Næst efsti maður heimslistans gengur til liðs við LIV: „Peningarnir spiluðu klárlega hlutverk“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. ágúst 2022 22:31 Cameron Smith ákvað að elta peningana. Tracy Wilcox/PGA TOUR via Getty Images Ástralski kylfingurinn Cameron Smith, næst efsti maður heimslistans í golfi og nýkrýndur sigurvegari á Opna breska, er genginn til liðs við sádí-arabísku LIV-mótaröðina. Hann segir að peningar hafi átt sinn þátt í ákvöðruninni. Þessi 29 ára kylfingur er nú sá kylfingur sem situr hvað hæst á heimslistanum í golfi sem gengið hefur til liðs við LIV-mótaröðina. Hann fagnaði sigri á Opna breska meistaramótinu í golfi um miðjan júlí, en eftir að sigurinn var í höfn vildi hann ekki svara spurningum blaðamanna um framtíð hans og þann möguleika að yfirgefa PGA-mótaröðina fyrir LIV-mótaröðina. Smith verður meðal kylfinga sem taka þátt á næsta móti LIV-mótaraðarinnar sem fram fer í Boston um næstu helgi, en kylfingurinn sagði í samtali við vefmiðilinn GolfDigest að peningar hafi klárlega haft áhrif á ákvörðun hans. Á LIV-mótaröðinni fá kylfingar greitt fyrir það að taka þátt, en á PGA-mótaröðinni fá kylfingar verðlaunafé eftir því hversu ofarlega þeir lenda í hverju móti fyrir sig. „Peningarnir spiluðu klárlega hlutverk í ákvarðanatökunni. Ég ætla ekki að hunsa það og segja að það hafi ekki verið ein af ástæðunum,“ sagði Smith. „Þetta var ákvörðun af fjárhagslegu eðli og tilboð sem ég gat ekki neitað,“ bætti Smith við, en sagði þó einnig að stór ástæða þess að hann hafi ákveðið að slá til hafi verið að nú getur hann eytt meiri tíma í heimalandi sínu, Ástralíu. Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Þessi 29 ára kylfingur er nú sá kylfingur sem situr hvað hæst á heimslistanum í golfi sem gengið hefur til liðs við LIV-mótaröðina. Hann fagnaði sigri á Opna breska meistaramótinu í golfi um miðjan júlí, en eftir að sigurinn var í höfn vildi hann ekki svara spurningum blaðamanna um framtíð hans og þann möguleika að yfirgefa PGA-mótaröðina fyrir LIV-mótaröðina. Smith verður meðal kylfinga sem taka þátt á næsta móti LIV-mótaraðarinnar sem fram fer í Boston um næstu helgi, en kylfingurinn sagði í samtali við vefmiðilinn GolfDigest að peningar hafi klárlega haft áhrif á ákvörðun hans. Á LIV-mótaröðinni fá kylfingar greitt fyrir það að taka þátt, en á PGA-mótaröðinni fá kylfingar verðlaunafé eftir því hversu ofarlega þeir lenda í hverju móti fyrir sig. „Peningarnir spiluðu klárlega hlutverk í ákvarðanatökunni. Ég ætla ekki að hunsa það og segja að það hafi ekki verið ein af ástæðunum,“ sagði Smith. „Þetta var ákvörðun af fjárhagslegu eðli og tilboð sem ég gat ekki neitað,“ bætti Smith við, en sagði þó einnig að stór ástæða þess að hann hafi ákveðið að slá til hafi verið að nú getur hann eytt meiri tíma í heimalandi sínu, Ástralíu.
Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti