Tapparnir fastir við gosflöskurnar Atli Ísleifsson skrifar 26. ágúst 2022 13:33 Breytingin á töppunum á að skila sér í að þeir skili sér örugglega í endurvinnslu. CCEP Plastflöskur þar sem skrúfutapparnir eru áfastir flöskuhálsinum munu hefja innreið sína á íslenskan markað á næstu mánuðum. Coca Cola á Íslandi stefnir að því að byrja að notast við nýju tappana í febrúar eða mars á næsta ári, en Ölgerðin stefnir á að gera slíkt hið sama á næsta ári. Breytinguna má rekja til Evrópureglugerðar sem snýr að einnota plasti sem sé ætlað að skila sér í að tapparnir skili sér einnig örugglega í endurvinnslu. Stefán Magnússon, markaðsstjóri hjá Coca Cola á Íslandi, segir að undirbúningur standi nú yfir og að vel sé fylgst með þeim mörkuðum þar sem breytingin hafi nú þegar komið til framkvæmda. „Coca Cola er að byrja með þetta í Noregi og þetta er þegar komið í Þýskalandi. Við lærum af reynslunni þar. Við höfum komist að því að þar hefði þurft af fræða neytendur betur um breytinguna.“ Stefán segist viss um að það muni taka neytendur stuttan tíma að venjast breytingunni. „Það þarf bara að snúa tappanum á ákveðinn hátt þannig að hann sé ekki fyrir þegar drukkið er úr flöskunni. Það venst. En það mikilvægasta er að þetta er breyting sem verður umhverfinu til góðs.“ Ölgerðin ætlar að koma nýju töppunum á markað á nýju ári.VÍSIR/VILHELM Tapparnir skila sér flestir Stefán segir að Coca Cola hafi upphaflega miðað við að ráðast í breytinguna hér á landi um mánaðarmótin september, október. „Við urðum þó að fresta því og miðum nú við febrúar, mars á næsta ári.“ Hann segir að Íslendingar séu almennt frekar duglegir að koma töppunum sem fylgja plastflöskum í endurvinnslu. Þannig skili tappinn sér í endurvinnslu í um 90 prósent tilvika samkvæmt gögnum frá Sorpu,“ segir Stefán. Ölgerðin ræðst sömuleiðis í breytingar Samkvæmt umræddri reglugerð á breytingin á töppunum að vera komin til framkvæmda í síðasta lagi árið 2024. Guðni Þór Sigurjónsson, forstöðumaður Vöruþróunar og gæðadeildar Ölgerðarinnar, segir að Ölgerðin stefni sömuleiðis á að koma nýjum töppum á markað á nýju ári. Umhverfismál Gosdrykkir Ölgerðin Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Sjá meira
Breytinguna má rekja til Evrópureglugerðar sem snýr að einnota plasti sem sé ætlað að skila sér í að tapparnir skili sér einnig örugglega í endurvinnslu. Stefán Magnússon, markaðsstjóri hjá Coca Cola á Íslandi, segir að undirbúningur standi nú yfir og að vel sé fylgst með þeim mörkuðum þar sem breytingin hafi nú þegar komið til framkvæmda. „Coca Cola er að byrja með þetta í Noregi og þetta er þegar komið í Þýskalandi. Við lærum af reynslunni þar. Við höfum komist að því að þar hefði þurft af fræða neytendur betur um breytinguna.“ Stefán segist viss um að það muni taka neytendur stuttan tíma að venjast breytingunni. „Það þarf bara að snúa tappanum á ákveðinn hátt þannig að hann sé ekki fyrir þegar drukkið er úr flöskunni. Það venst. En það mikilvægasta er að þetta er breyting sem verður umhverfinu til góðs.“ Ölgerðin ætlar að koma nýju töppunum á markað á nýju ári.VÍSIR/VILHELM Tapparnir skila sér flestir Stefán segir að Coca Cola hafi upphaflega miðað við að ráðast í breytinguna hér á landi um mánaðarmótin september, október. „Við urðum þó að fresta því og miðum nú við febrúar, mars á næsta ári.“ Hann segir að Íslendingar séu almennt frekar duglegir að koma töppunum sem fylgja plastflöskum í endurvinnslu. Þannig skili tappinn sér í endurvinnslu í um 90 prósent tilvika samkvæmt gögnum frá Sorpu,“ segir Stefán. Ölgerðin ræðst sömuleiðis í breytingar Samkvæmt umræddri reglugerð á breytingin á töppunum að vera komin til framkvæmda í síðasta lagi árið 2024. Guðni Þór Sigurjónsson, forstöðumaður Vöruþróunar og gæðadeildar Ölgerðarinnar, segir að Ölgerðin stefni sömuleiðis á að koma nýjum töppum á markað á nýju ári.
Umhverfismál Gosdrykkir Ölgerðin Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Sjá meira