70-90 laxa dagar í Eystri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 9. september 2022 12:07 Eystri Rangá er næst aflahæsta á landsins og fer yfir 3.000 laxa múrinn í dag en hún stóð í 2.985 löxum í gær þegar tölur voru teknar saman. Það hafa verið að veiðast 70-90 laxar á dag í ánni sem er feykna góð veiði og að sama skapi var maðkaopnunin mjög góð en hófstilltari en í Ytri Rangá en kvóti er á fjölda laxa sem má hirða á hverri vakt og hefur það fyrirkomulag mælst vel fyrir. Haustið getur oftar en ekki verið frábær tími í ánni og það hefur sýnt sig í gegnum árin að þegar vel viðrar á veiðimenn getur september auðveldlega skilað 1.000 löxum í veiðitölurnar og október 500-600 löxum, jafnvel meira. Það er þess vegna ekkert ólíklegt að Eystri Rangá fari langleiðina í 5.000 laxa en það er víst nóg af laxi í ánni til að koma henni í þá tölu. Stangveiði Rangárþing eystra Mest lesið Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Dularfullu flugur sumarsins 2011? Veiði Leirvogsá er komin í gang Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði Vorveiðin gengur vel á veiðisvæðum Hreggnasa Veiði
Það hafa verið að veiðast 70-90 laxar á dag í ánni sem er feykna góð veiði og að sama skapi var maðkaopnunin mjög góð en hófstilltari en í Ytri Rangá en kvóti er á fjölda laxa sem má hirða á hverri vakt og hefur það fyrirkomulag mælst vel fyrir. Haustið getur oftar en ekki verið frábær tími í ánni og það hefur sýnt sig í gegnum árin að þegar vel viðrar á veiðimenn getur september auðveldlega skilað 1.000 löxum í veiðitölurnar og október 500-600 löxum, jafnvel meira. Það er þess vegna ekkert ólíklegt að Eystri Rangá fari langleiðina í 5.000 laxa en það er víst nóg af laxi í ánni til að koma henni í þá tölu.
Stangveiði Rangárþing eystra Mest lesið Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Dularfullu flugur sumarsins 2011? Veiði Leirvogsá er komin í gang Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði Vorveiðin gengur vel á veiðisvæðum Hreggnasa Veiði