Vill auka samtal milli sveitarfélaganna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. ágúst 2022 14:18 Heiða Björg Hilmisdóttir, nýr formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Arnar Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi var í dag kjörin nýr formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Heiða mun taka við starfinu af Aldísi Hafsteinsdóttur á landsþingi SÍS í lok septembermánaðar. Hún segist spennt að taka við starfinu en mörg verkefni blasi við. Kosning formanns fór fram dagana 15. til 29. ágúst og niðurstöðurnar kynntar í dag. Á kjörskrá voru 152 landsþingsfulltrúar og greiddu rúm 98 prósent þeirra atkvæði. Heiða Björg hlaut 76 atkvæði, eða 51 prósent, en Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar hlaut 73 atkvæði, eða tæp 49 prósent. „Mín fyrstu viðbrögð eru auðvitað bara auðmýkt og þakklæti fyrir það að mér sé treyst fyrir þessu mikilvæga verkefni. Samband íslenskra sveitarfélaga er auðvitað talsmaður allra sveitarfélaga í landinu og gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki. Ég hlakka til að takast á við þær áskoranir sem verkefninu fylgja og fer auðmjúk og þakklát inn í það,“ segir Heiða Björg í samtali við fréttastofu. Mörg stór verkefni blasi við en fjármálastaða sveitarfélganna sé eitt af þeim. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir Ísland að sveitarfélögin séu sterk og burðug til þess að við getum veitt þessa góðu þjónustu sem íbúar eiga bæði rétt á og eiga skilið. Við verðum líka að fjárfesta þannig að fólk geti valið sér búsetu um allt land, að öll sveitarfélögin séu að byggja upp,“ segir Heiða Björg. Þá vilji hún leggja áherslu á aukið samstarf og samtal milli sveitarfélaganna. „Ef við tölum meira saman, eigum meira samtal og samstarf þá held ég að þetta frábæra fólk sem er í sveitarstjórnum um allt land geti komið fram með margar lausnir sem við erum kannski ekki að sjá akkúrat núna.“ Þá þurfi að koma á jafnvægi á eilífðartogstreitu milli ríkis og sveitarfélaga hvar hlutverkaskiptingin milli þeirra liggi. „Ríkið og sveitarfélögin hafa nákvæmlega sömu hagsmuni. Við viljum öll að íslenskt samfélag sé samkeppnishæft miðað við útlönd. Við viljum að fólki líði vel á Íslandi og því heilsist vel og það geti valið sér búsetu. Við viljum jafna kjör og aðstæður fólks,“ segir Heiða Björg. „Við hljótum að geta fundið út úr því sameiginlega hvernig því er best fyrir komið og hver á að borga hvað. Við hljótum að geta hætt þessu eilífa karpi um fjármálin og snúið okkur meira að verkefnunum. Það væri óskandi og ég mun leggja mig fram um að reyna að koma með einhverjar lausnir þar inn svo við getum gert það.“ Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Heiða Björg marði sigur á Rósu í formannsslag Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og borgarfulltrúi, verður næsti formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Kosning fór fram undanfarnar tvær vikur en aðeins munaði þremur atkvæðum á formannsefnunum. 29. ágúst 2022 12:18 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira
Kosning formanns fór fram dagana 15. til 29. ágúst og niðurstöðurnar kynntar í dag. Á kjörskrá voru 152 landsþingsfulltrúar og greiddu rúm 98 prósent þeirra atkvæði. Heiða Björg hlaut 76 atkvæði, eða 51 prósent, en Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar hlaut 73 atkvæði, eða tæp 49 prósent. „Mín fyrstu viðbrögð eru auðvitað bara auðmýkt og þakklæti fyrir það að mér sé treyst fyrir þessu mikilvæga verkefni. Samband íslenskra sveitarfélaga er auðvitað talsmaður allra sveitarfélaga í landinu og gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki. Ég hlakka til að takast á við þær áskoranir sem verkefninu fylgja og fer auðmjúk og þakklát inn í það,“ segir Heiða Björg í samtali við fréttastofu. Mörg stór verkefni blasi við en fjármálastaða sveitarfélganna sé eitt af þeim. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir Ísland að sveitarfélögin séu sterk og burðug til þess að við getum veitt þessa góðu þjónustu sem íbúar eiga bæði rétt á og eiga skilið. Við verðum líka að fjárfesta þannig að fólk geti valið sér búsetu um allt land, að öll sveitarfélögin séu að byggja upp,“ segir Heiða Björg. Þá vilji hún leggja áherslu á aukið samstarf og samtal milli sveitarfélaganna. „Ef við tölum meira saman, eigum meira samtal og samstarf þá held ég að þetta frábæra fólk sem er í sveitarstjórnum um allt land geti komið fram með margar lausnir sem við erum kannski ekki að sjá akkúrat núna.“ Þá þurfi að koma á jafnvægi á eilífðartogstreitu milli ríkis og sveitarfélaga hvar hlutverkaskiptingin milli þeirra liggi. „Ríkið og sveitarfélögin hafa nákvæmlega sömu hagsmuni. Við viljum öll að íslenskt samfélag sé samkeppnishæft miðað við útlönd. Við viljum að fólki líði vel á Íslandi og því heilsist vel og það geti valið sér búsetu. Við viljum jafna kjör og aðstæður fólks,“ segir Heiða Björg. „Við hljótum að geta fundið út úr því sameiginlega hvernig því er best fyrir komið og hver á að borga hvað. Við hljótum að geta hætt þessu eilífa karpi um fjármálin og snúið okkur meira að verkefnunum. Það væri óskandi og ég mun leggja mig fram um að reyna að koma með einhverjar lausnir þar inn svo við getum gert það.“
Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Heiða Björg marði sigur á Rósu í formannsslag Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og borgarfulltrúi, verður næsti formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Kosning fór fram undanfarnar tvær vikur en aðeins munaði þremur atkvæðum á formannsefnunum. 29. ágúst 2022 12:18 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira
Heiða Björg marði sigur á Rósu í formannsslag Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og borgarfulltrúi, verður næsti formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Kosning fór fram undanfarnar tvær vikur en aðeins munaði þremur atkvæðum á formannsefnunum. 29. ágúst 2022 12:18