Man Utd vildi ekki Potter þar sem hann hafði ekki þjálfað í Meistaradeildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. september 2022 17:45 Graham Potter [lengst til hægri] er nú þjálfari Chelsea en var á blaði hjá Man United tvívegis áður en félagið ákvað að það væri betur sett með aðra menn í brúnni. Shaun Botterill/Getty Images Graham Potter er nýr þjálfari enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea. Hann hefði getað fengið tækifæri til að stýra öðru toppfélagi á Englandi en tvívegis kom nafn hans upp er Manchester United var að leita að nýjum þjálfara. Skortur á reynslu í Meistaradeild Evrópu stöðvaði hins vegar Man United í að fara lengra með áhuga sinn. Í frétt The Athletic um hinn 47 ára gamla Potter er farið yfir þjálfaraferil hans, sem hófst í neðri deildunum í Svíþjóð, og ótrúlegan tröppugang á undanförnum árum. Potter hefur gert magnaða hluti með Brighton en þegar hann tók við félaginu var það tiltölulega nýtt í úrvalsdeildinni og ekki þekkt fyrir að spila aðlaðandi fótbolta. Potter bjó til skemmtilegt og vel spilandi lið fyrir lítinn pening og með betri framherja hefði liðið mögulega geta klifið enn hærra í töflunni en raun ber vitni. Þó svo að hjá Brighton hefði Potter allt sem hann vildi þá var hann aldrei að fara neita Chelsea. Að þjálfa lið sem vill vera í berjast um titla heillar þjálfara jafnt og leikmenn. Ef Man United væri sömu skoðunar og Chelsea hefði félagið mögulega getað fengið Potter en nafn hans hefur tvívegis komið þar upp á undanförnum mánuðum. Fyrst er Ole Gunnar Solskjær var rekinn í nóvember á síðasta ári. Á endanum var ákveðið að ráða Ralf Rangnick sem þjálfara liðsins en þó aðeins tímabundið. Hann átti síðan að fara í hlutverk ráðgjafa á meðan nýr þjálfari myndi koma inn sumarið 2022. Er leitað var að þjálfara fyrir tímabilið sem er nú í gangi þá kom Potter aftur upp. Aftur ákváðu þeir sem með valdið fara á Old Trafford að fara ekki lengra þar sem Potter hefur ekki næga reynslu af Meistaradeild Evrópu. Raunar hefur hann enga reynslu af keppninni en hann kom þó Östersund, liðinu sem hann þjálfaði í Svíþjóð, í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar á sínum tíma. Manchester United were twice encouraged to consider Graham Potter, now manager of Chelsea: once when Ole Gunnar Solskjaer was sacked & again when they were looking for Ralf Rangnick's successor.#MUFC opted against the former #BHAFC manager due to his lack of #UCL experience.— The Athletic UK (@TheAthleticUK) September 9, 2022 Á endanum var Erik Ten Hag ráðinn sem þjálfari Man United en hann hafði stýrt Ajax í Meistaradeildinni um árabil. Potter þurfti að bíða aðeins lengur eftir að stýra einu af stóru liðunum á Englandi en mun nú loks fá þessa Meistaradeildarreynslu sem hefur vantað öll þessi ár. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Fleiri fréttir Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Sjá meira
Í frétt The Athletic um hinn 47 ára gamla Potter er farið yfir þjálfaraferil hans, sem hófst í neðri deildunum í Svíþjóð, og ótrúlegan tröppugang á undanförnum árum. Potter hefur gert magnaða hluti með Brighton en þegar hann tók við félaginu var það tiltölulega nýtt í úrvalsdeildinni og ekki þekkt fyrir að spila aðlaðandi fótbolta. Potter bjó til skemmtilegt og vel spilandi lið fyrir lítinn pening og með betri framherja hefði liðið mögulega geta klifið enn hærra í töflunni en raun ber vitni. Þó svo að hjá Brighton hefði Potter allt sem hann vildi þá var hann aldrei að fara neita Chelsea. Að þjálfa lið sem vill vera í berjast um titla heillar þjálfara jafnt og leikmenn. Ef Man United væri sömu skoðunar og Chelsea hefði félagið mögulega getað fengið Potter en nafn hans hefur tvívegis komið þar upp á undanförnum mánuðum. Fyrst er Ole Gunnar Solskjær var rekinn í nóvember á síðasta ári. Á endanum var ákveðið að ráða Ralf Rangnick sem þjálfara liðsins en þó aðeins tímabundið. Hann átti síðan að fara í hlutverk ráðgjafa á meðan nýr þjálfari myndi koma inn sumarið 2022. Er leitað var að þjálfara fyrir tímabilið sem er nú í gangi þá kom Potter aftur upp. Aftur ákváðu þeir sem með valdið fara á Old Trafford að fara ekki lengra þar sem Potter hefur ekki næga reynslu af Meistaradeild Evrópu. Raunar hefur hann enga reynslu af keppninni en hann kom þó Östersund, liðinu sem hann þjálfaði í Svíþjóð, í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar á sínum tíma. Manchester United were twice encouraged to consider Graham Potter, now manager of Chelsea: once when Ole Gunnar Solskjaer was sacked & again when they were looking for Ralf Rangnick's successor.#MUFC opted against the former #BHAFC manager due to his lack of #UCL experience.— The Athletic UK (@TheAthleticUK) September 9, 2022 Á endanum var Erik Ten Hag ráðinn sem þjálfari Man United en hann hafði stýrt Ajax í Meistaradeildinni um árabil. Potter þurfti að bíða aðeins lengur eftir að stýra einu af stóru liðunum á Englandi en mun nú loks fá þessa Meistaradeildarreynslu sem hefur vantað öll þessi ár.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Fleiri fréttir Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Sjá meira