Raducanu kom mörgum á óvart þegar hún fagnaði sigri á mótinu í fyrra, aðeins 18 ára að aldri. Endurkoma hennar á Flushing Meadows-völlinn var hins vegar ekki eins góð.
Hin reynslumeiri Cornet hafði yfirhöndina allt frá upphafi og vann nokkuð þægilegan sigur í tveimur settum; 6-3 og 6-3 í New York í gærkvöld.
Raducanu er ellefta á heimslistanum en mun líklega hrynja niður listann þar sem hún mun tapa stigunum sem hún vann sér inn með sigrinum á síðasta ári. Hún hefur tapað 16 af 29 leikjum sem hún hefur spilað á þessu ári.
„Þetta er augljóslega sárt vegna þess að þetta er mitt uppáhalds mót og það hafa verið miklar tilfinningar undanfarna tólf mánuði,“ sagði Raducanu eftir tapið.
„Ég er stolt af sjálfri mér að mæta á fullu í hvern einasta leik, á hverjum degi, vitandi að ég pressa á sjálfa mig að vera eins góð og ég get,“