Koma Aurier þýðir að Forest hefur sótt tvö byrjunarlið af nýjum leikmönnum í sumar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. september 2022 23:30 Serge Aurier mun leika í ensku úrvalsdeildinni á nýjan leik. Jose Breton/Getty Images Það hefur verið mikið rætt og ritað um Nottingham Forest undanfarnar vikur en félagið komst loks upp í ensku úrvalsdeildina eftir meira en tveggja áratuga fjarveru. Til að auka möguleika sína á að halda sæti sínu hefur félagið sótt hvern leikmanninn á fætur öðrum, 22 alls. Það eru tvö heil byrjunarlið. Fyrir skemmstu greindi Vísir frá því að Forest hafi sótt alls 21 leikmann í sumar og sett þar með nýtt met í ensku úrvalsdeildinni. Aldrei hefur lið fengið jafn marga leikmenn á einum og sama deginum. Í fréttinni kemur einnig fram að Forest hafi verið að reyna fá framherjann Michy Batshuayi frá Chelsea á lokadegi félagaskiptagluggans. Allt kom fyrir ekki og Batshuayi fór þangað sem leikmenn sem eitt sinn gátu eitthvað fara þegar þeir eru komnir yfir hæðina, til Tyrklands. Þegar félagaskiptaglugginn lokaði var ljóst að Forest gæti aðeins samið við leikmenn sem væru þá þegar án félags. Sem er nákvæmlega það sem Steve Cooper, þjálfari liðsins, gerði. Fyrst honum tókst ekki að fá framherja frá Chelsea þá ákvað Cooper að Serge Aurier væri rétt maðurinn til að fullkomna sumarglugga Forest. We are delighted to announce the signing of Serge Aurier, subject to Visa approval. #NFFC | #PL— Nottingham Forest FC (@NFFC) September 7, 2022 Það verður þó að teljast harla ólíklegt að Aurier raði inn mörkum í vetur en hann hefur allan sinn feril spilað sem hægri bak- eða vængbakvörður. Hann er aðeins 29 ára gamall og hefur spilað fyrir lið á borð við París Saint-Germain, Tottenham Hotspur og Villareal. Aurier er 22. leikmaðurinn sem gengur í raðir Forest í sumar og tæknilega séð gæti félagið stillt upp tveimur byrjunarliðum með nýjum leikmönnum. Hér að neðan má sjá alla leikmennina sem Forest hefur samið frá því síðustu leiktíð lauk. Ryan Hammond frá Millwall Taiwo Awoniyi frá Union Berlin Dean Henderson frá Manchester United (á láni) Giulian Biancone frá Troyes Joel Thompson frá Crusaders Moussa Niakhaté frá Mainz 05 Omar Richards frá Bayern München Neco Williams frá Liverpool Wayne Hennessey frá Burnley (á frjálsri sölu) Brandon Aguilera frá Alajuelense Harry Toffolo frá Huddersfield Town Lewis O'Brien frá Huddersfield Town Jesse Lingard frá Manchester United (á frjálsri sölu) Orel Mangala frá Stuttgart Emmanuel Dennis frá Watford Chiekhou Kouyaté frá Crystal Palace Remo Freuler frá Atalanta Morgan Gibbs-White frá Wolves Hwang Ui-jo frá Bordeaux Renan Lodi frá Atlético Madrid (á láni) Willy Boly frá Wolves Josh Bowler frá Blackpool Loïc Badé frá Rennes (á láni) Serge Aurier frá Villareal (á frjálsri sölu) Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Sjá meira
Fyrir skemmstu greindi Vísir frá því að Forest hafi sótt alls 21 leikmann í sumar og sett þar með nýtt met í ensku úrvalsdeildinni. Aldrei hefur lið fengið jafn marga leikmenn á einum og sama deginum. Í fréttinni kemur einnig fram að Forest hafi verið að reyna fá framherjann Michy Batshuayi frá Chelsea á lokadegi félagaskiptagluggans. Allt kom fyrir ekki og Batshuayi fór þangað sem leikmenn sem eitt sinn gátu eitthvað fara þegar þeir eru komnir yfir hæðina, til Tyrklands. Þegar félagaskiptaglugginn lokaði var ljóst að Forest gæti aðeins samið við leikmenn sem væru þá þegar án félags. Sem er nákvæmlega það sem Steve Cooper, þjálfari liðsins, gerði. Fyrst honum tókst ekki að fá framherja frá Chelsea þá ákvað Cooper að Serge Aurier væri rétt maðurinn til að fullkomna sumarglugga Forest. We are delighted to announce the signing of Serge Aurier, subject to Visa approval. #NFFC | #PL— Nottingham Forest FC (@NFFC) September 7, 2022 Það verður þó að teljast harla ólíklegt að Aurier raði inn mörkum í vetur en hann hefur allan sinn feril spilað sem hægri bak- eða vængbakvörður. Hann er aðeins 29 ára gamall og hefur spilað fyrir lið á borð við París Saint-Germain, Tottenham Hotspur og Villareal. Aurier er 22. leikmaðurinn sem gengur í raðir Forest í sumar og tæknilega séð gæti félagið stillt upp tveimur byrjunarliðum með nýjum leikmönnum. Hér að neðan má sjá alla leikmennina sem Forest hefur samið frá því síðustu leiktíð lauk. Ryan Hammond frá Millwall Taiwo Awoniyi frá Union Berlin Dean Henderson frá Manchester United (á láni) Giulian Biancone frá Troyes Joel Thompson frá Crusaders Moussa Niakhaté frá Mainz 05 Omar Richards frá Bayern München Neco Williams frá Liverpool Wayne Hennessey frá Burnley (á frjálsri sölu) Brandon Aguilera frá Alajuelense Harry Toffolo frá Huddersfield Town Lewis O'Brien frá Huddersfield Town Jesse Lingard frá Manchester United (á frjálsri sölu) Orel Mangala frá Stuttgart Emmanuel Dennis frá Watford Chiekhou Kouyaté frá Crystal Palace Remo Freuler frá Atalanta Morgan Gibbs-White frá Wolves Hwang Ui-jo frá Bordeaux Renan Lodi frá Atlético Madrid (á láni) Willy Boly frá Wolves Josh Bowler frá Blackpool Loïc Badé frá Rennes (á láni) Serge Aurier frá Villareal (á frjálsri sölu)
Ryan Hammond frá Millwall Taiwo Awoniyi frá Union Berlin Dean Henderson frá Manchester United (á láni) Giulian Biancone frá Troyes Joel Thompson frá Crusaders Moussa Niakhaté frá Mainz 05 Omar Richards frá Bayern München Neco Williams frá Liverpool Wayne Hennessey frá Burnley (á frjálsri sölu) Brandon Aguilera frá Alajuelense Harry Toffolo frá Huddersfield Town Lewis O'Brien frá Huddersfield Town Jesse Lingard frá Manchester United (á frjálsri sölu) Orel Mangala frá Stuttgart Emmanuel Dennis frá Watford Chiekhou Kouyaté frá Crystal Palace Remo Freuler frá Atalanta Morgan Gibbs-White frá Wolves Hwang Ui-jo frá Bordeaux Renan Lodi frá Atlético Madrid (á láni) Willy Boly frá Wolves Josh Bowler frá Blackpool Loïc Badé frá Rennes (á láni) Serge Aurier frá Villareal (á frjálsri sölu)
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Sjá meira