Guðlaugur og félagar unnu meistarana í frumraun Benteke Valur Páll Eiríksson skrifar 1. september 2022 08:46 Guðlaugur Victor var að vonum ánægður í leikslok. D.C. United D.C. United, botnlið Austurdeildarinnar í MLS-deildinni vestanhafs, vann sinn fyrsta sigur síðan í lok júlí er það heimsótti New York City í nótt. Guðlaugur Victor Pálsson spilaði allan leikinn. D.C. United hefur átt vandasamt tímabil og skipti um þjálfara í lok júlí þegar enska goðsögnin Wayne Rooney tók við stjórnartaumunum. Hann vann fyrsta leik, 2-1 gegn Orlando, þann 31. júlí en liðið hefur síðan tapað fimm leikjum og gert eitt jafntefli. Hann var því kærkominn, 2-1 sigur liðsins á New York City í nótt. New York er í eigu City Group sem einnig á Manchester City á Englandi, og liðið varð MLS-meistari á síðustu leiktíð. Framherjinn Ola Kamara og Steven Birnbaum skoruðu mörk gestanna frá Washington í leiknum en þar kom Belginn Christian Benteke inn á sem varamaður í sínum fyrsta leik eftir skipti sín frá Crystal Palace á Englandi. Fagnaðarlætin voru mikil í leikslok og sást á Guðlaugi Victori í myndskeiði sem félagið birti eftir leik að honum var létt, líkt og öðrum leikmönnum liðsins, eftir strembinn ágúst-mánuð. Something we can build on Bringing this same energy and passion to @AudiField on Sunday #DCU || #VamosUnited pic.twitter.com/XS86ZpR0TN— D.C. United (@dcunited) September 1, 2022 D.C. United er áfram á botni Austurdeildarinnar með 25 stig, sex á eftir Chicago Fire sem er þar fyrir ofan, en New York City er í fjórða sæti með 45 stig. Houston Dynamo vann þá 2-1 sigur á Los Angeles FC í Vesturdeildinni en þar var Þorleifur Úlfarsson frá vegna meiðsla og fékk því ekki tækifæri til að kljást við Giorgio Chiellini, miðvörð Los Angeles-liðsins. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti Sjá meira
D.C. United hefur átt vandasamt tímabil og skipti um þjálfara í lok júlí þegar enska goðsögnin Wayne Rooney tók við stjórnartaumunum. Hann vann fyrsta leik, 2-1 gegn Orlando, þann 31. júlí en liðið hefur síðan tapað fimm leikjum og gert eitt jafntefli. Hann var því kærkominn, 2-1 sigur liðsins á New York City í nótt. New York er í eigu City Group sem einnig á Manchester City á Englandi, og liðið varð MLS-meistari á síðustu leiktíð. Framherjinn Ola Kamara og Steven Birnbaum skoruðu mörk gestanna frá Washington í leiknum en þar kom Belginn Christian Benteke inn á sem varamaður í sínum fyrsta leik eftir skipti sín frá Crystal Palace á Englandi. Fagnaðarlætin voru mikil í leikslok og sást á Guðlaugi Victori í myndskeiði sem félagið birti eftir leik að honum var létt, líkt og öðrum leikmönnum liðsins, eftir strembinn ágúst-mánuð. Something we can build on Bringing this same energy and passion to @AudiField on Sunday #DCU || #VamosUnited pic.twitter.com/XS86ZpR0TN— D.C. United (@dcunited) September 1, 2022 D.C. United er áfram á botni Austurdeildarinnar með 25 stig, sex á eftir Chicago Fire sem er þar fyrir ofan, en New York City er í fjórða sæti með 45 stig. Houston Dynamo vann þá 2-1 sigur á Los Angeles FC í Vesturdeildinni en þar var Þorleifur Úlfarsson frá vegna meiðsla og fékk því ekki tækifæri til að kljást við Giorgio Chiellini, miðvörð Los Angeles-liðsins.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti Sjá meira