Ráðuneytið spyrst fyrir um aðkomu Jóns Björns að ráðningu á sjálfum sér Atli Ísleifsson skrifar 12. september 2022 15:06 Jón Björn Hákonarson var endurráðinn bæjarstjóri Fjarðabyggðar að loknum sveitarstjórnarkosningunum í maí síðastliðinn. Stöð 2/Einar Árnason Innviðaráðuneytið sendi sveitarstjórn Fjarðabyggðar erindi í upphafi mánaðar þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins vegna ráðningar Jóns Björn Hákonarsonar í embætti sveitarstjóra í sumar. Ráðuneytið segir það vera álitamál hvort að kjörnum fulltrúum, í þessu tilviki Jóni Birni, sé heimilt að taka til máls á bæjarstjórnarfundi og greiða atkvæði með ráðningarsamningi sem viðkomandi á sjálfur aðild að. Sagt er frá málinu í fundargerð bæjarstjórnar Fjarðabyggðar sem fundaði á Reyðarfirði í morgun. Fulltrúar Fjarðalistans og Framsóknar lýsa undrun sinni á erindi ráðuneytisins sem byggi á nafnlausri ábendingu. Af gögnum í fundargerðinni má sjá að á sveitarstjórnarfundi í júní síðastliðinn hafi Jón Björn, sem leiddi lista Framsóknar í kosningunum í maí og kjörinn var í sveitarstjórn, sjálfur tekið til máls og greitt atkvæði með því að hann yrði endurráðinn sveitarstjóri, en hann tók fyrst við stöðunni á miðju síðasta kjörtímabili. Í bréfi innviðaráðuneytisins, sem fer með málefni sveitarstjórna, segir að erindi eða kvörtun hafi borist ráðuneytinu vegna stjórnsýslu Fjarðabyggðar. Mun ráðuneytið nú leggja mat á hvort að tilefni sé að fjalla formlega um stjórnsýslu sveitarfélagsins á grundvelli 112. gr. sveitarstjórnarlaga. Ráðuneytið hefur því óskað eftir umsögn Fjarðabyggðar, þar á meðal afrit af gögnum sem kunni að varpa ljósi á meðferð þess hjá sveitarstjórn. Sömuleiðis sé óskað eftir afstöðu Fjarðabyggðar um það atriði sem lýtur að hæfi kjörins fulltrúa til að taka til máls og sömuleiðis greiða atkvæði með ráðningarsamningi sem við komandi er sjálfur aðili að. Lýsa furðu á erindi ráðuneytisins Í bókun fulltrúa Fjarðalistans og Framsóknar í bæjarstjórn Fjarðabyggðar lýsa þeir yfir furðu á erindinu frá ráðuneytinu, og segir að þessi boðaða frumkvæðisathugun ráðuneytisins sé byggð á nafnlausri ábendingu. „Ljóst er samkvæmt 20 gr. sveitarstjórnarlaganna að vanhæfni myndast ekki þegar verið er að velja fulltrúa til trúnaðarstarfa á vegum sveitarfélagsins og hafa sveitarstjórnarmenn í Fjarðabyggð, líkt og öðrum sveitarfélögum, stuðst við það í störfum sínum. Enda kemur það vel fram í drögum að minnisblaði lögmanns sveitarfélagsins sem sent verður ráðuneytinu til svara vegna málsins.“ Frá Reyðarfirði.Vísir/Vilhelm Ennfremur segir að haldi innviðaráðuneytið sig við að fara í slíka frumkvæðisathugun, eftir að hafa yfirfarið minnisblaðið frá Fjarðabyggð, þá hljóti það að taka til skoðunar afgreiðslu þessara mála hjá fleiri sveitarfélögum þar sem „eðlilega sami háttur hefur verið á“. „Hlýtur slík athugun þá að leiða til endurskoðunar sveitarstjórnarlaganna hvað varðar vanhæfni sveitarstjórnarmanna. Vonast áðurnefndir fulltrúar til þess að niðurstaða fáist sem fyrst frá innviðaráðuneytinu þannig að sá sem ábendinguna sendi inn til þess geti verið fullviss um að farið hafi verið eftir lögum við ráðningu bæjarstjóra í Fjarðabyggð. Enda hlýtur það sjónarmið að hafa verið ástæða þess að slík ábending var send frekar en um pólitískan leikþátt hafi verið að ræða. Bæjarráð felur bæjarritara að