Sport

Dag­skráin í dag: Toppslagur í Bestu, Meistara­deild Evrópu og Ljós­leiðara­deildin

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Valur og Breiðablik mætast í kvöld.
Valur og Breiðablik mætast í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í kvöld. Alls eru 11 beinar útsendingar á dagskrá og nóg af stórleikjum.

Stöð 2 Sport

Stórleikur Vals og Breiðabliks er á dagskrá klukkan 19.00. Íslandsmeistararnir eru í kjörstöðu fyrir leikinn en Blikar þurfa sigur til að halda toppbaráttu Bestu deildar kvenna á lífi.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 11.50 er áhugaverð viðureign Bayern München og Barcelona í UEFA Youth League. Klukkan 13.55 er viðureign Liverpool og Ajax í sömu keppni á dagskrá.

Klukkan 18.30 hefst upphitun fyrir leiki kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Bayern München og Barcelona mætast einnig þar en undanfarin ár hafa Bæjarar farið illa með Börsunga.

Klukkan 21.00 eru Meistaradeildarmörkin á dagskrá. Þar verður farið yfir alla leiki kvöldsins.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 16.35 er Eric Dier-slagurinn á dagskrá en þá Sporting frá Portúgal á móti Tottenham Hotspur frá Englandi í Meistaradeild Evrópu. Klukkan 18.50 er leikur Bayer Leverkusen og Atlético Madríd á dagskrá.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 18.50 er leikur Porto og Club Brugge á dagskrá.

Stöð 2 ESport

Klukkan 19.30 hefjast leikir kvöldsins í Ljósleiðaradeildinni þar sem keppt er í CS:GO.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×