Bjóða fólki heim til sín að tína hamp Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. september 2022 20:09 Það eru allir velkomnir á bæinn Hrút í Ásahreppi rétt hjá Hellu til að tína hamp. Það þarf bara að setja sig í samband við Bergstein eða Sigríði Þóru á Facebook áður og láta þau vita. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hjónin á bænum Hrúti í Ásahreppi hafa tekið upp á þeirri nýjung að bjóða fólki að koma heim til sín og tína sinn eigin hamp, sem hægt er að nýta í te, olíur og margt fleira. Sigríður Þóra Árdal, sem er grafískur hönnuður og Bergsteinn Björgúlfsson, margverðlaunaður kvikmyndagerðamaður hafa komið sér vel fyrir í sveitasælunni í Rangárþingi ytra, eða nánar tiltekið á bænum Hrúti í Ásahreppi. Þau ákváðu að fara að rækta hamp og árangurinn lætur ekki á sér standa, plönturnar hafa vaxið vel en blómin af kvenplöntunni eru týnd og þannig hægt að búa til olíur og te af henni svo eitthvað sé nefnt. “Þetta er karlplantan og þetta er kvenplantan og eini tilgangur karlplöntunnar er að frjóvga kvenplöntuna. Þegar hún er búin að því þá sölnar karlplantan og deyr. Þá fer kvenplantan að mynda fræ,” segir Bergsteinn. Bergsteinn að tína úti á akrinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson “Þetta er dásamlegt og ótrúlegt að sama skapi,” segir Sigríður Þóra en þau Bergsteinn bjóða nú áhugasömum að koma í sveitina og tína sinn eigin hamp. “Já, ég kynntist þessu þegar ég bjó, sem krakki í Bandaríkjunum að fara á svona sveitabæi og tína bláber , jarðarber og epli og ég man hvað mér fannst það yndislegt og við höfum sannarlega upp á nóg að bjóða hér á Hrúti, þannig að þetta er bara sjálfgefið.” Sigríður Þóra segir að nú þegar hafi komið töluvert af fólki og allir séu mjög ánægðir með framtakið og hafi gaman af því að vera í akrinum að tína blómin og síðan sé borgað eftir vigt eitthvað smotterí. Sigríður Þóra að tína úti á akrinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bergsteinn segir hamp ótrúlega plöntu. “Það er hægt að búa til úr þessu steypu, einangrun, parket, olíur og te. Svo á sama tíma þá erum við að hreinsa koltvísýrning úr umhverfinu vegna þess að hampurinn, er sú planta, sem vinnur hvað mestan koltvísýring úr andrúmsloftinu vegna þess að hann vex svo hratt, þetta er svo mikill lífmassi, sem verður til á svo stuttum tíma,” segir Bergsteinn. Bærinn Hrútur er í Ásahreppi skammt frá Hellu, eða í Vettleifshverfinu svonefnda. Rangárþing ytra Landbúnaður Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Sigríður Þóra Árdal, sem er grafískur hönnuður og Bergsteinn Björgúlfsson, margverðlaunaður kvikmyndagerðamaður hafa komið sér vel fyrir í sveitasælunni í Rangárþingi ytra, eða nánar tiltekið á bænum Hrúti í Ásahreppi. Þau ákváðu að fara að rækta hamp og árangurinn lætur ekki á sér standa, plönturnar hafa vaxið vel en blómin af kvenplöntunni eru týnd og þannig hægt að búa til olíur og te af henni svo eitthvað sé nefnt. “Þetta er karlplantan og þetta er kvenplantan og eini tilgangur karlplöntunnar er að frjóvga kvenplöntuna. Þegar hún er búin að því þá sölnar karlplantan og deyr. Þá fer kvenplantan að mynda fræ,” segir Bergsteinn. Bergsteinn að tína úti á akrinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson “Þetta er dásamlegt og ótrúlegt að sama skapi,” segir Sigríður Þóra en þau Bergsteinn bjóða nú áhugasömum að koma í sveitina og tína sinn eigin hamp. “Já, ég kynntist þessu þegar ég bjó, sem krakki í Bandaríkjunum að fara á svona sveitabæi og tína bláber , jarðarber og epli og ég man hvað mér fannst það yndislegt og við höfum sannarlega upp á nóg að bjóða hér á Hrúti, þannig að þetta er bara sjálfgefið.” Sigríður Þóra segir að nú þegar hafi komið töluvert af fólki og allir séu mjög ánægðir með framtakið og hafi gaman af því að vera í akrinum að tína blómin og síðan sé borgað eftir vigt eitthvað smotterí. Sigríður Þóra að tína úti á akrinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bergsteinn segir hamp ótrúlega plöntu. “Það er hægt að búa til úr þessu steypu, einangrun, parket, olíur og te. Svo á sama tíma þá erum við að hreinsa koltvísýrning úr umhverfinu vegna þess að hampurinn, er sú planta, sem vinnur hvað mestan koltvísýring úr andrúmsloftinu vegna þess að hann vex svo hratt, þetta er svo mikill lífmassi, sem verður til á svo stuttum tíma,” segir Bergsteinn. Bærinn Hrútur er í Ásahreppi skammt frá Hellu, eða í Vettleifshverfinu svonefnda.
Rangárþing ytra Landbúnaður Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira