Ronaldo þarf að leggja harðar að sér ætli hann sér byrjunarliðssæti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. september 2022 10:30 Cristiano Ronaldo er fastur á bekknum þessa dagana. Kieran Cleeves/Getty Images Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, hefur sent Cristiano Ronaldo skýr skilaboð varðandi stöðu framherjans hjá félaginu. Vilji hinn 37 ára gamla ofurstjarna verða byrjunarliðsmaður á ný þarf hann að leggja harðar að sér og venjast leikstíl liðsins. Ten Hag tók við stjórnartaumunum hjá Man United í sumar og hefur gengið á ýmsu síðan. Ronaldo gaf fljótlega í skyn að hann vildi fara og missti að mestu af undirbúningstímabilinu vegna „persónulegra ástæðna.“ Man Utd hóf svo tímabilið á Englandi skelfilega með töpum gegn Brighton & Hove Albion og Brentford. Var Ronaldo í byrjunarliðinu í báðum þessum leikjum. Eftir seinna tapið var veskið opnað á Old Trafford og tveir leikmenn keyptir á fúlgur fjár. Brasilíumennirnir Casemiro og Antony voru keyptir. Sá fyrrnefndi kom frá Real Madríd þar sem hann hefur verið hluti af gríðarlega sigursælu liði. Sá síðarnefndi kom frá Ajax og þekkir Ten Hag hann því vel. Casemiro er mættur á Old Trafford.Manchester United/Getty Images Það sem hefur einnig breyst síðan Man Utd tapaði 4-0 gegn Brentford er að Ronaldo hefur byrjað síðustu þrjá leiki á bekknum. Allir hafa unnist og hefur Ten Hag sagt að framherjinn þurfi að aðlagast nýjum leikstíl og það hratt. „Ég mun vera vinur hans, stundum verð ég kennarinn hans. Það fer eftir aðstæðum. Við vitum öll að hann fékk ekkert undirbúningstímabil og þú getur ekki misst af því. Sérstaklega ef þú spilar þann leikstíl sem við viljum spila, hann er gjörólíkur því sem liðið spilaði á síðustu leiktíð,“ sagði Ten Hag í viðtali við Sky Sports. „Það fer eftir ýmsu. Leikstíllinn krefst samvinnu og að leikmenn séu í ákveðnum stöðum, bæði þegar við erum með boltann sem og án hans. Hinn hluturinn er svo líkamlegt atgervi leikmanna.“ „Ef hann gerir það til að passa inn í leikstíl okkar þá mun hann verða örlagavaldur í leikjum vegna gæðanna sem hann býr yfir,“ sagði þjálfarinn að endingu. Ronaldo í leiknum gegn Brentford.Sebastian Frej/Getty Images Manchester United tekur á móti toppliði Arsenal klukkan 15.30 í dag. Skytturnar frá Lundúnum hafa unnið alla fimm leiki sína til þessa á meðan Man United hefur unnið síðustu þrjá. Það má því búast við hörkuleik og hver veit flatbökusneiðar fljúgi manna á milli að leik loknum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Ten Hag tók við stjórnartaumunum hjá Man United í sumar og hefur gengið á ýmsu síðan. Ronaldo gaf fljótlega í skyn að hann vildi fara og missti að mestu af undirbúningstímabilinu vegna „persónulegra ástæðna.“ Man Utd hóf svo tímabilið á Englandi skelfilega með töpum gegn Brighton & Hove Albion og Brentford. Var Ronaldo í byrjunarliðinu í báðum þessum leikjum. Eftir seinna tapið var veskið opnað á Old Trafford og tveir leikmenn keyptir á fúlgur fjár. Brasilíumennirnir Casemiro og Antony voru keyptir. Sá fyrrnefndi kom frá Real Madríd þar sem hann hefur verið hluti af gríðarlega sigursælu liði. Sá síðarnefndi kom frá Ajax og þekkir Ten Hag hann því vel. Casemiro er mættur á Old Trafford.Manchester United/Getty Images Það sem hefur einnig breyst síðan Man Utd tapaði 4-0 gegn Brentford er að Ronaldo hefur byrjað síðustu þrjá leiki á bekknum. Allir hafa unnist og hefur Ten Hag sagt að framherjinn þurfi að aðlagast nýjum leikstíl og það hratt. „Ég mun vera vinur hans, stundum verð ég kennarinn hans. Það fer eftir aðstæðum. Við vitum öll að hann fékk ekkert undirbúningstímabil og þú getur ekki misst af því. Sérstaklega ef þú spilar þann leikstíl sem við viljum spila, hann er gjörólíkur því sem liðið spilaði á síðustu leiktíð,“ sagði Ten Hag í viðtali við Sky Sports. „Það fer eftir ýmsu. Leikstíllinn krefst samvinnu og að leikmenn séu í ákveðnum stöðum, bæði þegar við erum með boltann sem og án hans. Hinn hluturinn er svo líkamlegt atgervi leikmanna.“ „Ef hann gerir það til að passa inn í leikstíl okkar þá mun hann verða örlagavaldur í leikjum vegna gæðanna sem hann býr yfir,“ sagði þjálfarinn að endingu. Ronaldo í leiknum gegn Brentford.Sebastian Frej/Getty Images Manchester United tekur á móti toppliði Arsenal klukkan 15.30 í dag. Skytturnar frá Lundúnum hafa unnið alla fimm leiki sína til þessa á meðan Man United hefur unnið síðustu þrjá. Það má því búast við hörkuleik og hver veit flatbökusneiðar fljúgi manna á milli að leik loknum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti