Hefur fengið fleiri gul en hann hefur skorað af mörkum síðan hann yfirgaf England Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2022 13:31 Diego Costa er í þann mund að vera tilkynntur sem nýjasti leikmaður Wolves. DeFodi Images/Getty Images Enska úrvalsdeildarfélagið Wolverhampton Wanderers hefur samið við Diego Costa um að leika með liðinu út leiktíðina. Það vekur sérstaka athygli þar sem framherjinn geðþekki hefur nælt í fleiri gul spjöld en hann hefur skorað af mörkum síðan hann fór frá Chelsea árið 2017. Wolves, eða einfaldlega Úlfarnir, festi kaup á framherjanum Sasa Kalajdzic í sumar en sá varð fyrir því óláni að meiðast illa á hné strax í sínum fyrsta leik fyrir liðið. Það þýðir að Raúl Jiménez er eina leikfæra nían í leikmannahóp liðsins en liðinu hefur gengið bölvanlega að þenja netmöskvana í upphafi móts. First part of medical ongoing for Diego Costa with Wolves. Work permit issue has been sorted as revealed yesterday deal now only depends on medical tests. #WWFCContract until June 2023, ready Diego wants new Premier League chapter. pic.twitter.com/aI4PPMDQ8Q— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 8, 2022 Sem stendur eru Úlfarnir í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sex stig að loknum sex leikjum. Í leikjunum sex hefur liðið aðeins skorað þrjú mörk. Til að fylla skarð Kalajdzic ákvað félagið að sækja Diego Costa, fyrrum framherja Chelsea og Atlético Madríd, en hann hefur verið án liðs undanfarna átta mánuði. Segja má að framherjinn hafi ekki verið upp á sitt besta síðan hann yfirgaf Chelsea. Raunar er það þannig að frá því hann yfirgaf England hefur hann nælt sér í fleiri gul spjöld en hann hefur skorað af mörkum. Hann hefur skorað 24 mörk á þeim tíma en fengið alls 27 gul spjöld. Diego Costa has more yellow cards than goals since leaving Chelsea https://t.co/4ygF8YWPSx— talkSPORT (@talkSPORT) September 6, 2022 Hvort Costa komi með þetta bit sem vanti í framlínu Úlfanna verður að koma í ljós en hann gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir félagið er Wolves mætir Liverpool á Anfield á laugardaginn kemur. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Fleiri fréttir Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Sjá meira
Wolves, eða einfaldlega Úlfarnir, festi kaup á framherjanum Sasa Kalajdzic í sumar en sá varð fyrir því óláni að meiðast illa á hné strax í sínum fyrsta leik fyrir liðið. Það þýðir að Raúl Jiménez er eina leikfæra nían í leikmannahóp liðsins en liðinu hefur gengið bölvanlega að þenja netmöskvana í upphafi móts. First part of medical ongoing for Diego Costa with Wolves. Work permit issue has been sorted as revealed yesterday deal now only depends on medical tests. #WWFCContract until June 2023, ready Diego wants new Premier League chapter. pic.twitter.com/aI4PPMDQ8Q— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 8, 2022 Sem stendur eru Úlfarnir í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sex stig að loknum sex leikjum. Í leikjunum sex hefur liðið aðeins skorað þrjú mörk. Til að fylla skarð Kalajdzic ákvað félagið að sækja Diego Costa, fyrrum framherja Chelsea og Atlético Madríd, en hann hefur verið án liðs undanfarna átta mánuði. Segja má að framherjinn hafi ekki verið upp á sitt besta síðan hann yfirgaf Chelsea. Raunar er það þannig að frá því hann yfirgaf England hefur hann nælt sér í fleiri gul spjöld en hann hefur skorað af mörkum. Hann hefur skorað 24 mörk á þeim tíma en fengið alls 27 gul spjöld. Diego Costa has more yellow cards than goals since leaving Chelsea https://t.co/4ygF8YWPSx— talkSPORT (@talkSPORT) September 6, 2022 Hvort Costa komi með þetta bit sem vanti í framlínu Úlfanna verður að koma í ljós en hann gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir félagið er Wolves mætir Liverpool á Anfield á laugardaginn kemur.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Fleiri fréttir Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Sjá meira