Íslendingalið FCK verður í G-riðli með Manchester City, Sevilla og Borussia Dortmund. Þrír Íslendingar eru á mála hjá danska liðinu, en ásamt Ísaki eru þeir Hákon Arnar Haraldsson og Orri Óskarsson samningsbundir félaginu.
FCK birti nú í kvöld skemmtilegt myndband á Twitter-síðu sinni þar sem má sjá Ísak fylgjast með drættinum af áhuga. Ísaki bregður augljóslega þegar nafn danska liðsins kemur upp úr pottinum og hann áttar sig á því hvaða liðum hann og félagar hans munu mæta.
Isaks ansigtsudtryk efter dén lodtrækning… 😮🤩 Hvilken GIF passer til din? 🤷🏼♂️
— F.C. København (@FCKobenhavn) August 25, 2022
Se hele hans reaktion her: https://t.co/0cGuh9GRBX #fcklive pic.twitter.com/7GHjoOcwJ4
Félagið birti einnig sama myndband frá öðru sjónarhorni á heimasíðu sinni, ásamt viðtali við Ísak þar sem hann fer yfir dráttinn og möguleika liðsins í riðlinum.
„Þetta verður erfitt, en gaman að fá spila á móti liði eins og Manchester City sem er eitt af betri liðum í heiminum. Eins Dortmund þar sem er frábær stemning á Signal Iduna Park,“ sagði Ísak.
„Að spila á móti De Bruyne,“ sagði Ísak svo þegar hann var spurður að því hvað það væri sem hann hlakkaði mest til. „En að spila Evrópuleiki með FCK og að spila stærstu leikina verður ótrúlega gaman.“
„Það getur allt gerst í fótbolta. Við getum unnið alla leiki, en það verður erfitt. Ég kom til FCK til að vinna dönsku deildina og spila í Meistaradeildinni þannig að ég hlakka bara til,“ sagði Ísak, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.