Rúnar Alex og Willum Þór með sína fyrstu deildarsigra Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. september 2022 20:30 Rúnar Alex Rúnarsson nældi í sinn fyrsta sigur í Tyrklandi í kvöld. Twitter/@totalfl Rúnar Alex Rúnarsson stóð milli stanganna er Alanyaspor lagði Ankaragücü í tyrknesku úrvalsdeildinni. Var þetta fyrsti sigur liðsins síðan Rúnar Alex komst í byrjunarliðið. Willum Þór Willumsson kom inn af bekknum hjá Go Ahead Eagles í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta er liðið vann 3-2 útisigur á Volendam. Rúnar Alex var að spila sinn fjórða leik í Tyrklandi í kvöld. Fyrir leik kvöldsins hafði lið hans ekki enn unnið leik. Sigurmarkið skoraði Efkan Bekiroğlu á 87. mínútu leiksins. Sigurinn þýðir að Alanyaspor er í 9. sæti tyrkensku úrvalsdeildarinnar með átta stig að loknum sex umferðum. lk yar dan foto raflar!#AlanyaAnkara pic.twitter.com/uPFaTPSX66— Corendon Alanyaspor (@Alanyaspor) September 9, 2022 Willum Þór hóf leik kvöldsins á bekknum en var sendur á vettvang þegar 20 mínútur lifðu leiks en þá var staðan jöfn 1-1. Bas Kuipers skoraði tvívegis eftir að íslenski miðjumaðurinn mætti til leiks og mark í uppbótartíma frá heimaliðinu gat ekki komið í veg fyrir sigur Go Ahead Eagles. Ernirnir eru enn í fallsæti en þetta var fyrsti sigur liðsins á tímabilinu. Willum Þór og félagar eru sem stendur með þrjú stig í 17. sæti hollensku úrvalsdeildarinnar. Kristian Hlynsson spilaði allan leikinn í 1-1 jafntefli Jong Ajax og Oss. Lagði Kristian upp mark Jong Ajax í fyrri hálfleik. Kristian og félagar eru í 9. sæti hollensku B-deildarinnar með átta stig eftir sex leiki. HT TOP Oss 0-1 #JongAjax Rasmussen Hlynsson#ossjaj pic.twitter.com/pOpNRV1oGr— AFC Ajax (@AFCAjax) September 9, 2022 Nökkvi Þeyr Þórisson þreytti frumraun sína í 2-0 tapi Beerschot gegn Lommel í belgísku B-deildinni í kvöld. Nökkvi Þeyr kom inn af bekknum þegar 19 mínútur voru til leiksloka. Honum tókst ekki að hjálpa Beerschot að jafna metin og skoruðu gestirnir annað mark áður en leiknum lauk. Lommel er í 2. sæti deildarinnar með níu stig á meðan Beerschot er í 3. sæti með sjö stig. Kolbeinn Þórðarson var ekki í leikmannahóp Lommel að þessu sinni. Fótbolti Hollenski boltinn Belgíski boltinn Tyrkneski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Sjá meira
Rúnar Alex var að spila sinn fjórða leik í Tyrklandi í kvöld. Fyrir leik kvöldsins hafði lið hans ekki enn unnið leik. Sigurmarkið skoraði Efkan Bekiroğlu á 87. mínútu leiksins. Sigurinn þýðir að Alanyaspor er í 9. sæti tyrkensku úrvalsdeildarinnar með átta stig að loknum sex umferðum. lk yar dan foto raflar!#AlanyaAnkara pic.twitter.com/uPFaTPSX66— Corendon Alanyaspor (@Alanyaspor) September 9, 2022 Willum Þór hóf leik kvöldsins á bekknum en var sendur á vettvang þegar 20 mínútur lifðu leiks en þá var staðan jöfn 1-1. Bas Kuipers skoraði tvívegis eftir að íslenski miðjumaðurinn mætti til leiks og mark í uppbótartíma frá heimaliðinu gat ekki komið í veg fyrir sigur Go Ahead Eagles. Ernirnir eru enn í fallsæti en þetta var fyrsti sigur liðsins á tímabilinu. Willum Þór og félagar eru sem stendur með þrjú stig í 17. sæti hollensku úrvalsdeildarinnar. Kristian Hlynsson spilaði allan leikinn í 1-1 jafntefli Jong Ajax og Oss. Lagði Kristian upp mark Jong Ajax í fyrri hálfleik. Kristian og félagar eru í 9. sæti hollensku B-deildarinnar með átta stig eftir sex leiki. HT TOP Oss 0-1 #JongAjax Rasmussen Hlynsson#ossjaj pic.twitter.com/pOpNRV1oGr— AFC Ajax (@AFCAjax) September 9, 2022 Nökkvi Þeyr Þórisson þreytti frumraun sína í 2-0 tapi Beerschot gegn Lommel í belgísku B-deildinni í kvöld. Nökkvi Þeyr kom inn af bekknum þegar 19 mínútur voru til leiksloka. Honum tókst ekki að hjálpa Beerschot að jafna metin og skoruðu gestirnir annað mark áður en leiknum lauk. Lommel er í 2. sæti deildarinnar með níu stig á meðan Beerschot er í 3. sæti með sjö stig. Kolbeinn Þórðarson var ekki í leikmannahóp Lommel að þessu sinni.
Fótbolti Hollenski boltinn Belgíski boltinn Tyrkneski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Sjá meira