Lífið

Breski sjón­varps­maðurinn Bill Turn­bull er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Bill Turnbull í sjónvarpssetti árið 2002.
Bill Turnbull í sjónvarpssetti árið 2002. Getty

Hinn ástsæli breski sjónvarpsmaður, Bill Turnbull, er látinn, 66 ára að aldri. Turnbull var einna helst þekktur fyrir að stýra morgunþætti BBC í sjónvarpi, BBC Breakfast, um fimmtán ára skeið.

Bill Turnbull árið 2015.Getty

Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Turnbull í morgun segir að hann hafi andast á heimili sínu í Suffolk í gær, en hann greindist með krabbamein í ristli árið 2017.

Í yfirlýsingu fjölskyldunnar segir að allur sá stuðningur sem Turnbull hafi fundið fyrir frá vinum, samstarfsmönnum og fleirum, hafi verið honum mikil hvatning í baráttunni. Það hafi verið honum mikil huggun að sífellt fleiri karlmenn fari nú í skoðun til að kanna einkenni ristilkrabbabeins. Þá segir einnig að hans verði minnst sem einstökum sjónvarpsmanni sem hafi fært fólki hlýju og gleði.

Turnbull stýrði BBC Breakfast á árunum 2001 til 2016, auk þess að starfa á Classic FM og stýra sjónvarpsþáttum á borð við Songs of Praise og Think Tank.

Turnbull stundaði nám í Edinborgarháskóla og hóf svo fjölmiðlaferil sinn í útvarpi og endaði svo loks í sjónvarpi hjá BBC. Hann lætur eftir sig eiginkonuna Sarah McCombie og þrjú börn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.