Rannsakandinn í máli Bill Clinton er látinn Atli Ísleifsson skrifar 14. september 2022 07:36 Óháði rannsakandinn Kenneth Starr heldur á rannsóknarskýrslu sinni þegar hann mætti fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings árið 1998. AP Bandaríski lögmaðurinn Kenneth Starr, sem fór fyrir rannsókninni sem leiddi til ákæruferlis á hendur Bill Clinton Bandaríkjaforseta á árunum 1994 til 1998, er látinn, 76 ára að aldri. Fjölskylda Starr staðfesti andlátið í gær, en hann lést á sjúkrahúsi í Houston í Texas þar sem hann hafði nýverið gengist undir aðgerð. Starr starfaði á árunum áður sem dómari og aðstoðardómsmálaráðherra, en var árið 1994 fenginn til að fara með hlutverk óháðs rannsakanda til að rannsaka Whitewater-málið sem sneri að fasteignaviðskiptum forsetahjónanna Bill og Hillary Clinton á níunda áratugnum. Sem óháður rannsakandi var Starr með víðtækar rannsóknarheimildir og fór rannsóknin fljótlega að snúast að langstærstum hluta um kynferðislegt samband forsetans og Monica Lewinsky, ungs starfsnema í Hvíta húsinu, og þá hvort að forsetinn hafi logið eiðsvarinn til um sambandið og hindrað framgang réttvísinnar. Breaking News: Ken Starr, the independent counsel whose investigation uncovered Bill Clinton s affair with a White House intern and led to his impeachment for lying under oath and obstructing justice, died on Tuesday. He was 76. https://t.co/YvSye42t0k— The New York Times (@nytimes) September 13, 2022 Rannsóknin leiddi til þess að fulltrúadeild Bandaríkjaþings ákvað að ákæra Clinton til embættismissis, en forsetinn var síðar sýknaður í öldungadeild þingsins. Neitaði að biðja Lewinsky afsökunar Starr gaf árið 2018 út metsölubókina Contempt: A Memoir of the Clinton Investigation, þar sem hann fjallaði um rannsóknina. Monica Lewinsky á fundi í Noregi árið 2015.EPA Í samtali við CBS árið 2018 sagðist Starr harma þann sársauka sem sá hluti rannsóknarinnar sem sneri að Lewinsky hafi valdið mörgum, bandarísku þjóðinni þar með talinni. Hann sagði þó að þetta hafi verið nauðsynlegt og neitaði hann að biðja Lewinsky afsökunar. Lewinsky sjálf sagði í viðtali að Starr og rannsókn hans hafi umbreytt lífi hennar í „helvíti“. Flóknar tilfinningar Lewinsky sagði í tísti í gær að fréttir af dauða Starr vekji flóknar tilfinningar hjá sér, en það sem meira máli skipti sé að dauði hans hljóti að vera þungbær þeim sem elskuðu hann. Starr sneri aftur í kastljós fjölmiðla árið 2020 þegar hann gekk til liðs við verjendateymi Donalds Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, þegar hann var ákærður til embættismissis í kjölfar hinnar svokölluðu Rússarannsóknar. as i m sure many can understand, my thoughts about ken starr bring up complicated feelings but of more importance, is that i imagine it s a painful loss for those who love him.— Monica Lewinsky (she/her) (@MonicaLewinsky) September 13, 2022 Andlát Bandaríkin Bill Clinton Tengdar fréttir Uppljóstrarinn í Clinton-hneykslinu látinn Linda Tripp, sem lék lykilhlutverk í ákæruferlinu gegn Bill Clinton þáverandi Bandaríkjaforseta, er látin. 8. apríl 2020 22:29 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira
Fjölskylda Starr staðfesti andlátið í gær, en hann lést á sjúkrahúsi í Houston í Texas þar sem hann hafði nýverið gengist undir aðgerð. Starr starfaði á árunum áður sem dómari og aðstoðardómsmálaráðherra, en var árið 1994 fenginn til að fara með hlutverk óháðs rannsakanda til að rannsaka Whitewater-málið sem sneri að fasteignaviðskiptum forsetahjónanna Bill og Hillary Clinton á níunda áratugnum. Sem óháður rannsakandi var Starr með víðtækar rannsóknarheimildir og fór rannsóknin fljótlega að snúast að langstærstum hluta um kynferðislegt samband forsetans og Monica Lewinsky, ungs starfsnema í Hvíta húsinu, og þá hvort að forsetinn hafi logið eiðsvarinn til um sambandið og hindrað framgang réttvísinnar. Breaking News: Ken Starr, the independent counsel whose investigation uncovered Bill Clinton s affair with a White House intern and led to his impeachment for lying under oath and obstructing justice, died on Tuesday. He was 76. https://t.co/YvSye42t0k— The New York Times (@nytimes) September 13, 2022 Rannsóknin leiddi til þess að fulltrúadeild Bandaríkjaþings ákvað að ákæra Clinton til embættismissis, en forsetinn var síðar sýknaður í öldungadeild þingsins. Neitaði að biðja Lewinsky afsökunar Starr gaf árið 2018 út metsölubókina Contempt: A Memoir of the Clinton Investigation, þar sem hann fjallaði um rannsóknina. Monica Lewinsky á fundi í Noregi árið 2015.EPA Í samtali við CBS árið 2018 sagðist Starr harma þann sársauka sem sá hluti rannsóknarinnar sem sneri að Lewinsky hafi valdið mörgum, bandarísku þjóðinni þar með talinni. Hann sagði þó að þetta hafi verið nauðsynlegt og neitaði hann að biðja Lewinsky afsökunar. Lewinsky sjálf sagði í viðtali að Starr og rannsókn hans hafi umbreytt lífi hennar í „helvíti“. Flóknar tilfinningar Lewinsky sagði í tísti í gær að fréttir af dauða Starr vekji flóknar tilfinningar hjá sér, en það sem meira máli skipti sé að dauði hans hljóti að vera þungbær þeim sem elskuðu hann. Starr sneri aftur í kastljós fjölmiðla árið 2020 þegar hann gekk til liðs við verjendateymi Donalds Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, þegar hann var ákærður til embættismissis í kjölfar hinnar svokölluðu Rússarannsóknar. as i m sure many can understand, my thoughts about ken starr bring up complicated feelings but of more importance, is that i imagine it s a painful loss for those who love him.— Monica Lewinsky (she/her) (@MonicaLewinsky) September 13, 2022
Andlát Bandaríkin Bill Clinton Tengdar fréttir Uppljóstrarinn í Clinton-hneykslinu látinn Linda Tripp, sem lék lykilhlutverk í ákæruferlinu gegn Bill Clinton þáverandi Bandaríkjaforseta, er látin. 8. apríl 2020 22:29 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira
Uppljóstrarinn í Clinton-hneykslinu látinn Linda Tripp, sem lék lykilhlutverk í ákæruferlinu gegn Bill Clinton þáverandi Bandaríkjaforseta, er látin. 8. apríl 2020 22:29