UngmennaRáð til ráðamanna Betsý Ásta Stefánsdóttir, Hermann Borgar Jakobsson og Telma Ósk Þórhallsdóttir skrifa 14. september 2022 10:01 Það þarf að vinna stöðugt að því að opinn vettvangur fyrir ungmenni innan samfélagsins sé tryggður. Sumir vilja meina að börn og ungmenni hafi ekki áhuga á að láta skoðanir sínar í ljós en raunin er að börn og ungmenni eru stór réttindahópur sem þarf að lifa með þeim ákvörðunum sem fullorðna fólkið tekur núna í dag. Starf ungmennaráða Ungmennaráð starfa í fjölda sveitarfélaga og eiga sveitarstjórnir að hlutast til um stofnun þeirra. Ungmennaráð hafa það hlutverk að vera rödd barna og ungmenna innan stjórnsýslunar og ýta undir lýðræðislega þátttöku barna og ungmenna í sínu samfélagi. Ungmennaráð eru einnig gríðarlega mikilvægur vettvangur fyrir börn og ungmenni þar sem þau geta komið skoðunum sínum á framfæri. Í sveitarfélögunum okkar, Reykjanesbæ (skipað ungmennum frá 14-18 ára) og Akureyrarbæ (skipað ungmennum frá 13-18 ára), starfa öflug ungmennaráð sem sinna fjölbreyttum verkefnum á borð við: Bæjarstjórnarfund Unga fólksins Ungmennaþing / Stórþing Ungmenna Áheyrnarfulltrúa í ráðum og nefndum Skipulags- og mannvirkjamál (strætó, deiliskipulög, o.fl.) Samstarfsverkefni með erlendum ungmennaráðum og ungmennasamtökum Þrátt fyrir að sinna svipuðu starfi, og vera hluti af verkefninu Barnvæn sveitarfélög, eru ráðin á mismunandi stað hvað varðar stöðu sína innan stjórnsýslunnar. Sem dæmi má nefna fá fulltrúar Ungmennaráðs Akureyrarbæjar greidda fundarsetu, bæði fyrir vinnu í ráðinu og fyrir vinnu sem áheyrnarfulltrúar (Fræðslu- og lýðheilsuráð og Umhverfis- og mannvirkjaráð) en fulltrúar Ungmennaráðs Reykjanesbæjar fá ekki greidda fundarsetu en hafa þó fleiri áheyrnarfulltrúa í fleiri ráðum bæjarins (fræðsluráð, íþrótta og tómstundaráð, lýðheilsuráð, menningar og atvinnuráð, umhverfis og skipulagsráð, og velferðarráð). Námskeið UNICEF Þann 17. mars og 28. maí síðastliðin, tókum við þátt í verkefni með UNICEF sem var haldið með það í huga að efla ungmennaráð, byggja og styrkja tengsl á milli þeirra ásamt því að hlúa að upplýsingamiðlun milli ráða. Þar var gefin aukin fræðsla um réttindi barna og ungmenna, Barnvæn sveitarfélög en í lok námskeiðsins settu meðlimir ungmennaráðanna saman ráð til ráðamanna. Þau má sjá hér: Ráð til ráðamanna Ungmennaráð þarf að vera upplýst um það sem framundan er í sveitarfélaginu. Ekki taka ákvarðanir sem varða börn og ungmenni án þess að þau mál séu lögð fyrir ungmennaráð. Það má senda fleiri mál til umsagnar til ungmennaráðs. Tryggja þarf aðgengi ungmennaráðs að upplýsingum á barnvænu máli. Tryggja þarf ungmennaráði fræðslu, m.a. um rétt barna til þátttöku og þjálfun í því að nýta rödd sína og um það hvernig stjórnsýsla sveitarfélagsins virkar Bera þarf virðingu fyrir börnum og ungmennum og taka hugmyndum þeirra alvarlega. Ungmennaráð ættu að fá fleiri tækifæri til þess að koma inn á bæjarstjórnarfundi og eiga áheyrnarfulltrúa í nefndum og ráðum. Það þarf að kynna starf ungmennaráða betur bæði fyrir börnum og fullorðnum. Ungmenni ættu að fá greitt fyrir fundarsetu. Fundartímar, t.d. hjá ráðum og nefndum, þurfa að henta börnum. Það þarf að passa að börnin séu ekki í skóla eða með aðrar skuldbindingar á fundatíma. Sveitarfélög ættu að tryggja eftirfylgni. Ungmennaráð ætti að fá að vita hvaða áhrif þátttaka þeirra hafði og ef hugmyndir voru ekki framkvæmdar þarf að útskýra hvers vegna. Það er mikilvægt að ráðamenn séu heiðarlegir, ekki bara “næs”. Verkefni sem snúa að börnum og ungmennum ættu að vera vel fjármögnuð. Á námskeiðinu hjá UNICEF lærðum við allskonar hluti sem við í Ungmennaráðum getum svo sannarlega nýtt okkur! Til dæmis lærðum við um þátttökustiga Harts þar sem okkur var sagt frá mismunandi þátttöku þrepum eins og t.d muninn á sýndarþátttöku og