svara erindi ráðuneytisins í samráði við lögmann sveitarfélagsins,“ segir í bókuninni. Ráðuneytið einskorði málið ekki við Fjarðabyggð Í áðurnefndu minnisblaði Fjarðabyggðar segir að farið hafi verið yfir fundargerðir bæjarstjórnar frá 3. júní og 16. júní, á þeim fundum þar sem tekið er á ráðningu nýr bæjarstjóra. Af þeim megi ráða að Jón Björn hafi setið fundina og tekið þátt í afgreiðslu ákvörðunar um ráðningu bæjarstjóra og sömuleiðis ráðningarkjör. Lögmaðurinn sem semur minnisblaðið fyrir sveitarfélagið, Jón Jónsson, segir þó að það álitamál sem sé til umfjöllunar sé í raun nokkuð athyglivert. Segir hann að ef ástæða sé fyrir ráðuneytið að skoða málið frekar væri „rökréttara að ráðuneytið fjallaði almennt um framkvæmd ráðninga „pólitísk ráðinna“ framkvæmdastjóra [sveitarstjóra] fremur en að einskorða þá skoðun við Fjarðabyggð. Rík hefð sé fyrir að sveitarstjóri sé ráðinn úr hópi kjörinna sveitarstjórnarmanna eða með öðrum hætti án auglýsinga. Áfram segir að um starf framkvæmdastjóra sveitarfélags gildi sérstök sjónarmið bæði samkvæmt lagaákvæðum um ráðningu í starfið og venjum sem skapast hafi á Íslandi um „pólitíska ráðningu“. „Orðalag frumvarps um eðli framkvæmdastjórastarfsins er í samræmi við orðalag hæfisreglunnar. Aðkoma bæjarstjórnarfulltrúans, sem ráðinn var bæjarstjóri að ákvarðanatökunni, fellur að þessu og er að mati undirritaðs einnig eðlileg út frá almennum sjónarmiðum um pólitíska ábyrgð. Viðkomandi fulltrúa gat því bæði fjallað um fyrirkomulag ráðningar, eigin ráðningu og þóknun sem henni fylgdi, þ.e. ráðningarsamninginn,“ segir í minnisblaði lögmannsins. Fjarðabyggð Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Framsóknarflokkurinn Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Hlýnandi veður Veður Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Lokun skrifstofu VG og njósnir á Íslandi Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Fleiri fréttir Lokun skrifstofu VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Sjá meira
Sagt er frá málinu í fundargerð bæjarstjórnar Fjarðabyggðar sem fundaði á Reyðarfirði í morgun. Fulltrúar Fjarðalistans og Framsóknar lýsa undrun sinni á erindi ráðuneytisins sem byggi á nafnlausri ábendingu. Af gögnum í fundargerðinni má sjá að á sveitarstjórnarfundi í júní síðastliðinn hafi Jón Björn, sem leiddi lista Framsóknar í kosningunum í maí og kjörinn var í sveitarstjórn, sjálfur tekið til máls og greitt atkvæði með því að hann yrði endurráðinn sveitarstjóri, en hann tók fyrst við stöðunni á miðju síðasta kjörtímabili. Í bréfi innviðaráðuneytisins, sem fer með málefni sveitarstjórna, segir að erindi eða kvörtun hafi borist ráðuneytinu vegna stjórnsýslu Fjarðabyggðar. Mun ráðuneytið nú leggja mat á hvort að tilefni sé að fjalla formlega um stjórnsýslu sveitarfélagsins á grundvelli 112. gr. sveitarstjórnarlaga. Ráðuneytið hefur því óskað eftir umsögn Fjarðabyggðar, þar á meðal afrit af gögnum sem kunni að varpa ljósi á meðferð þess hjá sveitarstjórn. Sömuleiðis sé óskað eftir afstöðu Fjarðabyggðar um það atriði sem lýtur að hæfi kjörins fulltrúa til að taka til máls og sömuleiðis greiða atkvæði með ráðningarsamningi sem við komandi er sjálfur aðili að. Lýsa furðu á erindi ráðuneytisins Í bókun fulltrúa Fjarðalistans og Framsóknar í bæjarstjórn Fjarðabyggðar lýsa þeir yfir furðu á erindinu frá ráðuneytinu, og segir að þessi boðaða frumkvæðisathugun ráðuneytisins sé byggð á nafnlausri ábendingu. „Ljóst er samkvæmt 20 gr. sveitarstjórnarlaganna að vanhæfni myndast ekki þegar verið er að velja fulltrúa til trúnaðarstarfa á vegum sveitarfélagsins og hafa sveitarstjórnarmenn í Fjarðabyggð, líkt og öðrum sveitarfélögum, stuðst við það í störfum sínum. Enda kemur það vel fram í drögum að minnisblaði lögmanns sveitarfélagsins sem sent verður ráðuneytinu til svara vegna málsins.“ Frá Reyðarfirði.Vísir/Vilhelm Ennfremur segir að haldi innviðaráðuneytið sig við að fara í slíka frumkvæðisathugun, eftir að hafa yfirfarið minnisblaðið frá Fjarðabyggð, þá hljóti það að taka til skoðunar afgreiðslu þessara mála hjá fleiri sveitarfélögum þar sem „eðlilega sami háttur hefur verið á“. „Hlýtur slík athugun þá að leiða til endurskoðunar sveitarstjórnarlaganna hvað varðar vanhæfni sveitarstjórnarmanna. Vonast áðurnefndir fulltrúar til þess að niðurstaða fáist sem fyrst frá innviðaráðuneytinu þannig að sá sem ábendinguna sendi inn til þess geti verið fullviss um að farið hafi verið eftir lögum við ráðningu bæjarstjóra í Fjarðabyggð. Enda hlýtur það sjónarmið að hafa verið ástæða þess að slík ábending var send frekar en um pólitískan leikþátt hafi verið að ræða. Bæjarráð felur bæjarritara að svara erindi ráðuneytisins í samráði við lögmann sveitarfélagsins,“ segir í bókuninni. Ráðuneytið einskorði málið ekki við Fjarðabyggð Í áðurnefndu minnisblaði Fjarðabyggðar segir að farið hafi verið yfir fundargerðir bæjarstjórnar frá 3. júní og 16. júní, á þeim fundum þar sem tekið er á ráðningu nýr bæjarstjóra. Af þeim megi ráða að Jón Björn hafi setið fundina og tekið þátt í afgreiðslu ákvörðunar um ráðningu bæjarstjóra og sömuleiðis ráðningarkjör. Lögmaðurinn sem semur minnisblaðið fyrir sveitarfélagið, Jón Jónsson, segir þó að það álitamál sem sé til umfjöllunar sé í raun nokkuð athyglivert. Segir hann að ef ástæða sé fyrir ráðuneytið að skoða málið frekar væri „rökréttara að ráðuneytið fjallaði almennt um framkvæmd ráðninga „pólitísk ráðinna“ framkvæmdastjóra [sveitarstjóra] fremur en að einskorða þá skoðun við Fjarðabyggð. Rík hefð sé fyrir að sveitarstjóri sé ráðinn úr hópi kjörinna sveitarstjórnarmanna eða með öðrum hætti án auglýsinga. Áfram segir að um starf framkvæmdastjóra sveitarfélags gildi sérstök sjónarmið bæði samkvæmt lagaákvæðum um ráðningu í starfið og venjum sem skapast hafi á Íslandi um „pólitíska ráðningu“. „Orðalag frumvarps um eðli framkvæmdastjórastarfsins er í samræmi við orðalag hæfisreglunnar. Aðkoma bæjarstjórnarfulltrúans, sem ráðinn var bæjarstjóri að ákvarðanatökunni, fellur að þessu og er að mati undirritaðs einnig eðlileg út frá almennum sjónarmiðum um pólitíska ábyrgð. Viðkomandi fulltrúa gat því bæði fjallað um fyrirkomulag ráðningar, eigin ráðningu og þóknun sem henni fylgdi, þ.e. ráðningarsamninginn,“ segir í minnisblaði lögmannsins.
Fjarðabyggð Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Framsóknarflokkurinn Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Hlýnandi veður Veður Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Lokun skrifstofu VG og njósnir á Íslandi Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Fleiri fréttir Lokun skrifstofu VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Sjá meira