Ánægður að fá soninn í liðið: „Vonum bara að hann hjálpi okkur mikið í vetur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. september 2022 23:30 Feðgarnir Rúnar Sigtryggsson og Andri Már Rúnarsson eru spenntir fyrir komandi vetri í Olís-deild karla í handbolta. Vísir/Sigurjón Andri Már Rúnarsson skrifaði undir hjá Haukum í Olís-deildinni í handbolta í vikunni en þar þekkir hann vel til þjálfarans. Karl faðir hans, Rúnar Sigtryggsson, tók við liðinu fyrir þessa leiktíð og lýst þeim vel á komandi samstarf. „Þetta kom þannig til að þjálfarinn úti sagði mér fyrir þetta tímabil að ég væri ekki alveg í plönunum, það væri ekki pláss,“ sagði Andri Már í samtali við Stöð 2 í dag, en hann var á mála hjá þýska úrvalsdeildarfélaginu á seinasta tímabili. „Þá fóru þeir líka að spyrja mig hvort ég vildi ekki fara að hugsa mér til hreyfings og finna mér spiltíma. Þegar ég heyri af þessu, að fá að kíkja aðeins heim og fá að spila mikið þá leyst mér best á það.“ Eins og áður segir er Rúnar Sigtryggsson, faðir Andra, þjálfari Hauka og hann segir að strákurinn hafi þroskast mikið sem leikmaður á undanförnum árum. „Já og breikkað og stækkað. Hann hafði greinilega gott að æfa við svona aðstæður þar sem hann hafði tíma bara til að æfa tvisvar á dag og með allt sem til þarf. Við vonum bara að hann hjálpi okkur mikið í vetur,“ sagði Rúnar um drenginn. Andri segir einnig að á þeim stutta tíma sem hann var úti hafi hann náð sér í gríðarlega reynslu sem hann mun nýta sér til að hjálpa liðinu og koma sér aftur út. „Mjög mikið. Mikla reynslu og þetta er náttúrulega allt annað level þarna úti. Nú er maður líka búinn að sjá deildinni hérna heima og svo úti og hvað maður þarf að gera, hvað maður þarf að æfa mikið og leggja mikið á sig til að spila á þessu toppleveli úti eins og þessir bestu leikmenn í heimi. Það er alltaf stefnan að komast aftur út,“ sagði Andri að lokum, en viðtalið við þá feðga má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Andri Már Rúnarsson skrifaði undir hjá Haukum Haukar hefja leik í Olís-deild karla á morgun þegar liðið tekur á móti KA klukkan 19:30. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, ásamt því að hægt verður að fylgjast með beinni textalýsingu frá leiknum hér á Vísi. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Haukar Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
„Þetta kom þannig til að þjálfarinn úti sagði mér fyrir þetta tímabil að ég væri ekki alveg í plönunum, það væri ekki pláss,“ sagði Andri Már í samtali við Stöð 2 í dag, en hann var á mála hjá þýska úrvalsdeildarfélaginu á seinasta tímabili. „Þá fóru þeir líka að spyrja mig hvort ég vildi ekki fara að hugsa mér til hreyfings og finna mér spiltíma. Þegar ég heyri af þessu, að fá að kíkja aðeins heim og fá að spila mikið þá leyst mér best á það.“ Eins og áður segir er Rúnar Sigtryggsson, faðir Andra, þjálfari Hauka og hann segir að strákurinn hafi þroskast mikið sem leikmaður á undanförnum árum. „Já og breikkað og stækkað. Hann hafði greinilega gott að æfa við svona aðstæður þar sem hann hafði tíma bara til að æfa tvisvar á dag og með allt sem til þarf. Við vonum bara að hann hjálpi okkur mikið í vetur,“ sagði Rúnar um drenginn. Andri segir einnig að á þeim stutta tíma sem hann var úti hafi hann náð sér í gríðarlega reynslu sem hann mun nýta sér til að hjálpa liðinu og koma sér aftur út. „Mjög mikið. Mikla reynslu og þetta er náttúrulega allt annað level þarna úti. Nú er maður líka búinn að sjá deildinni hérna heima og svo úti og hvað maður þarf að gera, hvað maður þarf að æfa mikið og leggja mikið á sig til að spila á þessu toppleveli úti eins og þessir bestu leikmenn í heimi. Það er alltaf stefnan að komast aftur út,“ sagði Andri að lokum, en viðtalið við þá feðga má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Andri Már Rúnarsson skrifaði undir hjá Haukum Haukar hefja leik í Olís-deild karla á morgun þegar liðið tekur á móti KA klukkan 19:30. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, ásamt því að hægt verður að fylgjast með beinni textalýsingu frá leiknum hér á Vísi. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Haukar Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira