Umfjöllun og viðtöl: FH-ÍA 6-1 | FH-ingar léku Skagamenn grátt í fallslag í Kaplakrika Hjörvar Ólafsson skrifar 11. september 2022 15:48 FH-ingar innbyrtu þrjú mikilvæg stig þegar liðið fékk Skagann í heimsókn í Kaplakrika í dag. Vísir/Hulda Margrét FH lagði ÍA að velli með sex mörkum gegn einu þegar liðin áttust við í afar mikilvægum leik í fallbaráttu Bestu deildar karla í fótbolta í Kaplakrika í dag. FH-ingar eru nú komnir fjórum stigum á undan Skagamönnum en ÍA situr í neðsta sæti deildarinnar og FH er í því tíunda. Leiknir er svo í næstneðsta sæti með 17 stig og er tveimur stigum á undan ÍA og tveimur stigum frá FH. Vuk Oskar Dimitrijevic skoraði tvö marka FH í leiknum og Matthías Vilhjálmsson, Oliver Heiðarsson, Steven Lennon og Máni Austmann Hilmarsson sitt markið hver. Lennon var þarna að skora sitt 100. mark í efstu deild karla. Vísir/Hulda Margrét Það var í raun aldrei spurning, allt frá upphafi til enda í þessum leik, hvoru megin sigurinn myndi lenda. Leikmenn FH mættu gríðarlega ákveðnir til leiks og voru búnir að skapa sér nokkur fær áður en Matthías braut ísinn af vítapunktinum. Fyrir þennan leik hafði FH brennt af þremur vítaspyrnum í röð, Lennon tveimur og Björn Daníel Sverrisson einu, en víti Matthíasar var feykilega öruggt. Davíð Snær Jóhannsson, sem spilaði afar vel í þessum leik, sótti vítaspyrnuna sem fyrirliðinn skoraði úr. Vuk tvöfaldaði svo forystu FH áður en Steinar Þorsteinsson lagaði stöðuna fyrir Skagamenn með huggulegu marki. Oliver Heiðarsson sá svo til þess að róa taugar stuðningsmanna FH með marki sínu skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks. Vísir/Hulda Margrét Tímamótamark hjá Lennon Vuk bætti síðan öðru marki sínu við í seinni hálfleik og varamennirnir Lennon og Máni Austmann lögðu lóð sín á vogarskálina með mörkum sínum. Vuk skoraði bæði mörk sín eftir laglegt einstaklingsframtak þar sem hann lék auðveldlega á varnarmenn ÍA áður en hann skoraði. Lennon hefur þar af leiðandi skorað 100 mörk í efstu deild á Ísland en skoski framherjinn hefur þanið netmöskvana hérlendis fyrir Fram fyrst og síðar FH. „Mig langar að vekja athygli fólks á því að Lennon var að skora sitt 100. mark í þessum leik sem er bara magnað afrek. Það gladdi mig mikið að sjá hann ná þessum merka áfanga," sagði Eiður Smári Guðjohnsen í samtali við Vísi eftir leikinn. „Annars var það bara spilamennskan sem ég er stoltur af. Ég er ánægður með hvað við mættum af miklum krafti til leiks og slepptum aldrei takinu af Skagamönnum. Við vissum vel að það kæmi smá kafli einhvers staðar í leiknum þar sem Skaginn myndi ná áhlaupi en við stóðumst það og innbyrtum sannfærandi sigur," sagði Eiður Smári enn fremur. „Eins og ég hef sagt áður í sumar þá megum við ekki fara of hátt upp eftir sigurleiki eða of langt niður þegar við töpum. Það eru spennandi verkefni fram undan bæði í deildinni og svo bikarúrslitaleikurinn. Þó svo að við höfum spilað vel í þessum leik þá er alltaf eitthvað sem má bæta. Nú þarf ég bara að horfa á þennan leik aftur og taka það góða úr honum og finna hvað við þurfu að gera betur," sagði þjálfari FH. Vísir/Hulda Margrét Umhugsanarefni hvað við vorum flatir allan leikinn „Það er í raun og veru bara sárt að horfa upp á hvað við vorum flatir allan leikinn. Við náðum aldrei neinu flugi eða tökum á því sem við ætluðum að gera. Það vantaði alla baráttu og það slitnaði of mikið á milli línanna og leikmanna hjá okkur. Af þeim sökum var auðvelt fyrir FH-inga að skapa færi og skora mörk," sagði Jón Þór Hauksson, þjáflari ÍA, niðurlútur í leikslok. „Slæmi kaflinn var mun styttri á móti KR og þar náðum við að grafa okkur upp úr þeirri holu sem við vorum komnir ofan í. Það er umhugsunarefni fyrir okkur hversu andlausir og slakir við vorum í jafn mikilvægum leik og við vorum að spila. Þegar þú ert komninn í þennan tímapunkt á leiktíðinni þá viltu sjá annan brag á liðinu," sagði hann einnig. „Þetta er lang slakasta frammistaða okkar í sumar og nú þurfum við bara spyrna okkur af botninum. Það eru mikilvæg verkefni fram undan og við megum ekki láta að gerast aftur að við mætum með svona hugarfar og frammistöðu inn á völlinn," sagði Skagamaðurinn um framhaldið. Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann FH? FH var einfaldlega yfir á öllum sviðum leiksins. Heimamenn sundurspiluðu leikmenn Skagaliðsins hvað eftir annað og sköpuðu umul færa. FH-ingar tók svo fótinn aldrei af bensíngjöfinni og kæfði allar tilraunir gestanna til þess að komast aftur inn í leikinn í fæðingu. Hverjir sköruðu fram úr? Það er erfitt að taka einstaka leikmenn út úr FH-liðinu sem var heilsteypt í þessum leik. Davíð Snær var aftur á móti einkar góður, Björn Daníel dreifði spilinu vel og Vuk Oskar sýndi það að þessu sinni hvers megnugur hann er þegar sá gállinn er á honum. Hvað gekk illa? Leikmenn Skagamanna voru eins og hauslausar hænur í varnarleik sínum og sóknarleikurinn var fyrirsjáanlegu og lélegur. Þá var það ekki til eftirbreytni hvað leikmenn gestanna köstuðu hvíta handklæðinu snemma inn á leikvöllinn. Hvað gerist næst? FH sækir Stjörnuna heim á Samsung-völlinn í Garðabæinn á laugardgainn kemur en á sama tíma etur ÍA kappi við Leikni í öðrum fallbaráttuslag á Domusnova-vellinum í Breiðholtinu. Vísir/Hulda Margrét Besta deild karla FH ÍA
FH lagði ÍA að velli með sex mörkum gegn einu þegar liðin áttust við í afar mikilvægum leik í fallbaráttu Bestu deildar karla í fótbolta í Kaplakrika í dag. FH-ingar eru nú komnir fjórum stigum á undan Skagamönnum en ÍA situr í neðsta sæti deildarinnar og FH er í því tíunda. Leiknir er svo í næstneðsta sæti með 17 stig og er tveimur stigum á undan ÍA og tveimur stigum frá FH. Vuk Oskar Dimitrijevic skoraði tvö marka FH í leiknum og Matthías Vilhjálmsson, Oliver Heiðarsson, Steven Lennon og Máni Austmann Hilmarsson sitt markið hver. Lennon var þarna að skora sitt 100. mark í efstu deild karla. Vísir/Hulda Margrét Það var í raun aldrei spurning, allt frá upphafi til enda í þessum leik, hvoru megin sigurinn myndi lenda. Leikmenn FH mættu gríðarlega ákveðnir til leiks og voru búnir að skapa sér nokkur fær áður en Matthías braut ísinn af vítapunktinum. Fyrir þennan leik hafði FH brennt af þremur vítaspyrnum í röð, Lennon tveimur og Björn Daníel Sverrisson einu, en víti Matthíasar var feykilega öruggt. Davíð Snær Jóhannsson, sem spilaði afar vel í þessum leik, sótti vítaspyrnuna sem fyrirliðinn skoraði úr. Vuk tvöfaldaði svo forystu FH áður en Steinar Þorsteinsson lagaði stöðuna fyrir Skagamenn með huggulegu marki. Oliver Heiðarsson sá svo til þess að róa taugar stuðningsmanna FH með marki sínu skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks. Vísir/Hulda Margrét Tímamótamark hjá Lennon Vuk bætti síðan öðru marki sínu við í seinni hálfleik og varamennirnir Lennon og Máni Austmann lögðu lóð sín á vogarskálina með mörkum sínum. Vuk skoraði bæði mörk sín eftir laglegt einstaklingsframtak þar sem hann lék auðveldlega á varnarmenn ÍA áður en hann skoraði. Lennon hefur þar af leiðandi skorað 100 mörk í efstu deild á Ísland en skoski framherjinn hefur þanið netmöskvana hérlendis fyrir Fram fyrst og síðar FH. „Mig langar að vekja athygli fólks á því að Lennon var að skora sitt 100. mark í þessum leik sem er bara magnað afrek. Það gladdi mig mikið að sjá hann ná þessum merka áfanga," sagði Eiður Smári Guðjohnsen í samtali við Vísi eftir leikinn. „Annars var það bara spilamennskan sem ég er stoltur af. Ég er ánægður með hvað við mættum af miklum krafti til leiks og slepptum aldrei takinu af Skagamönnum. Við vissum vel að það kæmi smá kafli einhvers staðar í leiknum þar sem Skaginn myndi ná áhlaupi en við stóðumst það og innbyrtum sannfærandi sigur," sagði Eiður Smári enn fremur. „Eins og ég hef sagt áður í sumar þá megum við ekki fara of hátt upp eftir sigurleiki eða of langt niður þegar við töpum. Það eru spennandi verkefni fram undan bæði í deildinni og svo bikarúrslitaleikurinn. Þó svo að við höfum spilað vel í þessum leik þá er alltaf eitthvað sem má bæta. Nú þarf ég bara að horfa á þennan leik aftur og taka það góða úr honum og finna hvað við þurfu að gera betur," sagði þjálfari FH. Vísir/Hulda Margrét Umhugsanarefni hvað við vorum flatir allan leikinn „Það er í raun og veru bara sárt að horfa upp á hvað við vorum flatir allan leikinn. Við náðum aldrei neinu flugi eða tökum á því sem við ætluðum að gera. Það vantaði alla baráttu og það slitnaði of mikið á milli línanna og leikmanna hjá okkur. Af þeim sökum var auðvelt fyrir FH-inga að skapa færi og skora mörk," sagði Jón Þór Hauksson, þjáflari ÍA, niðurlútur í leikslok. „Slæmi kaflinn var mun styttri á móti KR og þar náðum við að grafa okkur upp úr þeirri holu sem við vorum komnir ofan í. Það er umhugsunarefni fyrir okkur hversu andlausir og slakir við vorum í jafn mikilvægum leik og við vorum að spila. Þegar þú ert komninn í þennan tímapunkt á leiktíðinni þá viltu sjá annan brag á liðinu," sagði hann einnig. „Þetta er lang slakasta frammistaða okkar í sumar og nú þurfum við bara spyrna okkur af botninum. Það eru mikilvæg verkefni fram undan og við megum ekki láta að gerast aftur að við mætum með svona hugarfar og frammistöðu inn á völlinn," sagði Skagamaðurinn um framhaldið. Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann FH? FH var einfaldlega yfir á öllum sviðum leiksins. Heimamenn sundurspiluðu leikmenn Skagaliðsins hvað eftir annað og sköpuðu umul færa. FH-ingar tók svo fótinn aldrei af bensíngjöfinni og kæfði allar tilraunir gestanna til þess að komast aftur inn í leikinn í fæðingu. Hverjir sköruðu fram úr? Það er erfitt að taka einstaka leikmenn út úr FH-liðinu sem var heilsteypt í þessum leik. Davíð Snær var aftur á móti einkar góður, Björn Daníel dreifði spilinu vel og Vuk Oskar sýndi það að þessu sinni hvers megnugur hann er þegar sá gállinn er á honum. Hvað gekk illa? Leikmenn Skagamanna voru eins og hauslausar hænur í varnarleik sínum og sóknarleikurinn var fyrirsjáanlegu og lélegur. Þá var það ekki til eftirbreytni hvað leikmenn gestanna köstuðu hvíta handklæðinu snemma inn á leikvöllinn. Hvað gerist næst? FH sækir Stjörnuna heim á Samsung-völlinn í Garðabæinn á laugardgainn kemur en á sama tíma etur ÍA kappi við Leikni í öðrum fallbaráttuslag á Domusnova-vellinum í Breiðholtinu. Vísir/Hulda Margrét
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti