Segir að það þurfi aðeins einn kvenkyns þjálfara til að breyta landslaginu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2022 08:31 Phi Neville vonast til að geta gefið fleiri kvenkyns þjálfurum tækifæri. EPA-EFE/SEBASTIEN NOGIER Phil Neville, fyrrverandi landsliðsþjálfari kvennalandsliðs Englands, þjálfar Inter Miami í MLS-deildinni í Bandaríkjunum í dag. Hann segir að það þurfi aðeins einn kvenkyns þjálfara í deildina til að opna dyrnar fyrir enn fleiri. Frá 2018 til 2021 þjálfaði Neville enska landsliðið og fór til að mynda með það í undanúrslit á HM 2019. Á meðan hann starfaði þar tók Neville eftir hversu mikil aukning hefur orðið á kvenkyns þjálfurum í íþróttinni. Hann fór yfir stöðu í hlaðvarpsþætti nýverið. „Þegar ég þjálfaði kvennalandsliðið var ég með kvenkyns þjálfara í kringum mig. Það sem ég myndi segja að væri stærsti munurinn á milli karl- og kvenkyns þjálfara er sjálfstraust og trú á eigin getu. Mér leið alltaf eins og þær töldu sig ekki vera nægilega góðar. Ég held að eftir tvö til þrjú ár verði meira sjálfstraust og meiri trú þar sem það verða fleiri tækifæri.“ „Þegar þú sérð tækifæri þá eykst sjálfstraustið og ég held að það sé það sem við erum að sjá í öllum krókum og kimum fótboltans í dag. Innan vallar sem utan.“ Neville hrósaði líkamlegu ástandi leikmanna Inter Miami en hann segir það allt Dawn Scott að þakka. Hún hafði unnið sama starf fyrir bandaríska kvennalandsliðið og vinnur með landsliðum Englands samhliða því að vinna með Neville hjá Inter. Þá nefndi hann Casey Stoney sem þjálfar í dag San Diego Wave í NWSL deildinni en Neville telur hana meira en færa um að þjálfa í MLS deildinni. „Ég myndi segja að það taki bara eina til að það verði snjóboltaáhrif. Ég vonast til að geta gefi slík tækifæri og að ég hafi þor og dug til að gera það,“ sagði Neville að endingu. Inter Miami er sem stendur í 9. sæti Austurhluta MLS deildarinnar með 36 stig að loknum 28 leikjum. Liðið er þremur stigum á eftir FC Cincinnati sem situr í 7. sætinu en það er síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppni deildarinnar. Fótbolti Bandaríski fótboltinn Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Sjá meira
Frá 2018 til 2021 þjálfaði Neville enska landsliðið og fór til að mynda með það í undanúrslit á HM 2019. Á meðan hann starfaði þar tók Neville eftir hversu mikil aukning hefur orðið á kvenkyns þjálfurum í íþróttinni. Hann fór yfir stöðu í hlaðvarpsþætti nýverið. „Þegar ég þjálfaði kvennalandsliðið var ég með kvenkyns þjálfara í kringum mig. Það sem ég myndi segja að væri stærsti munurinn á milli karl- og kvenkyns þjálfara er sjálfstraust og trú á eigin getu. Mér leið alltaf eins og þær töldu sig ekki vera nægilega góðar. Ég held að eftir tvö til þrjú ár verði meira sjálfstraust og meiri trú þar sem það verða fleiri tækifæri.“ „Þegar þú sérð tækifæri þá eykst sjálfstraustið og ég held að það sé það sem við erum að sjá í öllum krókum og kimum fótboltans í dag. Innan vallar sem utan.“ Neville hrósaði líkamlegu ástandi leikmanna Inter Miami en hann segir það allt Dawn Scott að þakka. Hún hafði unnið sama starf fyrir bandaríska kvennalandsliðið og vinnur með landsliðum Englands samhliða því að vinna með Neville hjá Inter. Þá nefndi hann Casey Stoney sem þjálfar í dag San Diego Wave í NWSL deildinni en Neville telur hana meira en færa um að þjálfa í MLS deildinni. „Ég myndi segja að það taki bara eina til að það verði snjóboltaáhrif. Ég vonast til að geta gefi slík tækifæri og að ég hafi þor og dug til að gera það,“ sagði Neville að endingu. Inter Miami er sem stendur í 9. sæti Austurhluta MLS deildarinnar með 36 stig að loknum 28 leikjum. Liðið er þremur stigum á eftir FC Cincinnati sem situr í 7. sætinu en það er síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppni deildarinnar.
Fótbolti Bandaríski fótboltinn Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Sjá meira