Lygilegt tilboð Chelsea í leikmann sem Southampton keypti fyrir aðeins nokkrum vikum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. september 2022 09:30 Romeo Lavia fagnar marki sínu gegn Chelsea. Í kjölfarið vildi Lundúnaliðið fá hann í sínar raðir. EPA-EFE/VINCE MIGNOTT Ein af undarlegri sögum félagaskiptagluggans í Englandi átti sér stað á lokadegi hans. Þá reyndi Chelsea að kaupa Romeo Lavia af Southampton á 50 milljónir punda en aðeins eru nokkrar vikur síðan Southampton keypti leikmanninn á 12 milljónir punda. Félögin í ensku úrvalsdeildinni eyddu fúlgum fjár í sumar. Chelsea fór þar mikinn en miklar breytingar áttu sér stað hjá félaginu í sumar. Ásamt því að skipta um eiganda þá urðu miklar breytingar á leikmannahóp liðsins. Þó það hafi verið búist við því að Chelsea myndi eyða háum fjárhæðum í sumar þá kom þetta tilboð í Lavia eins og þruma úr heiðskýru lofti. Það var ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano sem greindi fyrst frá. Liðin tvö mættust þann 30. ágúst síðastliðinn og skoraði hinn 18 ára gamli Lavia í 2-1 sigri Southampton. Mögulega var Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, svo hrifinn af leikmanninum að hann vildi fá hann í sínar raðir í kjölfarið. Það væri svo sem ekki frásögu færandi nema fyrir þá einföldu staðreynd að Southampton keypti leikmanninn fyrr í sumar af Englandsmeisturum Manchester City. Behind the scenes. Chelsea wanted to sign Romeo Lavia on Deadline Day with £50m verbal proposal rejected by Southampton of course, he s untouchable. #CFCSouthampton invested £12m plus add-ons for Lavia and Man City have £40m buy back clause. pic.twitter.com/6oo1Rre2mt— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 3, 2022 Hefði það orðið ein af sögum gluggans ef Lavia hefði fjórfaldast í verði á aðeins nokkrum vikum þar sem Chelsea var tilbúið að borga 50 milljónir punda fyrir miðjumanninn unga. Man City getur keypt leikmanninn til baka á 40 milljónir svo það er spurning hvort þeir hefðu nýtt forkaupsréttinn og selt hann svo áfram til Chelsea ef orðið hefði af sölunni. Hún gekk á endanum ekki eftir og Belginn ungi er enn leikmaður Southampton, sem stendur allavega. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Sjá meira
Félögin í ensku úrvalsdeildinni eyddu fúlgum fjár í sumar. Chelsea fór þar mikinn en miklar breytingar áttu sér stað hjá félaginu í sumar. Ásamt því að skipta um eiganda þá urðu miklar breytingar á leikmannahóp liðsins. Þó það hafi verið búist við því að Chelsea myndi eyða háum fjárhæðum í sumar þá kom þetta tilboð í Lavia eins og þruma úr heiðskýru lofti. Það var ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano sem greindi fyrst frá. Liðin tvö mættust þann 30. ágúst síðastliðinn og skoraði hinn 18 ára gamli Lavia í 2-1 sigri Southampton. Mögulega var Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, svo hrifinn af leikmanninum að hann vildi fá hann í sínar raðir í kjölfarið. Það væri svo sem ekki frásögu færandi nema fyrir þá einföldu staðreynd að Southampton keypti leikmanninn fyrr í sumar af Englandsmeisturum Manchester City. Behind the scenes. Chelsea wanted to sign Romeo Lavia on Deadline Day with £50m verbal proposal rejected by Southampton of course, he s untouchable. #CFCSouthampton invested £12m plus add-ons for Lavia and Man City have £40m buy back clause. pic.twitter.com/6oo1Rre2mt— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 3, 2022 Hefði það orðið ein af sögum gluggans ef Lavia hefði fjórfaldast í verði á aðeins nokkrum vikum þar sem Chelsea var tilbúið að borga 50 milljónir punda fyrir miðjumanninn unga. Man City getur keypt leikmanninn til baka á 40 milljónir svo það er spurning hvort þeir hefðu nýtt forkaupsréttinn og selt hann svo áfram til Chelsea ef orðið hefði af sölunni. Hún gekk á endanum ekki eftir og Belginn ungi er enn leikmaður Southampton, sem stendur allavega.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Sjá meira