Vilja tafarlaust grípa til aðgerða: Ungum dreng ítrekað sagt að drepa sig vegna kynhneigðar Bjarki Sigurðsson skrifar 15. september 2022 11:20 Könnun frá árinu 2018 sýnir aðgerðaleysi starfsfólks grunnskóla þegar niðrandi orðfæri er notað í þeirra viðurvist. Vísir/Vilhelm Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráð hefur miklar áhyggjur af stöðu hinsegin barna og ungmenna í skóla- og frístundastarfi en umræddur hópur verður oft fyrir aðkasti innan og utan veggja skólans. „Samkynhneigður drengur fékk ítrekað skilaboð um að hann væri ógeðslegur og ætti að drepa sig. Móðir hans hafði samband við foreldra geranda sem annað hvort sögðu að þau réðu ekkert við börnin sín eða könnuðust ekki við að börn þeirra gætu hegðað sér svona.“ Hrefna Þórarinsdóttir er frístundaráðgjafi hjá félagsmiðstöðinni Tjörninni. Hennar stærsta verkefni er að veita forstöðu hinsegin félagsmiðstöð Samtaka 78 og Tjarnarinnar.Reykjavíkurborg Svona hljóðar ein saga sem fjallað er um í kynningu Hrefnu Þórarinsdóttur, forstöðukonu Hinsegin félagsmiðstöðvar Samtakanna 78 og Tjarnarinnar, um stöðu hinsegin barna og ungmenna á Íslandi í dag. Kynningin var sýnd meðlimum Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar í síðustu viku. Í kjölfar þess lýsti ráðið yfir miklum áhyggjum á stöðu hinsegin barna og ungmenna í borginni. Ráðið telur mikilvægt að gripið verði til tafarlausra aðgerða til að vera börnin og tryggja réttindi þeirra og velferð. Fjöldi fólks, þá sérstaklega ungmenna, skrifaði niðrandi ummæli við myndband frá Te & Kaffi þar sem tilkynnt var um nýja kaffibolla í regnbogalitum.Hinsegin félagsmiðstöðin Ráðið sendi ályktun á skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar með það að markmiði að ráðið grípi hratt og vel til viðeigandi ráðstafanna. Þá er ráðið hvatt til þess að fá sömu kynningu frá Hrefnu. Í kynningunni segir að aðkastið eigi sér stað nánast hvert sem börnin fara, í skólanum, í félagsmiðstöðvum, almenningssamgöngum, verslunarmiðstöðvum og samfélagsmiðlum. Rúmlega helmingur upplifir vanlíðan Í könnun frá árinu 2018 kemur fram að 53 prósent hinsegin nemenda segja niðrandi ummæli um hinsegin fólk hafi mikil eða mjög mikil áhrif á líðan þeirra. Þá segist tæplega þriðjungur hinsegin nemenda verða fyrir munnlegri áreitni. Inngrip samnemenda, kennara og annars starfsfólk er ekki mikið samkvæmt könnuninni, rúmlega 45 prósent nemenda segja kennara aldrei grípa inn í þegar niðrandi orðfæri er notað í þeirra viðurvist. Einungis átján prósent segja kennara gera það alltaf eða oftast. Hér má sjá niðurstöður könnunarinnar sem fjallað er um í kynningunni.Hinsegin félagsmiðstöðin Reykjavík Borgarstjórn Hinsegin Réttindi barna Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
„Samkynhneigður drengur fékk ítrekað skilaboð um að hann væri ógeðslegur og ætti að drepa sig. Móðir hans hafði samband við foreldra geranda sem annað hvort sögðu að þau réðu ekkert við börnin sín eða könnuðust ekki við að börn þeirra gætu hegðað sér svona.“ Hrefna Þórarinsdóttir er frístundaráðgjafi hjá félagsmiðstöðinni Tjörninni. Hennar stærsta verkefni er að veita forstöðu hinsegin félagsmiðstöð Samtaka 78 og Tjarnarinnar.Reykjavíkurborg Svona hljóðar ein saga sem fjallað er um í kynningu Hrefnu Þórarinsdóttur, forstöðukonu Hinsegin félagsmiðstöðvar Samtakanna 78 og Tjarnarinnar, um stöðu hinsegin barna og ungmenna á Íslandi í dag. Kynningin var sýnd meðlimum Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar í síðustu viku. Í kjölfar þess lýsti ráðið yfir miklum áhyggjum á stöðu hinsegin barna og ungmenna í borginni. Ráðið telur mikilvægt að gripið verði til tafarlausra aðgerða til að vera börnin og tryggja réttindi þeirra og velferð. Fjöldi fólks, þá sérstaklega ungmenna, skrifaði niðrandi ummæli við myndband frá Te & Kaffi þar sem tilkynnt var um nýja kaffibolla í regnbogalitum.Hinsegin félagsmiðstöðin Ráðið sendi ályktun á skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar með það að markmiði að ráðið grípi hratt og vel til viðeigandi ráðstafanna. Þá er ráðið hvatt til þess að fá sömu kynningu frá Hrefnu. Í kynningunni segir að aðkastið eigi sér stað nánast hvert sem börnin fara, í skólanum, í félagsmiðstöðvum, almenningssamgöngum, verslunarmiðstöðvum og samfélagsmiðlum. Rúmlega helmingur upplifir vanlíðan Í könnun frá árinu 2018 kemur fram að 53 prósent hinsegin nemenda segja niðrandi ummæli um hinsegin fólk hafi mikil eða mjög mikil áhrif á líðan þeirra. Þá segist tæplega þriðjungur hinsegin nemenda verða fyrir munnlegri áreitni. Inngrip samnemenda, kennara og annars starfsfólk er ekki mikið samkvæmt könnuninni, rúmlega 45 prósent nemenda segja kennara aldrei grípa inn í þegar niðrandi orðfæri er notað í þeirra viðurvist. Einungis átján prósent segja kennara gera það alltaf eða oftast. Hér má sjá niðurstöður könnunarinnar sem fjallað er um í kynningunni.Hinsegin félagsmiðstöðin
Reykjavík Borgarstjórn Hinsegin Réttindi barna Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira