Segir bölvun hvíla á treyju númer níu hjá Chelsea Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. september 2022 14:10 Pierre-Emerick Aubameyang er nýjasta nían í liði Chelsea. Slavko Midzor/Getty Images Pierre Emerick-Aubameyang skrifaði undir hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea á dögunum. Hann mun klæðast treyju númer níu hjá félaginu en talið er að það hvíli á henni bölvun. Má eflaust færa rök fyrir því með því að benda á hvernig fyrsti leikur Aubameyang í téðri treyju fór og hvað gerðist í kjölfarið. Aubameyang var hent beint í djúpu laugina er Chelsea sótti Dinamo Zagreb heim í Meistaradeild Evrópu á þriðjudagskvöld. Var þetta fyrsti leikur hans fyrir Chelsea og segja má að hann hafi ekki farið eftir áætlun. Heimamenn unnu einkar óvæntan 1-0 sigur og var þjálfarinn Thomas Tuchel, maðurinn sem sannfærði Aubameyang að koma til félagsins, rekinn nú í morgun. Má segja að það renni stoðum undir þá staðreynd að það sé bölvun á treyjunni. Nýverið voru vistaskipti Aubameyang rædd í Fótbolta hlaðvarpi The Athletic. Laim Twomey var þar en hann fjallar sérstaklega um Chelsea fyrir íþróttamiðilinn. Twomey staðfesti að bölvunin væri eitthvað sem leikmenn liðsins vissu af, hvort allir trúðu að bölvunin væri raunveruleg væri svo annað. Chelsea hefði þó keypt framherja fyrir nokkrum árum og boðið honum níuna. Sá afþakkaði pent og sagðist viss um að bölvun væri á treyju númer níu og að ferillinn hjá félaginu væri dauðadæmdur ef hann myndi klæðast henni. Lukaku, Torres, Higuain, Falcao and many more have succumbed... so can Aubameyang lift Chelsea's 'curse' of the number 9?@markchapman, @liam_twomey and @polballus talk Barca, Boehly and a crazy summer... — The Athletic UK (@TheAthleticUK) September 7, 2022 Hvort bölvun ríki á treyju númer níu hjá Chelsea verður ósagt látið hér. Það er þó hægt að staðfesta að þeir leikmenn sem hafa klæðst henni á undanförnum árum hafa ekki beint staðist væntingar. Má þar nefna framherja á borð við Gonzalo Higuaín, Romelu Lukaku, Radamel Falcao, Álvaro Morata og Fernando Torres. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Orsic tryggði Dinamo Zagreb óvæntan sigur gegn Chelsea Mislav Orsic skorapi eina mark leiksins er Dinamo Zagreb tók á móti Chelsea í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 1-0 og óvæntur sigur heimamanna því staðreynd. 6. september 2022 18:46 „Það er í lagi að vera með flotta hárgreiðslu og keyra flotta bíla“ Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, kveðst vera í skýjunum með að endurnýja kynnin við gabonska sóknarmanninn Pierre Emerick Aubameyang. 3. september 2022 10:31 Aubameyang genginn í raðir Chelsea Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur gengið frá kaupum á framherjanum Pierre-Emerick Aubameyang frá spænska stórveldinu Barcelona. 1. september 2022 23:37 Mest lesið Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira
Aubameyang var hent beint í djúpu laugina er Chelsea sótti Dinamo Zagreb heim í Meistaradeild Evrópu á þriðjudagskvöld. Var þetta fyrsti leikur hans fyrir Chelsea og segja má að hann hafi ekki farið eftir áætlun. Heimamenn unnu einkar óvæntan 1-0 sigur og var þjálfarinn Thomas Tuchel, maðurinn sem sannfærði Aubameyang að koma til félagsins, rekinn nú í morgun. Má segja að það renni stoðum undir þá staðreynd að það sé bölvun á treyjunni. Nýverið voru vistaskipti Aubameyang rædd í Fótbolta hlaðvarpi The Athletic. Laim Twomey var þar en hann fjallar sérstaklega um Chelsea fyrir íþróttamiðilinn. Twomey staðfesti að bölvunin væri eitthvað sem leikmenn liðsins vissu af, hvort allir trúðu að bölvunin væri raunveruleg væri svo annað. Chelsea hefði þó keypt framherja fyrir nokkrum árum og boðið honum níuna. Sá afþakkaði pent og sagðist viss um að bölvun væri á treyju númer níu og að ferillinn hjá félaginu væri dauðadæmdur ef hann myndi klæðast henni. Lukaku, Torres, Higuain, Falcao and many more have succumbed... so can Aubameyang lift Chelsea's 'curse' of the number 9?@markchapman, @liam_twomey and @polballus talk Barca, Boehly and a crazy summer... — The Athletic UK (@TheAthleticUK) September 7, 2022 Hvort bölvun ríki á treyju númer níu hjá Chelsea verður ósagt látið hér. Það er þó hægt að staðfesta að þeir leikmenn sem hafa klæðst henni á undanförnum árum hafa ekki beint staðist væntingar. Má þar nefna framherja á borð við Gonzalo Higuaín, Romelu Lukaku, Radamel Falcao, Álvaro Morata og Fernando Torres.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Orsic tryggði Dinamo Zagreb óvæntan sigur gegn Chelsea Mislav Orsic skorapi eina mark leiksins er Dinamo Zagreb tók á móti Chelsea í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 1-0 og óvæntur sigur heimamanna því staðreynd. 6. september 2022 18:46 „Það er í lagi að vera með flotta hárgreiðslu og keyra flotta bíla“ Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, kveðst vera í skýjunum með að endurnýja kynnin við gabonska sóknarmanninn Pierre Emerick Aubameyang. 3. september 2022 10:31 Aubameyang genginn í raðir Chelsea Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur gengið frá kaupum á framherjanum Pierre-Emerick Aubameyang frá spænska stórveldinu Barcelona. 1. september 2022 23:37 Mest lesið Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira
Orsic tryggði Dinamo Zagreb óvæntan sigur gegn Chelsea Mislav Orsic skorapi eina mark leiksins er Dinamo Zagreb tók á móti Chelsea í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 1-0 og óvæntur sigur heimamanna því staðreynd. 6. september 2022 18:46
„Það er í lagi að vera með flotta hárgreiðslu og keyra flotta bíla“ Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, kveðst vera í skýjunum með að endurnýja kynnin við gabonska sóknarmanninn Pierre Emerick Aubameyang. 3. september 2022 10:31
Aubameyang genginn í raðir Chelsea Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur gengið frá kaupum á framherjanum Pierre-Emerick Aubameyang frá spænska stórveldinu Barcelona. 1. september 2022 23:37