að loknum tveimur umferðum á meðan Silkeborg er á botni riðilsins án stiga.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira