Forseti Lettlands: Ísland breytti sögunni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. ágúst 2022 14:42 Við undirritun yfirlýsingar í Höfða í dag. utanríkisráðuneytið/Sigurjón Ragnar Í Höfða var þess minnst með hátíðarsamkomu að þennan dag árið 1991 var skrifað undir yfirlýsingar um stjórnmálasamband Íslands við Eistland, Lettland og Litháen og var sjálfstæði þeirra viðurkennt. Forseti Lettlands segir að þessi stund hafi líka verið mikilvæg fyrir Ísland - það sé ekki á hverjum degi sem smáríki breyti gangi sögunnar. Á hátíðarfundinum voru samankomnir forsetar, utanríkisráðherrar og borgarstjórar Eystrasaltsríkjanna. Skrifað var undir yfirlýsingu um aukið samstarf á milli ríkjanna. Forsetarnir héldu þá ræður, sem á stundum voru fremur tilfinningaríkar. Þakklæti í garð Íslendinga var undirstrikað ítrekað. Í yfirlýsingu utanríkisráðherra ríkjanna árétta ríkin einlægan vilja til samvinnu sín á milli, fordæma innrás Rússlands í Úkraínu og undirstrika samstöðu með úkraínsku þjóðinni. Gestirnir fóru í heimsókn út í Viðey. Hér leiðir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gestina áleiðis upp í eyju.Utanríkisráðuneytið/Sigurjón Ragnar Egils Levits, forseti Lettlands, sagði að það hefði krafist hugrekkis af hálfu Íslendinga að viðurkenna, fyrst þjóða, sjálfstæði Eistlands, Lettlands og Litháens í kjölfar falls Sovétríkjanna. Þessi stund - fyrir þrjátíu og einu ári væri mikilvæg í huga Eystrasaltsríkjanna en Levits sagði hana líka mikilvæga fyrir Ísland. Það sé ekki á hverjum degi sem smáríki breyti gangi sögunnar. „Ísland breytti sögunni. Það gerist ekki svo oft að smáríki hafi áhrif á gang sögunnar,“ sagði Egils. Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar kom það almenningi og stjórnvöldum í Eystrasaltsríkjunum ekki í opna skjöldu enda höfðu þau talað fyrir daufum eyrum árum saman. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra sendi sterk skilaboð á hátíðarfundinum. „Eystrasaltsríkin, stjórnvöld þar, fólkið þar, það hefur ljúfsáran skilning, reynslu af því að búa í næsta nágrenni við Rússland og þau höfðu sagt í mörg mörg ár að hætta væri á ferðum. Þau sögðu mjög skýrt að bregðast hefði átt mun fastar við þegar Rússar réðust fyrst inn í Úkraínu og mín skilaboð eru einfaldlega þau að hlusta þegar Eystrasaltsríkin tala um þessa hluti,“ segir Þórdís Kolbrún. Andrúmsloftið á fundinum einkennist af gleði og jafnvel nánd. „Það er alveg merkilegt að finna þessa væntumþykju og vináttu Eystrasaltsríkjanna gagnvart okkur og svo okkar gagnvart þeim og okkar ákvörðun á sínum tíma hefur haft raunveruleg áhrif inn í utanríkispóltíska stefnu þessara ríkja,“ segir utanríkisráðherra. Utanríkismál Lettland Litháen Eistland Sovétríkin Kalda stríðið Viðey Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Forseti Lettlands segir að þessi stund hafi líka verið mikilvæg fyrir Ísland - það sé ekki á hverjum degi sem smáríki breyti gangi sögunnar. Á hátíðarfundinum voru samankomnir forsetar, utanríkisráðherrar og borgarstjórar Eystrasaltsríkjanna. Skrifað var undir yfirlýsingu um aukið samstarf á milli ríkjanna. Forsetarnir héldu þá ræður, sem á stundum voru fremur tilfinningaríkar. Þakklæti í garð Íslendinga var undirstrikað ítrekað. Í yfirlýsingu utanríkisráðherra ríkjanna árétta ríkin einlægan vilja til samvinnu sín á milli, fordæma innrás Rússlands í Úkraínu og undirstrika samstöðu með úkraínsku þjóðinni. Gestirnir fóru í heimsókn út í Viðey. Hér leiðir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gestina áleiðis upp í eyju.Utanríkisráðuneytið/Sigurjón Ragnar Egils Levits, forseti Lettlands, sagði að það hefði krafist hugrekkis af hálfu Íslendinga að viðurkenna, fyrst þjóða, sjálfstæði Eistlands, Lettlands og Litháens í kjölfar falls Sovétríkjanna. Þessi stund - fyrir þrjátíu og einu ári væri mikilvæg í huga Eystrasaltsríkjanna en Levits sagði hana líka mikilvæga fyrir Ísland. Það sé ekki á hverjum degi sem smáríki breyti gangi sögunnar. „Ísland breytti sögunni. Það gerist ekki svo oft að smáríki hafi áhrif á gang sögunnar,“ sagði Egils. Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar kom það almenningi og stjórnvöldum í Eystrasaltsríkjunum ekki í opna skjöldu enda höfðu þau talað fyrir daufum eyrum árum saman. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra sendi sterk skilaboð á hátíðarfundinum. „Eystrasaltsríkin, stjórnvöld þar, fólkið þar, það hefur ljúfsáran skilning, reynslu af því að búa í næsta nágrenni við Rússland og þau höfðu sagt í mörg mörg ár að hætta væri á ferðum. Þau sögðu mjög skýrt að bregðast hefði átt mun fastar við þegar Rússar réðust fyrst inn í Úkraínu og mín skilaboð eru einfaldlega þau að hlusta þegar Eystrasaltsríkin tala um þessa hluti,“ segir Þórdís Kolbrún. Andrúmsloftið á fundinum einkennist af gleði og jafnvel nánd. „Það er alveg merkilegt að finna þessa væntumþykju og vináttu Eystrasaltsríkjanna gagnvart okkur og svo okkar gagnvart þeim og okkar ákvörðun á sínum tíma hefur haft raunveruleg áhrif inn í utanríkispóltíska stefnu þessara ríkja,“ segir utanríkisráðherra.
Utanríkismál Lettland Litháen Eistland Sovétríkin Kalda stríðið Viðey Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira