Hrókeringar í fremstu línu Íslendingaliðsins í Kaupmannahöfn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. ágúst 2022 17:00 Peb Biel er á leið til Olympiacos í Grikklandi. Lars Ronbog/Getty Images Það stefnir í miklar breytingar á framlínu Danmerkurmeistara FC Kaupmannahafnar áður en félagaskiptaglugginn í Evrópu lokar á miðnætti. Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson ættu að njóta góðs af breytingunum. Hinn 25 ára gamli Pep Biel hefur verið aðalframherji FC Kaupmannahafnar undanfarið en hann gekk í raðir félagsins árið 2019. Biel hefur byrjað tímabilið af krafti og skorað sex mörk ásamt því að leggja upp þrjú í aðeins sjö leikjum í deild. Það virðist þó sem þjálfarateymi FCK vilji breyta til en Biel er á leið til Grikklands þar sem hann mun semja við Olympiacos. Olympiacos are set to sign Pep Biel on permanent deal from København for 8m fee. Full agreement now in place for Spanish midfielder. #OlympiacosThere will be also add-ons included in the negotiations. pic.twitter.com/GKKF45rMxj— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 31, 2022 Í hans stað snýr Andreas Cornelius aftur heim til Kaupmannahafnar. Hann er 29 ára gamall og hóf atvinnumannaferil sinn með FCK áður en hann fór til Cardiff City á Englandi. Þar stoppaði hann stutt og kom svo aftur til Kaupmannahafnar áður en hann fór til Ítalíu. Undanfarið tímabil hefur Cornelius leikið með Trabzonspor í Tyrklandi en FCK sló liðið út í leið sinni í riðlakeppni Meistaradeildar Evópu. Cornelius er mun hefðbundnari framherji en Biel. Á meðan Biel býður sig mikið í svæði og vill fá boltann þá er danski landsliðsmaðurinn 1.95 metrar á hæð og spilar eftir því. Andreas Cornelius er netop landet på dansk grund. Next Lægetjek Kontraktunderskrivelse Interviews#fcklive #Corneliusback #sldk pic.twitter.com/Ia7yckWCuU— F.C. København (@FCKobenhavn) August 31, 2022 Það ætti því að henta bæði Hákoni Arnari og Ísaki Bergmanni mun betur að spila með Cornelius þar sem Biel var oftar en ekki í því svæði þar sem Íslendingunum líður best. FC Kaupmannahöfn hefur farið illa af stað og er í 8. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með aðeins níu stig eftir sjö umferðir. Það er nægur tími til að vinna sig upp töfluna en liðið þarf að grafa djúpt ef það ætlar að eiga möguleika í Meistaradeild Evrópu. Þar bíða Manchester City, Borussia Dortmund og Sevilla. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Hinn 25 ára gamli Pep Biel hefur verið aðalframherji FC Kaupmannahafnar undanfarið en hann gekk í raðir félagsins árið 2019. Biel hefur byrjað tímabilið af krafti og skorað sex mörk ásamt því að leggja upp þrjú í aðeins sjö leikjum í deild. Það virðist þó sem þjálfarateymi FCK vilji breyta til en Biel er á leið til Grikklands þar sem hann mun semja við Olympiacos. Olympiacos are set to sign Pep Biel on permanent deal from København for 8m fee. Full agreement now in place for Spanish midfielder. #OlympiacosThere will be also add-ons included in the negotiations. pic.twitter.com/GKKF45rMxj— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 31, 2022 Í hans stað snýr Andreas Cornelius aftur heim til Kaupmannahafnar. Hann er 29 ára gamall og hóf atvinnumannaferil sinn með FCK áður en hann fór til Cardiff City á Englandi. Þar stoppaði hann stutt og kom svo aftur til Kaupmannahafnar áður en hann fór til Ítalíu. Undanfarið tímabil hefur Cornelius leikið með Trabzonspor í Tyrklandi en FCK sló liðið út í leið sinni í riðlakeppni Meistaradeildar Evópu. Cornelius er mun hefðbundnari framherji en Biel. Á meðan Biel býður sig mikið í svæði og vill fá boltann þá er danski landsliðsmaðurinn 1.95 metrar á hæð og spilar eftir því. Andreas Cornelius er netop landet på dansk grund. Next Lægetjek Kontraktunderskrivelse Interviews#fcklive #Corneliusback #sldk pic.twitter.com/Ia7yckWCuU— F.C. København (@FCKobenhavn) August 31, 2022 Það ætti því að henta bæði Hákoni Arnari og Ísaki Bergmanni mun betur að spila með Cornelius þar sem Biel var oftar en ekki í því svæði þar sem Íslendingunum líður best. FC Kaupmannahöfn hefur farið illa af stað og er í 8. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með aðeins níu stig eftir sjö umferðir. Það er nægur tími til að vinna sig upp töfluna en liðið þarf að grafa djúpt ef það ætlar að eiga möguleika í Meistaradeild Evrópu. Þar bíða Manchester City, Borussia Dortmund og Sevilla.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira