Kom of fljótt til baka eftir barnsburð en meiðslin reyndust vel Valur Páll Eiríksson skrifar 25. ágúst 2022 10:31 Jasmín Erla Ingadóttir ásamt syni sínum Nathan Henning. Vísir/Sigurjón Jasmín Erla Ingadóttir er markahæsti leikmaður Bestu deildar kvenna í fótbolta. Hún hefur komið sterk inn eftir að hafa spilað aðeins einn leik í deildinni í fyrra þar sem meiðsli og barneignir höfðu sitt að segja. „Ég kem frekar fljótt til baka [eftir barnsburð], eftir á að hyggja var það of fljótt, en það var í raun fínn tímapunktur fyrir mig að meiðast því það fékk mig til að stíga aftur og vinna aðeins meira í styrk og slíku í vetur. Ég er undibjó mig eins vel og ég gat fyrir komandi tímabil,“ Jasmín er markahæst í Bestu deildinni með tíu mörk, en næstu konur á eftir hafa skorað sjö. Aðspurð hvort gullskórinn sé markmiðið segir hún: „Það var nú ekkert sérstakt markmið, það væri alltaf geggjaður plús ef maður kemst nálægt því,“ segir Jasmín sem segir árangur liðsins ganga fyrir en þar er stefnan sett á 2. sætið sem veitir keppnisrétt í Meistaradeild Evrópu að ári. „Klárlega. Það er 100% markmiðið okkar og við stefnum að því,“ Klippa: Viðtal við Jasmín Erlu úr Sportpakkanum Systkinin dugleg að styðja hvort annað Jasmín er eldri systir Kristals Mána Ingasonar sem gerði það gott með Víkingi hér heima áður en hann hélt út til Rosenborgar í Þrándheimi fyrr í sumar. Hún segir gott samband þeirra á milli. „Við erum mjög náin. Hann er fjórum árum yngri en ég og ég hef alltaf haft hann undir mínum verndarvæng og tekið hann að mér. Við erum mjög góðir vinir,“ „Við sendum alltaf á hvort annað 'gangi þér vel' [fyrir leiki] og sendum hvoru öðru klippur okkur finnst við hafa gert eitthvað vel. Þannig að við erum dugleg að peppa hvort annað,“ segir Jasmín. Aðspurð hvort stefnan sé að fara til Rosenborgar líka segir hún: „Það væri ekkert leiðinlegt að vera þarna með honum, eða Selmu [Sól Magnúsdóttur, leikmanni kvennaliðs Rosenborgar] en maður sér bara hvert þetta tekur mann,“ segir Jasmín sem segir hugann ekki vera farinn að leita út. „Nei, ekki ennþá. Ég ætla bara að klára þetta tímabil og sjá hvernig það fer,“ segir Jasmín. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
„Ég kem frekar fljótt til baka [eftir barnsburð], eftir á að hyggja var það of fljótt, en það var í raun fínn tímapunktur fyrir mig að meiðast því það fékk mig til að stíga aftur og vinna aðeins meira í styrk og slíku í vetur. Ég er undibjó mig eins vel og ég gat fyrir komandi tímabil,“ Jasmín er markahæst í Bestu deildinni með tíu mörk, en næstu konur á eftir hafa skorað sjö. Aðspurð hvort gullskórinn sé markmiðið segir hún: „Það var nú ekkert sérstakt markmið, það væri alltaf geggjaður plús ef maður kemst nálægt því,“ segir Jasmín sem segir árangur liðsins ganga fyrir en þar er stefnan sett á 2. sætið sem veitir keppnisrétt í Meistaradeild Evrópu að ári. „Klárlega. Það er 100% markmiðið okkar og við stefnum að því,“ Klippa: Viðtal við Jasmín Erlu úr Sportpakkanum Systkinin dugleg að styðja hvort annað Jasmín er eldri systir Kristals Mána Ingasonar sem gerði það gott með Víkingi hér heima áður en hann hélt út til Rosenborgar í Þrándheimi fyrr í sumar. Hún segir gott samband þeirra á milli. „Við erum mjög náin. Hann er fjórum árum yngri en ég og ég hef alltaf haft hann undir mínum verndarvæng og tekið hann að mér. Við erum mjög góðir vinir,“ „Við sendum alltaf á hvort annað 'gangi þér vel' [fyrir leiki] og sendum hvoru öðru klippur okkur finnst við hafa gert eitthvað vel. Þannig að við erum dugleg að peppa hvort annað,“ segir Jasmín. Aðspurð hvort stefnan sé að fara til Rosenborgar líka segir hún: „Það væri ekkert leiðinlegt að vera þarna með honum, eða Selmu [Sól Magnúsdóttur, leikmanni kvennaliðs Rosenborgar] en maður sér bara hvert þetta tekur mann,“ segir Jasmín sem segir hugann ekki vera farinn að leita út. „Nei, ekki ennþá. Ég ætla bara að klára þetta tímabil og sjá hvernig það fer,“ segir Jasmín. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti