Ólafía Þórunn leggur kylfurnar á hilluna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. ágúst 2022 14:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur lagt kylfuna á hilluna. Seth/Golf.is Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er hætt í golfi. Þetta tilkynnti hún sjálf í tilfinnaríku myndbandi á Youtube-síðu sinni nú rétt í þessu. Ólafía Þórunn hefur verið einn albesti kylfingur Íslands undanfarin ár en hún gerðist atvinnumaður í golfi árið 2014. Eftir að eignast sitt fyrsta barn á síðasta ári, dreng að nafni Maron Atlas, þá sneri Ólafía Þórunn aftur á völlinn fyrr á þessu ári eftir 20 mánaða fjarveru. Hún hefur nú ákveðið að kalla þetta gott, hætta í golfi og snúa sér að öðrum verkefnum eins og kemur fram í yfirlýsingunni á Youtube-síðu hennar. „Ég hef verið golfari síðustu 20 ár, átta síðustu ár hef ég verið atvinnumaður í golfi. Nú er komið að tímamótum í mínu lífi,“ segir Ólafía Þórunn í upphafi tilkynningarinnar áður en tilfinningarnar taka yfir. Kylfingurinn fyrrverandi segist ætla að eyða tíma með fjölskyldu sinni, eiga dýrmætar stundir með syni sínum og frumkvöðla verkefni sem hún hefur haft í kollinum í nokkur ár. „Það er alltaf mikilvægt fyrir mig að gefa eitthvað til samfélagsins þannig að ég mun reyna það að bestu getu,“ bætir hún við en myndbandið má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. Ólafía Þórunn var valinn íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna árið 2017 eftir frábæran árangur. Hún hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og varð Evrópumeistari í blandaðri liðakeppni ásamt Valdísi Þóru Jónsdóttur, Birgi Leifi Hafþórssyni og Axel Bóassyni árið 2018. Einnig er Ólafía Þórunn eini íslenski kylfingurinn til að taka þátt á öllum fimm risamótunum í golfi kvenna. Alls tók hún þátt á sjö risamótum á ferli sínum og 26 mótum á vegum LPGA-mótaraðarinnar. Hæst komst hún upp í 172. sæti heimslistans. Snemma árs 2019 greindi Ólafía Þórunn frá því að álagið væri farið að segja til sín og hún þyrfti að taka sér pásu þar sem hún hefði keyrt sig út bæði andlega og líkamlega. Hún hefur nú, þremur árum síðar, tekið þá ákvörðun að snúa sér að öðrum hlutum en golfi. Klippa: Ólafía Þórunn tilkynnir að hún sé hætt í golfi Golf Tímamót Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ólafía Þórunn hefur verið einn albesti kylfingur Íslands undanfarin ár en hún gerðist atvinnumaður í golfi árið 2014. Eftir að eignast sitt fyrsta barn á síðasta ári, dreng að nafni Maron Atlas, þá sneri Ólafía Þórunn aftur á völlinn fyrr á þessu ári eftir 20 mánaða fjarveru. Hún hefur nú ákveðið að kalla þetta gott, hætta í golfi og snúa sér að öðrum verkefnum eins og kemur fram í yfirlýsingunni á Youtube-síðu hennar. „Ég hef verið golfari síðustu 20 ár, átta síðustu ár hef ég verið atvinnumaður í golfi. Nú er komið að tímamótum í mínu lífi,“ segir Ólafía Þórunn í upphafi tilkynningarinnar áður en tilfinningarnar taka yfir. Kylfingurinn fyrrverandi segist ætla að eyða tíma með fjölskyldu sinni, eiga dýrmætar stundir með syni sínum og frumkvöðla verkefni sem hún hefur haft í kollinum í nokkur ár. „Það er alltaf mikilvægt fyrir mig að gefa eitthvað til samfélagsins þannig að ég mun reyna það að bestu getu,“ bætir hún við en myndbandið má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. Ólafía Þórunn var valinn íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna árið 2017 eftir frábæran árangur. Hún hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og varð Evrópumeistari í blandaðri liðakeppni ásamt Valdísi Þóru Jónsdóttur, Birgi Leifi Hafþórssyni og Axel Bóassyni árið 2018. Einnig er Ólafía Þórunn eini íslenski kylfingurinn til að taka þátt á öllum fimm risamótunum í golfi kvenna. Alls tók hún þátt á sjö risamótum á ferli sínum og 26 mótum á vegum LPGA-mótaraðarinnar. Hæst komst hún upp í 172. sæti heimslistans. Snemma árs 2019 greindi Ólafía Þórunn frá því að álagið væri farið að segja til sín og hún þyrfti að taka sér pásu þar sem hún hefði keyrt sig út bæði andlega og líkamlega. Hún hefur nú, þremur árum síðar, tekið þá ákvörðun að snúa sér að öðrum hlutum en golfi. Klippa: Ólafía Þórunn tilkynnir að hún sé hætt í golfi
Golf Tímamót Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira