Óskar Hrafn: „Horfi ekki lengra en í næsta leik fyrir norðan“ Hjörvar Ólafsson skrifar 5. september 2022 22:16 Óskar Hrafn er mögulega að fá einhverja snilldar hugmynd á hliðarlínunni í leik liðanna í kvöld. Vísir/Vilhelm Óskar Hrafn Þorvaldsson sveif ekki upp til skýjanna í gleði sinni þrátt fyrir að lið hans, Breiðablik, hafi náð 11 stiga forskoti á toppi Bestu deildar karla í fótbolta með 1-0 sigri gegn Val í 20. umferð deildarinnar á Kópavogsvelli í kvöld. „Ég horfi ekki lengra fram í tímann en í næsta leik sem er gegn KA. Það verður feykilga erfitt verkefni. Við erum að bæta stigamet Breiðabliks í 12 liða deild sem við settum í fyrra þegar við náðum í 47 stig. Ef við vinnum fyrir norðan verðum við eitt af fimm liðum sem fær 50 stig eða meira,“ sagði Óskar Hrafn í samtali við Stúkuna á Stöð 2 Sport eftir leikinn. „Þrátt fyrir að hafa ekki nýtt þau færi sem við fengum í fyrri hálfleik var ég ekki áhyggjufullur um að markið kæmi ekki. Það er hins vegar þannig að lið í þeim gæðaflokki sem Valur getur refsað þér fyrir að nýta ekki færin þín. Valsmenn eru til að mynda með Aron Jóhannsson sem er afburðar leikmaður og getur skapað færi og skorað mörk,“ sagði þjálfari Blika enn fremur. Ísak Snær Þorvaldsson skoraði sitt fyrsta mark í rúman mánuð þegar hann skoraði markið sem skildi liðin að. Óskar Hrafn var sáttur við hans aðal markaskorari hefði fundið skotskóna á nýjan leik eftir erfiða tíma vegna höfuðhöggs og meiðsla. „Það er vissulega jákvætt að Ísak Snær hafi náð að skora mark. Mér finnst hins vegar að það verði líta til þess hvað Ísak Snær kemur með fram á borðið annað en að skora mörk. Hann er öflugur í föstum leikatríðum á báðum endum vallarins, heldur boltanum vel og lætur til sín taka. Það er verðugt verkefni fyrir andstæðingana að eiga við hann,“ sagði hann um lærisvein sinn. Óskar Hrafn setti Davíð Ingvarsson og Viktor Karl Einarsson, lykilleikmenn Blikaliðsins, á varamannabekkinn í þessum leik en honum fannst kominn tími til að hressa upp á liðsval sitt. „Mér fannst vera tímapunktur til þess að hrista aðeins upp í byrjunarliðinu. Dagur Dan hefur spilað vel í vinstri bakverðinum og Höskuldur sömuleiðis inni á miðsvæðinu. Þessar breytingar virkuðu vel að mínu mati og við vorum með góða stjórn á leiknum. Við náðum að nýta vel inn í þau svæði sem við vildum herja á í gegnum miðjun,“ sagði Óskar Hrafn. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
„Ég horfi ekki lengra fram í tímann en í næsta leik sem er gegn KA. Það verður feykilga erfitt verkefni. Við erum að bæta stigamet Breiðabliks í 12 liða deild sem við settum í fyrra þegar við náðum í 47 stig. Ef við vinnum fyrir norðan verðum við eitt af fimm liðum sem fær 50 stig eða meira,“ sagði Óskar Hrafn í samtali við Stúkuna á Stöð 2 Sport eftir leikinn. „Þrátt fyrir að hafa ekki nýtt þau færi sem við fengum í fyrri hálfleik var ég ekki áhyggjufullur um að markið kæmi ekki. Það er hins vegar þannig að lið í þeim gæðaflokki sem Valur getur refsað þér fyrir að nýta ekki færin þín. Valsmenn eru til að mynda með Aron Jóhannsson sem er afburðar leikmaður og getur skapað færi og skorað mörk,“ sagði þjálfari Blika enn fremur. Ísak Snær Þorvaldsson skoraði sitt fyrsta mark í rúman mánuð þegar hann skoraði markið sem skildi liðin að. Óskar Hrafn var sáttur við hans aðal markaskorari hefði fundið skotskóna á nýjan leik eftir erfiða tíma vegna höfuðhöggs og meiðsla. „Það er vissulega jákvætt að Ísak Snær hafi náð að skora mark. Mér finnst hins vegar að það verði líta til þess hvað Ísak Snær kemur með fram á borðið annað en að skora mörk. Hann er öflugur í föstum leikatríðum á báðum endum vallarins, heldur boltanum vel og lætur til sín taka. Það er verðugt verkefni fyrir andstæðingana að eiga við hann,“ sagði hann um lærisvein sinn. Óskar Hrafn setti Davíð Ingvarsson og Viktor Karl Einarsson, lykilleikmenn Blikaliðsins, á varamannabekkinn í þessum leik en honum fannst kominn tími til að hressa upp á liðsval sitt. „Mér fannst vera tímapunktur til þess að hrista aðeins upp í byrjunarliðinu. Dagur Dan hefur spilað vel í vinstri bakverðinum og Höskuldur sömuleiðis inni á miðsvæðinu. Þessar breytingar virkuðu vel að mínu mati og við vorum með góða stjórn á leiknum. Við náðum að nýta vel inn í þau svæði sem við vildum herja á í gegnum miðjun,“ sagði Óskar Hrafn.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira