Fallega hyrndir forystusauðir í Flóanum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. september 2022 20:05 Höfði er tvævetur og skynug skepna eins og hálfbróðir hans. Hornin á honum eru ótrúlega falleg. Magnús Hlynur Hreiðarsson Forystusauðirnir Höfði og Greifi vekja alltaf mikla athygli þar sem þeir koma, ekki síst hornin þeirra, sem eru stór og stæðileg. Hálfbræðurnir, Höfði, sem er tvævetur og Greifi, sem er veturgamall og eru sauðir voru í Skeiðaréttum í gær og var fljótlegt að draga þá í dilkinn sinn, enda auðþekkjanlegir á hornunum. Þeir eru nú komnir heim til sín á bæinn Syðri - Velli í Flóanum en eigandi þeirra er með um 100 fjár, auk þess að vera með myndarlegt kúabú. „Þetta eru forystusauðir úr minni ræktun þar sem ég er búin að venja hornin og snúa svolítið upp á þau þannig að þeir verði svolítið vígalegri fyrir vikið. Þeir eru mjög fallegir greyin,“ segir Jón Gunnþór Þorsteinsson bóndi. Jón Gunnþór segir að Höfði, sá eldri sé skynug skepna og mikill vinur hans, auk þess að vera mikill forystusauður. Garpur er svipaður bróður sínum, mjög skynugur og rólegur á húsi. Jón Gunnþór með fallegu sauðina sína, Höfði til vinstri og Greifi til hægri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Er ekki gaman að eiga svona skepnur? „Jú, jú, til þess er maður að þessu. Þeir koma mjög fallegir af fjalli enda eru þeir vænir eftir gott sumar og afrétturinn góður. Ég get ekkert notað þá til undaneldis, enda báðir steingeldir,“ segir Jón Gunnþór hlægjandi. Er það ekki skandall? „Jú, það er náttúrulega með svona fallegar skepnur en þeir verða svolítið gamlir fyrir vikið vonandi.“ Jón Gunnþór segir lítið sem ekkert hafa út úr sauðfjárbúskapnum, það sé bara lífsstíll að vera með sauðfé í dag. „Þessar blessaðar rollur eru nú bara til yndisauka og hagaprýði,“ segir Jón Gunnþór léttur í lundu. Eins og sjá má eru hálfbræðurnir mjög fallegir, ekki síst hornin á þeim.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
Hálfbræðurnir, Höfði, sem er tvævetur og Greifi, sem er veturgamall og eru sauðir voru í Skeiðaréttum í gær og var fljótlegt að draga þá í dilkinn sinn, enda auðþekkjanlegir á hornunum. Þeir eru nú komnir heim til sín á bæinn Syðri - Velli í Flóanum en eigandi þeirra er með um 100 fjár, auk þess að vera með myndarlegt kúabú. „Þetta eru forystusauðir úr minni ræktun þar sem ég er búin að venja hornin og snúa svolítið upp á þau þannig að þeir verði svolítið vígalegri fyrir vikið. Þeir eru mjög fallegir greyin,“ segir Jón Gunnþór Þorsteinsson bóndi. Jón Gunnþór segir að Höfði, sá eldri sé skynug skepna og mikill vinur hans, auk þess að vera mikill forystusauður. Garpur er svipaður bróður sínum, mjög skynugur og rólegur á húsi. Jón Gunnþór með fallegu sauðina sína, Höfði til vinstri og Greifi til hægri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Er ekki gaman að eiga svona skepnur? „Jú, jú, til þess er maður að þessu. Þeir koma mjög fallegir af fjalli enda eru þeir vænir eftir gott sumar og afrétturinn góður. Ég get ekkert notað þá til undaneldis, enda báðir steingeldir,“ segir Jón Gunnþór hlægjandi. Er það ekki skandall? „Jú, það er náttúrulega með svona fallegar skepnur en þeir verða svolítið gamlir fyrir vikið vonandi.“ Jón Gunnþór segir lítið sem ekkert hafa út úr sauðfjárbúskapnum, það sé bara lífsstíll að vera með sauðfé í dag. „Þessar blessaðar rollur eru nú bara til yndisauka og hagaprýði,“ segir Jón Gunnþór léttur í lundu. Eins og sjá má eru hálfbræðurnir mjög fallegir, ekki síst hornin á þeim.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira