Bestu mörkin: Geta Dagný, Gunnhildur Yrsa og Sara Björk spilað saman á miðjunni? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. ágúst 2022 23:01 Dagný, Gunnhildur Yrsa og Sara Björk í leiknum gegn Ítalíu. Vísir/Vilhelm „Er pláss fyrir þessar þrjár „kanónur“ á miðjunni? Eru þær of líkar eða hvað finnst ykkur,“ spurði Helena Ólafsdóttir, þáttastýra Bestu markanna, sérfræðinga sína í síðasta þætti er miðja íslenska landsliðsins var rædd. Miðja íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í sumar var til umræðu í síðasta þætti en það styttist í næsta landsliðsverkefni. Helena nefndi að miðja liðsins hefði verið mikið rætt á meðan EM stóð, sérstaklega í fyrstu tveimur leikjunum gegn Belgíu og Ítalíu þar sem Dagný Brynjarsdóttir var fyrir framan vörnina og þær Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir þar fyrir framan. „Sara Björk átti frábæran síðasta leik en átti ekki jafn góða fyrstu, sem er eðlilegt. Hún spilaði einn æfingaleik fyrir þetta mót. Fyrir fram hefði jafnvel þurft að velja leik fyrir hana sem hún hefði getað spilað á fullu og fengið jafnvel frí í hinum. Það var ekki gert.“ „Síðan er breytt í leik þrjú, Karólína Lea (Vilhjálmsdóttir) kemur inn á miðjuna á kostnað Gunnhildar Yrsu, mér fannst það virka,“ bætti Helena við áður en sérfræðingarnir fengu orðið. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir missir af síðustu leikjunum í undankeppni HM, eftir að hafa verið frábær á EM í sumar.Getty/Alex Pantling „Að mínu mati er ekki pláss fyrir þær þrjár saman, mér finnst við ekki ná að halda bolta nægilega vel. Við erum með hraða á vængjunum og við viljum fara út á kant hátt á vellinum en þá verðum við fyrst að geta haldið bolta fyrir framan varnarlínuna,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, annar af sérfræðingum þáttarins, og hélt áfram. „Hvort það sé að koma Berglindi (Björgu Þorvaldsdóttur) meira inn í það að koma og halda boltanum meira upp í línu, þá myndi kannski ganga að hafa þessa þrjá miðjumenn. En við vorum ekki að gera það og þá finnst mér við þurfa leikmann eins og Karólínu Leu (Vilhjálmsdóttur) eða Amöndu (Andradóttur). Þessa týpu af leikmanni inn á miðsvæðið sem getur svolítið haldið boltanum.“ Helena skaut inn í að Karólína Lea hefði gert það vel í aðdraganda Evrópumótsins en þá var Sara Björk ekki með liðinu þar sem hún var enn að jafna sig eftir barnsburð. Sara Björk í leiknum gegn Frakklandi.VÍSIR/VILHELM „Mér fannst Sara Björk komin lengra í raun í sínum undirbúningi, það er frábært hvað hún spilaði mikið miðað við hvað er stutt síðan hún byrjaði að spila. Mér finnst þessar þrjár alveg geta virkað en þá myndi ég vilja hafa tvær djúpar og eina fyrir framan. Ég vil setja Söru Björk meira í boltann til að halda honum betur, Dagnýju myndi ég svo færa ofar. Ég held að það myndi virka. Ég held við getum alveg fundið lausn til að þessar þrjár virki,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttur, hinn sérfræðingur þáttarins, og hélt áfram. „Málið er að við héldum boltanum svo lítið á þessu móti, miðjan er ekki í neinum leikjum. Það er helst í þessum leik gegn Frökkum þar sem Sara Björk kemur aðeins dýpra á völlinn. Dagný er meiri átta eða tíu. Við komum með margar fyrirgjafir á þessu móti, þar vil ég hafa Dagnýju. Ég vil ekki hafa Berglindi eina inn í vítateig – Karolína Lea er ekki að fara skalla boltann og Sveindís Jane (Jónsdóttir) er það ekki heldur.“ Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin: Geta Dagný, Gunnhildur Yrsa og Sara Björk spilað saman á miðjunni? Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Bestu mörkin Tengdar fréttir „Af hverju notaði KSÍ ekki tækifærið og dúndraði inn miðasölunni?“ Í umræðu um kvennalandsliðið í fótbolta í Bestu mörkunum veltu sérfræðingarnir fyrir sér miðasölu á leik Íslands við Hvíta-Rússlands, sem er síðasti heimaleikur liðsins á árinu og jafnframt fyrsti heimaleikurinn eftir Evrópumótið í sumar. 31. ágúst 2022 13:01 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira
Miðja íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í sumar var til umræðu í síðasta þætti en það styttist í næsta landsliðsverkefni. Helena nefndi að miðja liðsins hefði verið mikið rætt á meðan EM stóð, sérstaklega í fyrstu tveimur leikjunum gegn Belgíu og Ítalíu þar sem Dagný Brynjarsdóttir var fyrir framan vörnina og þær Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir þar fyrir framan. „Sara Björk átti frábæran síðasta leik en átti ekki jafn góða fyrstu, sem er eðlilegt. Hún spilaði einn æfingaleik fyrir þetta mót. Fyrir fram hefði jafnvel þurft að velja leik fyrir hana sem hún hefði getað spilað á fullu og fengið jafnvel frí í hinum. Það var ekki gert.“ „Síðan er breytt í leik þrjú, Karólína Lea (Vilhjálmsdóttir) kemur inn á miðjuna á kostnað Gunnhildar Yrsu, mér fannst það virka,“ bætti Helena við áður en sérfræðingarnir fengu orðið. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir missir af síðustu leikjunum í undankeppni HM, eftir að hafa verið frábær á EM í sumar.Getty/Alex Pantling „Að mínu mati er ekki pláss fyrir þær þrjár saman, mér finnst við ekki ná að halda bolta nægilega vel. Við erum með hraða á vængjunum og við viljum fara út á kant hátt á vellinum en þá verðum við fyrst að geta haldið bolta fyrir framan varnarlínuna,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, annar af sérfræðingum þáttarins, og hélt áfram. „Hvort það sé að koma Berglindi (Björgu Þorvaldsdóttur) meira inn í það að koma og halda boltanum meira upp í línu, þá myndi kannski ganga að hafa þessa þrjá miðjumenn. En við vorum ekki að gera það og þá finnst mér við þurfa leikmann eins og Karólínu Leu (Vilhjálmsdóttur) eða Amöndu (Andradóttur). Þessa týpu af leikmanni inn á miðsvæðið sem getur svolítið haldið boltanum.“ Helena skaut inn í að Karólína Lea hefði gert það vel í aðdraganda Evrópumótsins en þá var Sara Björk ekki með liðinu þar sem hún var enn að jafna sig eftir barnsburð. Sara Björk í leiknum gegn Frakklandi.VÍSIR/VILHELM „Mér fannst Sara Björk komin lengra í raun í sínum undirbúningi, það er frábært hvað hún spilaði mikið miðað við hvað er stutt síðan hún byrjaði að spila. Mér finnst þessar þrjár alveg geta virkað en þá myndi ég vilja hafa tvær djúpar og eina fyrir framan. Ég vil setja Söru Björk meira í boltann til að halda honum betur, Dagnýju myndi ég svo færa ofar. Ég held að það myndi virka. Ég held við getum alveg fundið lausn til að þessar þrjár virki,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttur, hinn sérfræðingur þáttarins, og hélt áfram. „Málið er að við héldum boltanum svo lítið á þessu móti, miðjan er ekki í neinum leikjum. Það er helst í þessum leik gegn Frökkum þar sem Sara Björk kemur aðeins dýpra á völlinn. Dagný er meiri átta eða tíu. Við komum með margar fyrirgjafir á þessu móti, þar vil ég hafa Dagnýju. Ég vil ekki hafa Berglindi eina inn í vítateig – Karolína Lea er ekki að fara skalla boltann og Sveindís Jane (Jónsdóttir) er það ekki heldur.“ Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin: Geta Dagný, Gunnhildur Yrsa og Sara Björk spilað saman á miðjunni?
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Bestu mörkin Tengdar fréttir „Af hverju notaði KSÍ ekki tækifærið og dúndraði inn miðasölunni?“ Í umræðu um kvennalandsliðið í fótbolta í Bestu mörkunum veltu sérfræðingarnir fyrir sér miðasölu á leik Íslands við Hvíta-Rússlands, sem er síðasti heimaleikur liðsins á árinu og jafnframt fyrsti heimaleikurinn eftir Evrópumótið í sumar. 31. ágúst 2022 13:01 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira
„Af hverju notaði KSÍ ekki tækifærið og dúndraði inn miðasölunni?“ Í umræðu um kvennalandsliðið í fótbolta í Bestu mörkunum veltu sérfræðingarnir fyrir sér miðasölu á leik Íslands við Hvíta-Rússlands, sem er síðasti heimaleikur liðsins á árinu og jafnframt fyrsti heimaleikurinn eftir Evrópumótið í sumar. 31. ágúst 2022 13:01