Réttur fjöldi marka gæti gefið 650 milljónir króna Atli Ísleifsson skrifar 8. september 2022 14:00 Pétur Hrafn Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Getspár, segir að stefnt sé að því að leikurinn geti hafið innreið sína þann 26. september næstkomandi. Íslenskar getraunir mun síðar í mánuðinum taka upp nýjan getraunaleik sem felst í því að þátttakendur giska á hversu mörk verði skoruð í heild í hverjum þeim þrettán leikja sem eru á hinum hefðbundna enska getraunaseðli. Leikurinn verður nefndur XG og er það vísun í „Expected goals“ – mörkum sem reiknað sé með. Pétur Hrafn Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Getspár, segir í samtali við Vísi að stefnt sé að því að leikurinn geti hafið innreið sína þann 26. september næstkomandi, en gera þarf breytingar á reglugerð fyrir Íslenskar getraunir til að það sé hægt. Drög að breytingum á reglugerð liggja nú fyrir í Samráðsgátt stjórnvalda, en umsagnarfrestur er til 9. september. Hærri vinningar en ella Pétur segir að Íslenskar getraunir vinni að leiknum í samstarfi við sænska getraunafyrirtækið Svenska Spel sem gerir það að verkum að vinningar geti verið mun hærri en ella. „Á getraunaseðli XG verða sömu leikir og eru á enska getraunaseðlinum, en í þessum verður bara giskað á fjölda heildarmarka í hverjum leik. Það má því giska á til dæmis á þrjú mörk og fær maður því rétt, fari leikurinn 3-0, 2-1,1-2 eða 0-3.“ Hann segir það vera tryggt að þeir sem fá þrettán rétta fái andvirði fimmtíu milljónir sænskra króna í vinning, um 650 milljónir í íslenskra króna. „Það er föst upphæð. Upphæðin deilist á alla sem eru með þrettán rétta þá vikuna. Þetta er hærri upphæð en hefur verið í 1X2 getraunaleiknum, þar sem mest hefur fengist 340 milljónir króna fyrir þrettán rétta.“ Merki nýja leiksins.Íslenskar getraunir Hann segir að 75 prósent af þeirri upphæð sem tippað sé fyrir fari í vinningsupphæðir, en restin renni til íþróttafélaga, en einnig í markaðsefni og annan kostnað. Skipt eftir ákveðinni formúlu Pétur Hrafn segir að vinningsfyrirkomulagið svipi ekki til þess sem er í 1X2 þar sem vinningar fást fyrir tíu, ellefu, tólf eða þrettán rétta. „Í XG eru þrír vinningsflokkar auk 13 rétta. Ef enginn tippari er með 13 rétta fá þeir tipparar sem eru með flesta leiki rétta vinning ásamt þeim sem eru með næstflesta leiki rétta og þriðju flestu raðirnar réttar. Tipparar geta þannig fengið vinning ef þeir eru með níu leiki rétta svo framarlega sem enginn annar tippari er með fleiri leiki rétta og svo fyrir átta leiki og sjö leiki. Vinningsupphæðum eftir vinningsflokkum er svo skipt eftir ákveðinni formúlu,“ segir Pétur Hrafn. Fjárhættuspil Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Pétur Hrafn Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Getspár, segir í samtali við Vísi að stefnt sé að því að leikurinn geti hafið innreið sína þann 26. september næstkomandi, en gera þarf breytingar á reglugerð fyrir Íslenskar getraunir til að það sé hægt. Drög að breytingum á reglugerð liggja nú fyrir í Samráðsgátt stjórnvalda, en umsagnarfrestur er til 9. september. Hærri vinningar en ella Pétur segir að Íslenskar getraunir vinni að leiknum í samstarfi við sænska getraunafyrirtækið Svenska Spel sem gerir það að verkum að vinningar geti verið mun hærri en ella. „Á getraunaseðli XG verða sömu leikir og eru á enska getraunaseðlinum, en í þessum verður bara giskað á fjölda heildarmarka í hverjum leik. Það má því giska á til dæmis á þrjú mörk og fær maður því rétt, fari leikurinn 3-0, 2-1,1-2 eða 0-3.“ Hann segir það vera tryggt að þeir sem fá þrettán rétta fái andvirði fimmtíu milljónir sænskra króna í vinning, um 650 milljónir í íslenskra króna. „Það er föst upphæð. Upphæðin deilist á alla sem eru með þrettán rétta þá vikuna. Þetta er hærri upphæð en hefur verið í 1X2 getraunaleiknum, þar sem mest hefur fengist 340 milljónir króna fyrir þrettán rétta.“ Merki nýja leiksins.Íslenskar getraunir Hann segir að 75 prósent af þeirri upphæð sem tippað sé fyrir fari í vinningsupphæðir, en restin renni til íþróttafélaga, en einnig í markaðsefni og annan kostnað. Skipt eftir ákveðinni formúlu Pétur Hrafn segir að vinningsfyrirkomulagið svipi ekki til þess sem er í 1X2 þar sem vinningar fást fyrir tíu, ellefu, tólf eða þrettán rétta. „Í XG eru þrír vinningsflokkar auk 13 rétta. Ef enginn tippari er með 13 rétta fá þeir tipparar sem eru með flesta leiki rétta vinning ásamt þeim sem eru með næstflesta leiki rétta og þriðju flestu raðirnar réttar. Tipparar geta þannig fengið vinning ef þeir eru með níu leiki rétta svo framarlega sem enginn annar tippari er með fleiri leiki rétta og svo fyrir átta leiki og sjö leiki. Vinningsupphæðum eftir vinningsflokkum er svo skipt eftir ákveðinni formúlu,“ segir Pétur Hrafn.
Fjárhættuspil Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira