Lokadagur félagsskiptagluggans: Arthur til Liverpool og Aubameyang snýr aftur til Lundúna Íþróttadeild Vísis skrifar 1. september 2022 23:25 Artur Melo er mættur til Liverpool og Pierre-Emerick Aubameyang er genginn til liðs við Chelsea. Vísir/Getty/Twitter Félagsskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu lokaði í kvöld og var nóg um að vera. Mörg félög sóttust eftir að styrkja sinn leikmannahóp áður en tíminn rann út og þar ber hæst að nefna félagsskipti Arthur Melo til Liverpool og Pierre-Emerick Aubameyang til Chelsea. Glugginn lokaði í fimm stærstu deildum Evrópu í dag en misjafnt er þó hversu langan tíma liðin höfðu til stefnu eftir því hvar þau eru staðsett. Lok glugga í Evrópu: Bundesliga - kl. 15.00 Serie A - kl. 15.00 Ligue 1 - kl. 21.00 Premier League - kl. 22.00 La Liga - kl. 22.00 Helstu félagsskipti dagsins eru þau að brasilíski miðjumaðurinn Arthur Melo er mættur til Liverpool á láni frá Juventus. Fyrstu fréttir voru þær að lánssamningurinn fól ekki í sér möguleika á kaupum að honum loknum, en samkvæmt tilkynningu Juventus getur Liverpool keypt leikmanninn fyrir 37,5 milljónir punda næsta sumar. Þá var framherjinn Pierre-Emerick Aubameyang á leiðinni til Chelsea frá Barcelona í allan dag og þau félagsskipti voru loksins kyntt tæpri einni og hálfri klukkustund eftir að glugganum var lokað. Aubameyang var þó ekki eini leikmaðurinn sem stuðningsmenn Chelsea bíða eftir því miðjumaðurinn Denis Zakaria var einnig á leið til liðsins frá Juventus í dag. Our newest recruit, Pierre-Emerick Aubameyang! 😎 #AubameyangIsChelsea pic.twitter.com/ptrjqecDz2— Chelsea FC (@ChelseaFC) September 1, 2022 Önnur áhugaverð félagsskipti sem áttu sér stað í dag eru þau að Brassinn Willian er mættur aftur í ensku úrvalsdeildina, en þessi fyrrum leikmaður Arsenal og Chelsea er genginn í raðir Fulham frá Corinthias í heimalandinu. Englendingurinn Daniel James fór einnig til Fulham frá Leeds. Martin Dubravka er mættur í Manchester United frá Newcastle og á að veita David de Gea samkeppni um markmansstöðuna, Hector Bellerin fór frá Arsenal til Barcelona, Memphis Depay og Frenkie de Jong verða um kyrrt hjá Börsungum og margt fleira, en allt það helsta sem gerðist í dag má sjá í lýsingunni hér fyrir neðan.
Glugginn lokaði í fimm stærstu deildum Evrópu í dag en misjafnt er þó hversu langan tíma liðin höfðu til stefnu eftir því hvar þau eru staðsett. Lok glugga í Evrópu: Bundesliga - kl. 15.00 Serie A - kl. 15.00 Ligue 1 - kl. 21.00 Premier League - kl. 22.00 La Liga - kl. 22.00 Helstu félagsskipti dagsins eru þau að brasilíski miðjumaðurinn Arthur Melo er mættur til Liverpool á láni frá Juventus. Fyrstu fréttir voru þær að lánssamningurinn fól ekki í sér möguleika á kaupum að honum loknum, en samkvæmt tilkynningu Juventus getur Liverpool keypt leikmanninn fyrir 37,5 milljónir punda næsta sumar. Þá var framherjinn Pierre-Emerick Aubameyang á leiðinni til Chelsea frá Barcelona í allan dag og þau félagsskipti voru loksins kyntt tæpri einni og hálfri klukkustund eftir að glugganum var lokað. Aubameyang var þó ekki eini leikmaðurinn sem stuðningsmenn Chelsea bíða eftir því miðjumaðurinn Denis Zakaria var einnig á leið til liðsins frá Juventus í dag. Our newest recruit, Pierre-Emerick Aubameyang! 😎 #AubameyangIsChelsea pic.twitter.com/ptrjqecDz2— Chelsea FC (@ChelseaFC) September 1, 2022 Önnur áhugaverð félagsskipti sem áttu sér stað í dag eru þau að Brassinn Willian er mættur aftur í ensku úrvalsdeildina, en þessi fyrrum leikmaður Arsenal og Chelsea er genginn í raðir Fulham frá Corinthias í heimalandinu. Englendingurinn Daniel James fór einnig til Fulham frá Leeds. Martin Dubravka er mættur í Manchester United frá Newcastle og á að veita David de Gea samkeppni um markmansstöðuna, Hector Bellerin fór frá Arsenal til Barcelona, Memphis Depay og Frenkie de Jong verða um kyrrt hjá Börsungum og margt fleira, en allt það helsta sem gerðist í dag má sjá í lýsingunni hér fyrir neðan.
Enski boltinn Spænski boltinn Ítalski boltinn Þýski boltinn Franski boltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti