Fyrrverandi nýorðin 25 ára
Fyrr í dag birtist frétt um sambandsslit leikarans og Camillu Morrone en þegar parið byrjaði saman vakti 22 ára aldursmunurinn athygli og umtal en þá var hún tvítug en hann 42 ára.
Vandræði í paradís við kvarthundraðið
Graf sem sýnir tímalínu ástarsambanda Leonardo gengur nú eins og eldur um sinu á veraldarvefnum en þar má sjá áhugavert og nokkuð reglulegt mynstur, ef svo má að orði komast.
Þó svo að aldur leikarans lúti vissulega sömu náttúrulögmálum og okkar hinna þá virðist eins og aldur kærasta hans í gegnum tíðina haldist nokkuð stöðugur, eða aldrei yfir 25 ár.
Þegar kemur að því að kærusturnar ná þeim áfanga að fara 25 hringi í kringum sólina þá vill svo óheppilega til að sambandið virðist þá vera komið í þrot.
Þá yngir okkar maður aftur upp eins og grafið hér að neðan sýnir en þar er teiknuð upp sambandssagan hans frá árunum ´99-´22 með tilliti til aldurs kærasta hans.

Best fyrir 25 ára
Hvort sem að þetta mynstur sé úthugsað eða algjörlega tilviljunarkennt er ekki annað hægt en að gefa sér það að smekkur sjarmans okkar á hvíta tjaldinu sé bundinn ákveðnum „Best fyrir:“ skilyrðum.