Nýliðarnir keyptu næstum því tvö byrjunarlið og slógu met Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. september 2022 14:31 Morgan Gibbs-White er einn af 21 leikmanni sem Nottingham Forest keypti í félagaskiptaglugganum sem var lokað í gær. Gibbs-White var keyptur dýrum dómi frá Wolves. getty/James Williamson Ekkert félag í ensku úrvalsdeildinni, og líklega í Evrópu, lét meira að sér kveða á félagaskiptamarkaðnum í sumar og Nottingham Forest. Alls fékk félagið 21 leikmann. Ekki mátti miklu muna að Forest hefði náð í tvö heil byrjunarlið en nýliðunum mistókst að fá Michy Batshuayi frá Chelsea á lokadegi félagaskiptagluggans. Þrír leikmenn komu þó til Forest í gær: varnarmennirnir Willy Boly og Loïc Badé og kantmaðurinn Josh Bowler. Sá síðastnefndi var þó lánaður til Olympiacos út tímabilið. Eigandi gríska liðsins er Evangelos Marinakis sem er einnig eigandi Nottingham Forest. Nottingham Forest set a new Premier League record by signing 21 players this summer pic.twitter.com/goQJBqGH9E— GOAL (@goal) September 2, 2022 Aldrei hefur breskt félag fengið fleiri leikmenn í einum félagaskiptaglugga og Forest. Dundee United og Livingston frá Skotlandi deildu metinu en þau fengu bæði nítján leikmenn til sín í kringum aldamótin. Enska metið var í eigu Crystal Palace sem fékk þrettán leikmenn í sumarglugganum 2013. Fimm bættust svo við í janúar. Forest þurfti vissulega að styrkja sig enda yfirgáfu margir leikmenn liðið eftir síðasta tímabil. Nokkrir fóru á frjálsri sölu og fimm leikmenn sem voru á láni hjá Forest sneru aftur til sinna félaga. Leikmenn sem Nottingham Forest fékk í sumar Ryan Hammond frá Millwall Taiwo Awoniyi frá Union Berlin Dean Henderson frá Manchester United (á láni) Giulian Biancone frá Troyes Joel Thompson frá Crusaders Moussa Niakhaté frá Mainz 05 Omar Richards frá Bayern München Neco Williams frá Liverpool Wayne Hennessey frá Burnley Brandon Aguilera frá Alajuelense Harry Toffolo frá Huddersfield Town Lewis O'Brien frá Huddersfield Town Jesse Lingard frá Manchester United Orel Mangala frá Stuttgart Emmanuel Dennis frá Watford Chiekhou Kouyaté frá Crystal Palace Remo Freuler frá Atalanta Morgan Gibbs-White frá Wolves Hwang Ui-jo frá Bordeaux Renan Lodi frá Atlético Madrid (á láni) Willy Boly frá Wolves Josh Bowler frá Blackpool Loïc Badé frá Rennes (á láni) Forest tapaði 6-0 fyrir Englandsmeisturum Manchester City á miðvikudaginn og er í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með fjögur stig eftir fimm umferðir. Næsti leikur Forest er gegn öðrum nýliðum, Bournemouth, á morgun. Enski boltinn Tengdar fréttir Lið á Englandi eyddu yfir 300 milljörðum og rústuðu metinu Félagsskiptagluggi sumarsins lokaði formlega í gærkvöld í stærstu deildum Evrópu. Eyðsla liða í ensku úrvalsdeildinni hefur aldrei verið meiri og hlutfallslega er deildin í algjörri sérstöðu. 2. september 2022 11:31 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sjá meira
Ekki mátti miklu muna að Forest hefði náð í tvö heil byrjunarlið en nýliðunum mistókst að fá Michy Batshuayi frá Chelsea á lokadegi félagaskiptagluggans. Þrír leikmenn komu þó til Forest í gær: varnarmennirnir Willy Boly og Loïc Badé og kantmaðurinn Josh Bowler. Sá síðastnefndi var þó lánaður til Olympiacos út tímabilið. Eigandi gríska liðsins er Evangelos Marinakis sem er einnig eigandi Nottingham Forest. Nottingham Forest set a new Premier League record by signing 21 players this summer pic.twitter.com/goQJBqGH9E— GOAL (@goal) September 2, 2022 Aldrei hefur breskt félag fengið fleiri leikmenn í einum félagaskiptaglugga og Forest. Dundee United og Livingston frá Skotlandi deildu metinu en þau fengu bæði nítján leikmenn til sín í kringum aldamótin. Enska metið var í eigu Crystal Palace sem fékk þrettán leikmenn í sumarglugganum 2013. Fimm bættust svo við í janúar. Forest þurfti vissulega að styrkja sig enda yfirgáfu margir leikmenn liðið eftir síðasta tímabil. Nokkrir fóru á frjálsri sölu og fimm leikmenn sem voru á láni hjá Forest sneru aftur til sinna félaga. Leikmenn sem Nottingham Forest fékk í sumar Ryan Hammond frá Millwall Taiwo Awoniyi frá Union Berlin Dean Henderson frá Manchester United (á láni) Giulian Biancone frá Troyes Joel Thompson frá Crusaders Moussa Niakhaté frá Mainz 05 Omar Richards frá Bayern München Neco Williams frá Liverpool Wayne Hennessey frá Burnley Brandon Aguilera frá Alajuelense Harry Toffolo frá Huddersfield Town Lewis O'Brien frá Huddersfield Town Jesse Lingard frá Manchester United Orel Mangala frá Stuttgart Emmanuel Dennis frá Watford Chiekhou Kouyaté frá Crystal Palace Remo Freuler frá Atalanta Morgan Gibbs-White frá Wolves Hwang Ui-jo frá Bordeaux Renan Lodi frá Atlético Madrid (á láni) Willy Boly frá Wolves Josh Bowler frá Blackpool Loïc Badé frá Rennes (á láni) Forest tapaði 6-0 fyrir Englandsmeisturum Manchester City á miðvikudaginn og er í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með fjögur stig eftir fimm umferðir. Næsti leikur Forest er gegn öðrum nýliðum, Bournemouth, á morgun.
Ryan Hammond frá Millwall Taiwo Awoniyi frá Union Berlin Dean Henderson frá Manchester United (á láni) Giulian Biancone frá Troyes Joel Thompson frá Crusaders Moussa Niakhaté frá Mainz 05 Omar Richards frá Bayern München Neco Williams frá Liverpool Wayne Hennessey frá Burnley Brandon Aguilera frá Alajuelense Harry Toffolo frá Huddersfield Town Lewis O'Brien frá Huddersfield Town Jesse Lingard frá Manchester United Orel Mangala frá Stuttgart Emmanuel Dennis frá Watford Chiekhou Kouyaté frá Crystal Palace Remo Freuler frá Atalanta Morgan Gibbs-White frá Wolves Hwang Ui-jo frá Bordeaux Renan Lodi frá Atlético Madrid (á láni) Willy Boly frá Wolves Josh Bowler frá Blackpool Loïc Badé frá Rennes (á láni)
Enski boltinn Tengdar fréttir Lið á Englandi eyddu yfir 300 milljörðum og rústuðu metinu Félagsskiptagluggi sumarsins lokaði formlega í gærkvöld í stærstu deildum Evrópu. Eyðsla liða í ensku úrvalsdeildinni hefur aldrei verið meiri og hlutfallslega er deildin í algjörri sérstöðu. 2. september 2022 11:31 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sjá meira
Lið á Englandi eyddu yfir 300 milljörðum og rústuðu metinu Félagsskiptagluggi sumarsins lokaði formlega í gærkvöld í stærstu deildum Evrópu. Eyðsla liða í ensku úrvalsdeildinni hefur aldrei verið meiri og hlutfallslega er deildin í algjörri sérstöðu. 2. september 2022 11:31