raunverulegri þátttöku. Við viljum nýta tækifærið til þess að þakka UNICEF kærlega fyrir það tækifæri að hafa fengið að taka þátt í þessu námskeiði. Ennþá langt í land Frá upphafi hefur UNICEF verið ungmennaráðum og sveitarfélögum innan handar með góðum árangri, alls staðar á landinu má sjá öflug ungmennaráð rísa og styrkjast en það sýnir okkur líka bara eitt: Ungt fólk VILL og GETUR haft áhrif. Sú brenglaða valda dýnamík milli fullorðinna og ungmenna sem er orðin svo rótgróin í samfélaginu er múr sem þarf að brjóta niður fyrir framvindu samfélagsins en ungt fólk mætir oft miklu mótlæti þegar það lætur rödd sína heyrast um þau mál sem þau vilja láta sig varða. Þrátt fyrir mikla velgengni þá verður þó alltaf að hafa í huga að það verður að halda áfram að byggja ofan á það sem nú þegar hefur verið byggt upp, þessi vinna og verkefnið Barnvæn sveitarfélög er ekki bara fínt skraut eða eitthvað geggjað nútímalega töff dæmi sem ráðamenn geta valið að taka þátt í einu sinni og síðan bara sagt það gott. Þetta er verkefni sem allir þurfa að vinna að, hvort sem maður er ungur eða eldri, ráðamaður eða manneskjan sem býr í húsinu úti á næsta horni, við þurfum öll að hjálpast að. Fyrir þá sem vilja dýpka þekkingu sína á þessum málefnum og fræðast enn frekar um mikilvægi þess að ungt fólk hafi rödd og stöðu innan samfélagsins og stjórnsýslunnar viljum við benda á ráðstefnu UNICEF um þátttöku barna sem verður haldin 15. september næstkomandi og við hvetjum alla sem hafa áhuga, hvort sem þau vinna mikið með börnum eða hafa hreinlega bara áhuga á að efla sitt samfélag, að fylgjast með ráðstefnunni þar sem fræðsla er gríðarlega mikilvægt framtak í baráttunni um réttindi barna! Höfundar eru Betsý Ásta Stefánsdóttir og Hermann Borgar Jakobsson (fulltrúar í Ungmennaráði Reykjanesbæjar), og Telma Ósk Þórhallsdóttir (fulltrúi í Ungmennaráði Akureyrarbæjar). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Réttindi barna Mest lesið Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Það þarf að vinna stöðugt að því að opinn vettvangur fyrir ungmenni innan samfélagsins sé tryggður. Sumir vilja meina að börn og ungmenni hafi ekki áhuga á að láta skoðanir sínar í ljós en raunin er að börn og ungmenni eru stór réttindahópur sem þarf að lifa með þeim ákvörðunum sem fullorðna fólkið tekur núna í dag. Starf ungmennaráða Ungmennaráð starfa í fjölda sveitarfélaga og eiga sveitarstjórnir að hlutast til um stofnun þeirra. Ungmennaráð hafa það hlutverk að vera rödd barna og ungmenna innan stjórnsýslunar og ýta undir lýðræðislega þátttöku barna og ungmenna í sínu samfélagi. Ungmennaráð eru einnig gríðarlega mikilvægur vettvangur fyrir börn og ungmenni þar sem þau geta komið skoðunum sínum á framfæri. Í sveitarfélögunum okkar, Reykjanesbæ (skipað ungmennum frá 14-18 ára) og Akureyrarbæ (skipað ungmennum frá 13-18 ára), starfa öflug ungmennaráð sem sinna fjölbreyttum verkefnum á borð við: Bæjarstjórnarfund Unga fólksins Ungmennaþing / Stórþing Ungmenna Áheyrnarfulltrúa í ráðum og nefndum Skipulags- og mannvirkjamál (strætó, deiliskipulög, o.fl.) Samstarfsverkefni með erlendum ungmennaráðum og ungmennasamtökum Þrátt fyrir að sinna svipuðu starfi, og vera hluti af verkefninu Barnvæn sveitarfélög, eru ráðin á mismunandi stað hvað varðar stöðu sína innan stjórnsýslunnar. Sem dæmi má nefna fá fulltrúar Ungmennaráðs Akureyrarbæjar greidda fundarsetu, bæði fyrir vinnu í ráðinu og fyrir vinnu sem áheyrnarfulltrúar (Fræðslu- og lýðheilsuráð og Umhverfis- og mannvirkjaráð) en fulltrúar Ungmennaráðs Reykjanesbæjar fá ekki greidda fundarsetu en hafa þó fleiri áheyrnarfulltrúa í fleiri ráðum bæjarins (fræðsluráð, íþrótta og tómstundaráð, lýðheilsuráð, menningar og atvinnuráð, umhverfis og skipulagsráð, og velferðarráð). Námskeið UNICEF Þann 17. mars og 28. maí síðastliðin, tókum við þátt í verkefni með UNICEF sem var haldið með það í huga að efla ungmennaráð, byggja og styrkja tengsl á milli þeirra ásamt því að hlúa að upplýsingamiðlun milli ráða. Þar var gefin aukin fræðsla um réttindi barna og ungmenna, Barnvæn sveitarfélög en í lok námskeiðsins settu meðlimir ungmennaráðanna saman ráð til ráðamanna. Þau má sjá hér: Ráð til ráðamanna Ungmennaráð þarf að vera upplýst um það sem framundan er í sveitarfélaginu. Ekki taka ákvarðanir sem varða börn og ungmenni án þess að þau mál séu lögð fyrir ungmennaráð. Það má senda fleiri mál til umsagnar til ungmennaráðs. Tryggja þarf aðgengi ungmennaráðs að upplýsingum á barnvænu máli. Tryggja þarf ungmennaráði fræðslu, m.a. um rétt barna til þátttöku og þjálfun í því að nýta rödd sína og um það hvernig stjórnsýsla sveitarfélagsins virkar Bera þarf virðingu fyrir börnum og ungmennum og taka hugmyndum þeirra alvarlega. Ungmennaráð ættu að fá fleiri tækifæri til þess að koma inn á bæjarstjórnarfundi og eiga áheyrnarfulltrúa í nefndum og ráðum. Það þarf að kynna starf ungmennaráða betur bæði fyrir börnum og fullorðnum. Ungmenni ættu að fá greitt fyrir fundarsetu. Fundartímar, t.d. hjá ráðum og nefndum, þurfa að henta börnum. Það þarf að passa að börnin séu ekki í skóla eða með aðrar skuldbindingar á fundatíma. Sveitarfélög ættu að tryggja eftirfylgni. Ungmennaráð ætti að fá að vita hvaða áhrif þátttaka þeirra hafði og ef hugmyndir voru ekki framkvæmdar þarf að útskýra hvers vegna. Það er mikilvægt að ráðamenn séu heiðarlegir, ekki bara “næs”. Verkefni sem snúa að börnum og ungmennum ættu að vera vel fjármögnuð. Á námskeiðinu hjá UNICEF lærðum við allskonar hluti sem við í Ungmennaráðum getum svo sannarlega nýtt okkur! Til dæmis lærðum við um þátttökustiga Harts þar sem okkur var sagt frá mismunandi þátttöku þrepum eins og t.d muninn á sýndarþátttöku og raunverulegri þátttöku. Við viljum nýta tækifærið til þess að þakka UNICEF kærlega fyrir það tækifæri að hafa fengið að taka þátt í þessu námskeiði. Ennþá langt í land Frá upphafi hefur UNICEF verið ungmennaráðum og sveitarfélögum innan handar með góðum árangri, alls staðar á landinu má sjá öflug ungmennaráð rísa og styrkjast en það sýnir okkur líka bara eitt: Ungt fólk VILL og GETUR haft áhrif. Sú brenglaða valda dýnamík milli fullorðinna og ungmenna sem er orðin svo rótgróin í samfélaginu er múr sem þarf að brjóta niður fyrir framvindu samfélagsins en ungt fólk mætir oft miklu mótlæti þegar það lætur rödd sína heyrast um þau mál sem þau vilja láta sig varða. Þrátt fyrir mikla velgengni þá verður þó alltaf að hafa í huga að það verður að halda áfram að byggja ofan á það sem nú þegar hefur verið byggt upp, þessi vinna og verkefnið Barnvæn sveitarfélög er ekki bara fínt skraut eða eitthvað geggjað nútímalega töff dæmi sem ráðamenn geta valið að taka þátt í einu sinni og síðan bara sagt það gott. Þetta er verkefni sem allir þurfa að vinna að, hvort sem maður er ungur eða eldri, ráðamaður eða manneskjan sem býr í húsinu úti á næsta horni, við þurfum öll að hjálpast að. Fyrir þá sem vilja dýpka þekkingu sína á þessum málefnum og fræðast enn frekar um mikilvægi þess að ungt fólk hafi rödd og stöðu innan samfélagsins og stjórnsýslunnar viljum við benda á ráðstefnu UNICEF um þátttöku barna sem verður haldin 15. september næstkomandi og við hvetjum alla sem hafa áhuga, hvort sem þau vinna mikið með börnum eða hafa hreinlega bara áhuga á að efla sitt samfélag, að fylgjast með ráðstefnunni þar sem fræðsla er gríðarlega mikilvægt framtak í baráttunni um réttindi barna! Höfundar eru Betsý Ásta Stefánsdóttir og Hermann Borgar Jakobsson (fulltrúar í Ungmennaráði Reykjanesbæjar), og Telma Ósk Þórhallsdóttir (fulltrúi í Ungmennaráði Akureyrarbæjar).
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun