Ákvað að vera áfram hjá Frankfurt og Man Utd snýr sér að varavaramarkverði Newcastle Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2022 14:01 Martin Dúbravka gæti verið á leið til Manchester United. EPA-EFE/NEIL HALL Leit enska knattspyrnuliðsins Manchester United að samkeppni fyrir David De Gea, aðalmarkvörð liðsins, gengur vægast sagt brösuglega. Martin Dúbravka er næsta skotmark eftir að Kevin Trapp ákvað að vera áfram hjá Eintracht Frankfurt. Ef þú ert yfir þrítugt og hefur sett á þig markmannshanska er líklegt að Man United hafi áhuga á því að fá þig í sínar raðir. Síðan Dean Henderson var lánaður til nýliða Nottingham Forest hefur Man Utd leitað að markverði til að veita De Gea. Það er greinilegt að hinn 36 ára gamli Tom Heaton er aðallega séður sem þriðji markvörður. Eftir að íhuga Yann Sommer, aðalmarkvörð Gladbach og Sviss, var ákveðið að athuga hvort Þjóðverjinn Kevin Trapp vildi koma. Sá ákvað að afþakka pent enda aðeins 32 ára gamall og ekki tilbúinn að verða varaskeifa. Eintracht Frankfurt goalkeeper Kevin Trapp has confirmed that he rejected an offer from Manchester United to remain at his current club. #MUFC pic.twitter.com/raGSolbjcq— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 25, 2022 Ákváð Man United þá að snúa sér að manni með reynslu úr ensku úrvalsdeildinni sem og af stórmótum en hinn 33 ára gamli Dúbravka varði mark Slóvakíu á Evrópumótinu sumarið 2021. Hann hefur spilað á Englandi síðan 2018 en hann gekk upphaflega í raðir Newcastle United á láni áður en félagið ákvað að festa kaup á honum. Síðan þá hefur hann spilað alls 130 leiki fyrir félagið í öllum keppnum en undanfarin tvö tímabil hefur hann ekki átt fast sæti í liðinu. Hann hóf síðasta tímabil sem aðalmarkvörður en missti svo sætið þegar leið á tímabilið. Í sumar keypti Newcastle enska markvörðinn Nick Pope frá Burnley og ljóst var að dagar Dúbravka sem aðalmarkvarðar voru taldir. Hann hefur verið á bekknum í öllum þremur leikjum liðsins í úrvalsdeildinni en var hvergi sjáanlegur er liðið vann Tranmere Rovers í deildarbikarnum á miðvikudag. Eddie Howe, þjálfari Newcastle, sagði að Dúbravka hefði verið veikur og ekki leikfær. The Athletic hefur staðfest að Man United hafi beðið Newcastle um að fá Dúbravka á láni en ekki kemur fram hvort Newcastle hafi svarað boðinu. Manchester United have made a loan offer for Newcastle United goalkeeper Martin Dubravka.More from @David_Ornstein https://t.co/AecRVFcZlj— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 24, 2022 Erik Ten Hag er enn á höttunum á eftir leikmönnum og er Antony, vængmaður Ajax, þar efstu á blaði. Þá hefur félagið áhuga á Cody Gakpo, leikmanni PSV, og svo virðist sem Marco Asensio gæti farið á Old Trafford ef marka á fréttaflutning dagsins. Manchester United will offer $30M for Real Madrid's Marco Asensio, reports @Santos_Relevo pic.twitter.com/D1Ko3ET2Z9— B/R Football (@brfootball) August 25, 2022 Það er allavega ljóst að það á mikið eftir að gerast á skrifstofu Man United næstu daga og vonandi er kaffivélin í lagi þar sem það verður eflaust lítið sofið. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Sjá meira
Ef þú ert yfir þrítugt og hefur sett á þig markmannshanska er líklegt að Man United hafi áhuga á því að fá þig í sínar raðir. Síðan Dean Henderson var lánaður til nýliða Nottingham Forest hefur Man Utd leitað að markverði til að veita De Gea. Það er greinilegt að hinn 36 ára gamli Tom Heaton er aðallega séður sem þriðji markvörður. Eftir að íhuga Yann Sommer, aðalmarkvörð Gladbach og Sviss, var ákveðið að athuga hvort Þjóðverjinn Kevin Trapp vildi koma. Sá ákvað að afþakka pent enda aðeins 32 ára gamall og ekki tilbúinn að verða varaskeifa. Eintracht Frankfurt goalkeeper Kevin Trapp has confirmed that he rejected an offer from Manchester United to remain at his current club. #MUFC pic.twitter.com/raGSolbjcq— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 25, 2022 Ákváð Man United þá að snúa sér að manni með reynslu úr ensku úrvalsdeildinni sem og af stórmótum en hinn 33 ára gamli Dúbravka varði mark Slóvakíu á Evrópumótinu sumarið 2021. Hann hefur spilað á Englandi síðan 2018 en hann gekk upphaflega í raðir Newcastle United á láni áður en félagið ákvað að festa kaup á honum. Síðan þá hefur hann spilað alls 130 leiki fyrir félagið í öllum keppnum en undanfarin tvö tímabil hefur hann ekki átt fast sæti í liðinu. Hann hóf síðasta tímabil sem aðalmarkvörður en missti svo sætið þegar leið á tímabilið. Í sumar keypti Newcastle enska markvörðinn Nick Pope frá Burnley og ljóst var að dagar Dúbravka sem aðalmarkvarðar voru taldir. Hann hefur verið á bekknum í öllum þremur leikjum liðsins í úrvalsdeildinni en var hvergi sjáanlegur er liðið vann Tranmere Rovers í deildarbikarnum á miðvikudag. Eddie Howe, þjálfari Newcastle, sagði að Dúbravka hefði verið veikur og ekki leikfær. The Athletic hefur staðfest að Man United hafi beðið Newcastle um að fá Dúbravka á láni en ekki kemur fram hvort Newcastle hafi svarað boðinu. Manchester United have made a loan offer for Newcastle United goalkeeper Martin Dubravka.More from @David_Ornstein https://t.co/AecRVFcZlj— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 24, 2022 Erik Ten Hag er enn á höttunum á eftir leikmönnum og er Antony, vængmaður Ajax, þar efstu á blaði. Þá hefur félagið áhuga á Cody Gakpo, leikmanni PSV, og svo virðist sem Marco Asensio gæti farið á Old Trafford ef marka á fréttaflutning dagsins. Manchester United will offer $30M for Real Madrid's Marco Asensio, reports @Santos_Relevo pic.twitter.com/D1Ko3ET2Z9— B/R Football (@brfootball) August 25, 2022 Það er allavega ljóst að það á mikið eftir að gerast á skrifstofu Man United næstu daga og vonandi er kaffivélin í lagi þar sem það verður eflaust lítið sofið.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Sjá meira