Segir bölvun hvíla á treyju númer níu hjá Chelsea Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. september 2022 14:10 Pierre-Emerick Aubameyang er nýjasta nían í liði Chelsea. Slavko Midzor/Getty Images Pierre Emerick-Aubameyang skrifaði undir hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea á dögunum. Hann mun klæðast treyju númer níu hjá félaginu en talið er að það hvíli á henni bölvun. Má eflaust færa rök fyrir því með því að benda á hvernig fyrsti leikur Aubameyang í téðri treyju fór og hvað gerðist í kjölfarið. Aubameyang var hent beint í djúpu laugina er Chelsea sótti Dinamo Zagreb heim í Meistaradeild Evrópu á þriðjudagskvöld. Var þetta fyrsti leikur hans fyrir Chelsea og segja má að hann hafi ekki farið eftir áætlun. Heimamenn unnu einkar óvæntan 1-0 sigur og var þjálfarinn Thomas Tuchel, maðurinn sem sannfærði Aubameyang að koma til félagsins, rekinn nú í morgun. Má segja að það renni stoðum undir þá staðreynd að það sé bölvun á treyjunni. Nýverið voru vistaskipti Aubameyang rædd í Fótbolta hlaðvarpi The Athletic. Laim Twomey var þar en hann fjallar sérstaklega um Chelsea fyrir íþróttamiðilinn. Twomey staðfesti að bölvunin væri eitthvað sem leikmenn liðsins vissu af, hvort allir trúðu að bölvunin væri raunveruleg væri svo annað. Chelsea hefði þó keypt framherja fyrir nokkrum árum og boðið honum níuna. Sá afþakkaði pent og sagðist viss um að bölvun væri á treyju númer níu og að ferillinn hjá félaginu væri dauðadæmdur ef hann myndi klæðast henni. Lukaku, Torres, Higuain, Falcao and many more have succumbed... so can Aubameyang lift Chelsea's 'curse' of the number 9?@markchapman, @liam_twomey and @polballus talk Barca, Boehly and a crazy summer... — The Athletic UK (@TheAthleticUK) September 7, 2022 Hvort bölvun ríki á treyju númer níu hjá Chelsea verður ósagt látið hér. Það er þó hægt að staðfesta að þeir leikmenn sem hafa klæðst henni á undanförnum árum hafa ekki beint staðist væntingar. Má þar nefna framherja á borð við Gonzalo Higuaín, Romelu Lukaku, Radamel Falcao, Álvaro Morata og Fernando Torres. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Orsic tryggði Dinamo Zagreb óvæntan sigur gegn Chelsea Mislav Orsic skorapi eina mark leiksins er Dinamo Zagreb tók á móti Chelsea í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 1-0 og óvæntur sigur heimamanna því staðreynd. 6. september 2022 18:46 „Það er í lagi að vera með flotta hárgreiðslu og keyra flotta bíla“ Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, kveðst vera í skýjunum með að endurnýja kynnin við gabonska sóknarmanninn Pierre Emerick Aubameyang. 3. september 2022 10:31 Aubameyang genginn í raðir Chelsea Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur gengið frá kaupum á framherjanum Pierre-Emerick Aubameyang frá spænska stórveldinu Barcelona. 1. september 2022 23:37 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Sjá meira
Aubameyang var hent beint í djúpu laugina er Chelsea sótti Dinamo Zagreb heim í Meistaradeild Evrópu á þriðjudagskvöld. Var þetta fyrsti leikur hans fyrir Chelsea og segja má að hann hafi ekki farið eftir áætlun. Heimamenn unnu einkar óvæntan 1-0 sigur og var þjálfarinn Thomas Tuchel, maðurinn sem sannfærði Aubameyang að koma til félagsins, rekinn nú í morgun. Má segja að það renni stoðum undir þá staðreynd að það sé bölvun á treyjunni. Nýverið voru vistaskipti Aubameyang rædd í Fótbolta hlaðvarpi The Athletic. Laim Twomey var þar en hann fjallar sérstaklega um Chelsea fyrir íþróttamiðilinn. Twomey staðfesti að bölvunin væri eitthvað sem leikmenn liðsins vissu af, hvort allir trúðu að bölvunin væri raunveruleg væri svo annað. Chelsea hefði þó keypt framherja fyrir nokkrum árum og boðið honum níuna. Sá afþakkaði pent og sagðist viss um að bölvun væri á treyju númer níu og að ferillinn hjá félaginu væri dauðadæmdur ef hann myndi klæðast henni. Lukaku, Torres, Higuain, Falcao and many more have succumbed... so can Aubameyang lift Chelsea's 'curse' of the number 9?@markchapman, @liam_twomey and @polballus talk Barca, Boehly and a crazy summer... — The Athletic UK (@TheAthleticUK) September 7, 2022 Hvort bölvun ríki á treyju númer níu hjá Chelsea verður ósagt látið hér. Það er þó hægt að staðfesta að þeir leikmenn sem hafa klæðst henni á undanförnum árum hafa ekki beint staðist væntingar. Má þar nefna framherja á borð við Gonzalo Higuaín, Romelu Lukaku, Radamel Falcao, Álvaro Morata og Fernando Torres.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Orsic tryggði Dinamo Zagreb óvæntan sigur gegn Chelsea Mislav Orsic skorapi eina mark leiksins er Dinamo Zagreb tók á móti Chelsea í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 1-0 og óvæntur sigur heimamanna því staðreynd. 6. september 2022 18:46 „Það er í lagi að vera með flotta hárgreiðslu og keyra flotta bíla“ Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, kveðst vera í skýjunum með að endurnýja kynnin við gabonska sóknarmanninn Pierre Emerick Aubameyang. 3. september 2022 10:31 Aubameyang genginn í raðir Chelsea Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur gengið frá kaupum á framherjanum Pierre-Emerick Aubameyang frá spænska stórveldinu Barcelona. 1. september 2022 23:37 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Sjá meira
Orsic tryggði Dinamo Zagreb óvæntan sigur gegn Chelsea Mislav Orsic skorapi eina mark leiksins er Dinamo Zagreb tók á móti Chelsea í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 1-0 og óvæntur sigur heimamanna því staðreynd. 6. september 2022 18:46
„Það er í lagi að vera með flotta hárgreiðslu og keyra flotta bíla“ Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, kveðst vera í skýjunum með að endurnýja kynnin við gabonska sóknarmanninn Pierre Emerick Aubameyang. 3. september 2022 10:31
Aubameyang genginn í raðir Chelsea Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur gengið frá kaupum á framherjanum Pierre-Emerick Aubameyang frá spænska stórveldinu Barcelona. 1. september 2022 23:37