Meistarar AC Milan áfram taplausir Arnar Geir Halldórsson skrifar 10. september 2022 20:45 Sigurmarkinu fagnað. vísir/Getty Ítalíumeistarar AC Milan unnu góðan útisigur á Sampdoria í síðasta leik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Junior Messias fékk tækifærið í byrjunarliðinu og var fljótur að setja mark sitt á leikinn því hann kom AC Milan í forystu strax á sjöttu mínútu. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Í upphafi síðari hálfleiks urðu AC Milan fyrir áfalli þegar Rafael Leao fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt á 47.mínútu. Tíu mínútum síðar jafnaði Sampdoria metin þegar Filip Djuricic skoraði. Einum færri tókst AC Milan að finna sigurmarkið og það gerði Olivier Giroud þegar hann skoraði af vítapunktinum á 67.mínútu. Fleiri urðu mörkin ekki og 1-2 sigur AC Milan staðreynd. Ítalski boltinn
Ítalíumeistarar AC Milan unnu góðan útisigur á Sampdoria í síðasta leik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Junior Messias fékk tækifærið í byrjunarliðinu og var fljótur að setja mark sitt á leikinn því hann kom AC Milan í forystu strax á sjöttu mínútu. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Í upphafi síðari hálfleiks urðu AC Milan fyrir áfalli þegar Rafael Leao fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt á 47.mínútu. Tíu mínútum síðar jafnaði Sampdoria metin þegar Filip Djuricic skoraði. Einum færri tókst AC Milan að finna sigurmarkið og það gerði Olivier Giroud þegar hann skoraði af vítapunktinum á 67.mínútu. Fleiri urðu mörkin ekki og 1-2 sigur AC Milan staðreynd.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti