Brutu jafnréttislög þegar konu var sagt upp vegna kynferðislegra tilburða Eiður Þór Árnason skrifar 28. ágúst 2022 10:16 Kærunefndin taldi Strætó ekki hafa náð að sýna fram á að uppsögnin hafi verið framkvæmt með lögmætum hætti. Vísir/Vilhelm Strætó bs. braut gegn jafnréttislögum þegar stjórnendur sögðu konu upp störfum eftir að kvartað var yfir óviðeigandi skilaboðum hennar til samstarfsmanns. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála en fjallað er um málið í nýrri ársskýrslu nefndarinnar. Fyrrverandi starfsmaður Strætó kærði starfslokin til kærunefndarinnar í september 2021 og hélt því fram að fyrirtækið hefði sagt henni upp með ólögmætum hætti með því að þvinga hana til að gera starfslokasamkomulag. Með því hafi henni verið mismunað á grundvelli kyns, aldurs og þjóðernisuppruna. Fram kemur í ársskýrslu kærunefndar jafnréttismála að til grundvallar starfslokasamkomulaginu hafi legið kvörtun samstarfsmanns konunnar yfir óviðeigandi skilaboðum sem hún hafi sent honum. Leit Strætó svo á að konan hafi haft uppi kynferðislega tilburði og þar með gerst sek um brot á starfsskyldum sínum. Litið til aldurs hennar Að sögn kærunefndarinnar fór Strætó ekki að reglum við starfslok kæranda og var samstarfsmaðurinn karl í stjórnunarstöðu sem var töluvert yngri en konan. Litið hafi verið til aldurs hennar við ákvörðun um starfslokin og skilaboðin ekki rannsökuð sérstaklega með tilliti til málskilnings hennar þar sem hún væri að öðrum þjóðernisuppruna en samstarfsmaðurinn. Í ljósi þessa var það mat kærunefndarinnar að konan hefði leitt líkur að því að mismunun á grundvelli kyns, aldurs eða þjóðernisuppruna hafi átt sér stað við starfslokin, sem feli í sér brot á ákvæðum laga um jafna meðferð á vinnumarkaði og laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. „Þá var ekki hjá því komist að telja að [Strætó] bs. hefði ekki tekist að sýna fram á að aðrar ástæður en kyn, aldur eða þjóðernisuppruni hafi legið til grundvallar ákvörðun hans, [samanber] sömu lagaákvæði,“ segir í niðurstöðu nefndarinnar. Strætó Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Sjá meira
Fyrrverandi starfsmaður Strætó kærði starfslokin til kærunefndarinnar í september 2021 og hélt því fram að fyrirtækið hefði sagt henni upp með ólögmætum hætti með því að þvinga hana til að gera starfslokasamkomulag. Með því hafi henni verið mismunað á grundvelli kyns, aldurs og þjóðernisuppruna. Fram kemur í ársskýrslu kærunefndar jafnréttismála að til grundvallar starfslokasamkomulaginu hafi legið kvörtun samstarfsmanns konunnar yfir óviðeigandi skilaboðum sem hún hafi sent honum. Leit Strætó svo á að konan hafi haft uppi kynferðislega tilburði og þar með gerst sek um brot á starfsskyldum sínum. Litið til aldurs hennar Að sögn kærunefndarinnar fór Strætó ekki að reglum við starfslok kæranda og var samstarfsmaðurinn karl í stjórnunarstöðu sem var töluvert yngri en konan. Litið hafi verið til aldurs hennar við ákvörðun um starfslokin og skilaboðin ekki rannsökuð sérstaklega með tilliti til málskilnings hennar þar sem hún væri að öðrum þjóðernisuppruna en samstarfsmaðurinn. Í ljósi þessa var það mat kærunefndarinnar að konan hefði leitt líkur að því að mismunun á grundvelli kyns, aldurs eða þjóðernisuppruna hafi átt sér stað við starfslokin, sem feli í sér brot á ákvæðum laga um jafna meðferð á vinnumarkaði og laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. „Þá var ekki hjá því komist að telja að [Strætó] bs. hefði ekki tekist að sýna fram á að aðrar ástæður en kyn, aldur eða þjóðernisuppruni hafi legið til grundvallar ákvörðun hans, [samanber] sömu lagaákvæði,“ segir í niðurstöðu nefndarinnar.
Strætó Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Sjá meira