Bein útsending: Hættu við aðra tilraun vegna leka Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2022 14:30 Artemis-1 á skotpalli 39B í Flórída. Vonast er til þess að hægt verði að skjóta geimfarinu af stað til tunglsins á sjöunda tímanum í kvöld. NASA/Joel Kowsky Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) eru hættir við að reyna að skjóta Artemis-1 af stað til tunglsins í kvöld. Hætt var við aðra tilraun til fyrsta tunglskots Artemis-áætlunarinnar vegna leka á einum af elsdneytistönkum Space Launch System-eldflaugarinnar. Lekinn greindist skömmu eftir að byrjað var að dæla fljótandi vetni á eldflaugina. Nokkrar tilraunir til að laga lekann skiluðu ekki árangri og því var hætt við geimskotið. Þetta segir Josef Aschbacher, yfirmaður Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA), sem er samstarfsaðili NASA. Forsvarsmenn NASA hafa staðfest það. Official announcement and next steps to come from @NASA, stay tuned. https://t.co/1krcuvKhw7— Josef Aschbacher (@AschbacherJosef) September 3, 2022 Útlit er fyrir að ekki verði hægt að gera aðra tilraun fyrr en þann 19. september, í fyrsta lagi. Fréttin hefur verið uppfærð. Upprunalegu útgáfu hennar má sjá hér að neðan. Skotglugginn svokallaði opnast klukkan 18:17 að íslenskum tíma og verður opinn í um tvær klukkustundir. Veðurfræðingar Bandaríkjahers segja veðrið verða tiltölulega hagstætt og að það muni skána þegar líður á daginn. Á mánudaginn greindist leki á einum af eldsneytistönkum SLS-eldflaugarinnar og lak fljótandi vetni úr honum. Sá leki var talinn innan marka en ekki tókst að kæla einn af hreyflum eldflaugarinnar niður nægilega hratt. Nú stendur til að byrja það ferli þrjátíu til 45 mínútum fyrr, svo meiri tími gefist til að kæla hreyflana niður fyrir geimskotið. Vandamál kom þó upp fyrr í dag þegar verið var að fylla á eldsneytistanka eldflaugarinnar og hefur ekki tekist að laga hann. Vegna hans hefur hægt gengið að fylla á tankana og er hætta á að aftur þurfi að hætta við geimskotið. During tanking of the #Artemis I mission, a leak developed in the supply side of the 8-inch quick disconnect while attempting to transfer fuel to the rocket. Attempts to fix it so far have been unsuccessful. Stand by for updates. https://t.co/6LVDrA1toy— NASA (@NASA) September 3, 2022 Hægt er að fylgjast með útsendingu NASA frá geimskotinu í spilaranum hér að neðan. Formleg dagskrá NASA vegna geimskotsins á að hefjast upp úr klukkan fjögur. Þegar Orion-geimfarinu verður skotið á loft verður það ómannað og mun það ferðast rúmlega tvær milljónir kílómetra á rúmum 42 dögum og lenda í Kyrrahafinu. Eins og sjá má á myndinni hér að neðan mun Orion-geimfarið fara marga hringi í kringum tunglið. Hér má sjá helstu vendipunkta Artemis-1. Þetta geimskot kallast Artemis-1. Um borð í Orion-geimfarinu verður mikið af vísindabúnaði sem vísindamenn vonast til að geta notað við undirbúning mannaðra geimferða framtíðarinnar. Auk vísindabúnaðar verða þrjár gínur um borð. Þær kallast Commander Moonikin Campos, Helga og Zohar. Campos verður búinn fjölmörgum skynjurum og íklæddur sama búning og geimfarar munu vera í á næstu árum. Sjá einnig: NASA reynir aftur á laugardag Þessum skynjurum er meðal annars ætlað að greina þá þyngdarkrafta sem Campos verður fyrir við geimskotið og geimferðina og einnig verða geislunarskynjarar í gínunni sem ætlað er að varpa ljósi á það hve mikilli geislun geimfarar verða fyrir svo langt frá hlífðarhjúpi jarðarinnar. Um borð eru einnig smáir gervihnettir sem verða meðal annars notaðir til að leita að vatni á tunglinu og kortleggja yfirborð þess. Í næsta geimskoti áætlunarinnar, Artemis-2 verður farin svipuð ferð en þá verða menn um borð. Í Artemis-3 verður svo reynt að lenda mönnum á yfirborði og verður það í fyrsta sinn sem menn fara til tunglsins frá Appollo-17 árið 1972. Vonast er til þess að Artemis-3 fari á loft árið 2025 eða 2026. Gríska gyðjan Artemis er systir guðsins Apollos. Eins og frægt er var það nafn verkefnisins sem sneri að tunglferðunum sem farnar voru á árum áður. Hér að neðan má fylgjast með helstu vendingum frá Flórída. Tweets by NASAGroundSys Bandaríkin Geimurinn Tunglið Artemis-áætlunin Vísindi Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Lekinn greindist skömmu eftir að byrjað var að dæla fljótandi vetni á eldflaugina. Nokkrar tilraunir til að laga lekann skiluðu ekki árangri og því var hætt við geimskotið. Þetta segir Josef Aschbacher, yfirmaður Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA), sem er samstarfsaðili NASA. Forsvarsmenn NASA hafa staðfest það. Official announcement and next steps to come from @NASA, stay tuned. https://t.co/1krcuvKhw7— Josef Aschbacher (@AschbacherJosef) September 3, 2022 Útlit er fyrir að ekki verði hægt að gera aðra tilraun fyrr en þann 19. september, í fyrsta lagi. Fréttin hefur verið uppfærð. Upprunalegu útgáfu hennar má sjá hér að neðan. Skotglugginn svokallaði opnast klukkan 18:17 að íslenskum tíma og verður opinn í um tvær klukkustundir. Veðurfræðingar Bandaríkjahers segja veðrið verða tiltölulega hagstætt og að það muni skána þegar líður á daginn. Á mánudaginn greindist leki á einum af eldsneytistönkum SLS-eldflaugarinnar og lak fljótandi vetni úr honum. Sá leki var talinn innan marka en ekki tókst að kæla einn af hreyflum eldflaugarinnar niður nægilega hratt. Nú stendur til að byrja það ferli þrjátíu til 45 mínútum fyrr, svo meiri tími gefist til að kæla hreyflana niður fyrir geimskotið. Vandamál kom þó upp fyrr í dag þegar verið var að fylla á eldsneytistanka eldflaugarinnar og hefur ekki tekist að laga hann. Vegna hans hefur hægt gengið að fylla á tankana og er hætta á að aftur þurfi að hætta við geimskotið. During tanking of the #Artemis I mission, a leak developed in the supply side of the 8-inch quick disconnect while attempting to transfer fuel to the rocket. Attempts to fix it so far have been unsuccessful. Stand by for updates. https://t.co/6LVDrA1toy— NASA (@NASA) September 3, 2022 Hægt er að fylgjast með útsendingu NASA frá geimskotinu í spilaranum hér að neðan. Formleg dagskrá NASA vegna geimskotsins á að hefjast upp úr klukkan fjögur. Þegar Orion-geimfarinu verður skotið á loft verður það ómannað og mun það ferðast rúmlega tvær milljónir kílómetra á rúmum 42 dögum og lenda í Kyrrahafinu. Eins og sjá má á myndinni hér að neðan mun Orion-geimfarið fara marga hringi í kringum tunglið. Hér má sjá helstu vendipunkta Artemis-1. Þetta geimskot kallast Artemis-1. Um borð í Orion-geimfarinu verður mikið af vísindabúnaði sem vísindamenn vonast til að geta notað við undirbúning mannaðra geimferða framtíðarinnar. Auk vísindabúnaðar verða þrjár gínur um borð. Þær kallast Commander Moonikin Campos, Helga og Zohar. Campos verður búinn fjölmörgum skynjurum og íklæddur sama búning og geimfarar munu vera í á næstu árum. Sjá einnig: NASA reynir aftur á laugardag Þessum skynjurum er meðal annars ætlað að greina þá þyngdarkrafta sem Campos verður fyrir við geimskotið og geimferðina og einnig verða geislunarskynjarar í gínunni sem ætlað er að varpa ljósi á það hve mikilli geislun geimfarar verða fyrir svo langt frá hlífðarhjúpi jarðarinnar. Um borð eru einnig smáir gervihnettir sem verða meðal annars notaðir til að leita að vatni á tunglinu og kortleggja yfirborð þess. Í næsta geimskoti áætlunarinnar, Artemis-2 verður farin svipuð ferð en þá verða menn um borð. Í Artemis-3 verður svo reynt að lenda mönnum á yfirborði og verður það í fyrsta sinn sem menn fara til tunglsins frá Appollo-17 árið 1972. Vonast er til þess að Artemis-3 fari á loft árið 2025 eða 2026. Gríska gyðjan Artemis er systir guðsins Apollos. Eins og frægt er var það nafn verkefnisins sem sneri að tunglferðunum sem farnar voru á árum áður. Hér að neðan má fylgjast með helstu vendingum frá Flórída. Tweets by NASAGroundSys
Bandaríkin Geimurinn Tunglið Artemis-áætlunin Vísindi Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira