„Eins og menn tækju skref niður á við í þroska þegar þeir kæmu í landsliðið“ Sindri Sverrisson skrifar 25. ágúst 2022 08:29 Í ritgerðinni sögðu andsliðsmenn menninguna í landsliðinu á skjön við jákvæðari menningu í sínum félagsliðum. Óljóst er hvort það á enn við í mikið breyttu landsliði dagsins í dag. Getty/Ahmad Mora Íslenskir knattspyrnumenn segja svokallaða „klefamenningu“ geta verið bæði neikvæða og jákvæða. Öllu máli skipti hverjir leiðtogar liðanna séu upp á það hvernig hún sé en svo virðist sem að klefamenningin hafi gjörbreyst á jákvæðan hátt á síðustu áratugum. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í pistli sem Alexander Ágúst Mar Sigurðsson skrifar á Fótbolta.net, út frá eigindlegri B.S. rannsókn sinni við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík. Alexander tók viðtöl við íslenska knattspyrnumenn með yfir 50 leiki að baki í efstu deild, á sautján ára aldursbili, og höfðu margir spilað erlendis eða komið við sögu í íslenska A-landsliðinu. Tilefni rannsóknarinnar er umræða um klefamenningu í tengslum við #metoo-umræðuna og ásakanir á hendur íslenskra landsliðsmanna um kynferðisbrot. „Skiptir máli hver setur tóninn“ Leikmennirnir sem Alexander ræddi við könnuðust við að hafa upplifað eitraða „klefamenningu“ en að það væri reyndar sjaldnast innan búningsklefans. Nafnið á hugtakinu virtist því valda misskilningi. „Eins og í flestum öðrum geirum skiptir máli hver setur tóninn. Það á við um þjálfara og aðra starfsmenn, sem og helstu leiðtoga leikmannahópsins. Ef helstu leiðtogarnir eru jákvæðir og leggja sig fram um að skapa gott umhverfi þá verður útkoman sú hin sama. Sömuleiðis ef þeir eru neikvæðir og útilokandi. Þetta er umhugsunarefni fyrir stjórnendur félaga þegar þeir eru að ráða til sín starfsmenn og sækja leikmenn,“ skrifar Alexander. Sögðu menningu innan landsliðsins ábótavant Þó að leikmenn virðist sammála um að menningin í knattspyrnuliðum hafi gjörbreyst á síðustu áratugum, á jákvæðan hátt, segir Alexander athyglisvert að sumir þátttakendur hafi af eigin reynslu talað um að menningu innan A-landsliðs Íslands væri ábótavant. Menningin í A-landsliðinu væri í raun „ á skjön við jákvæðari menningu“ í þeirra félagsliðum og það væri „eins og menn tækju skref niður á við í þroska þegar þeir kæmu í landsliðið“. Sekt fyrir að deila ekki kynlífssögum Alexander segir ljóst að knattspyrnuhreyfingin geti gert betur í að skapa umhverfi þar sem „sálfræðilegt öryggi er í fyrirrúmi og einstaklingar hafi svigrúm til að vera þeir sjálfir“. Enn megi finna dæmi um það að „banter“, það sem á að vera góðlátlegt grín, sé notað til að niðurlægja og leikmenn til að mynda sektaðir fyrir að deila ekki kynlífssögum eða að „neikvæðir leiðtogar skapi stemningu sem einkennist af ótta“. Hlutirnir virðist þó vera að þróast í betri átt. Pistil Alexanders má lesa í heild sinni hér. Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í pistli sem Alexander Ágúst Mar Sigurðsson skrifar á Fótbolta.net, út frá eigindlegri B.S. rannsókn sinni við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík. Alexander tók viðtöl við íslenska knattspyrnumenn með yfir 50 leiki að baki í efstu deild, á sautján ára aldursbili, og höfðu margir spilað erlendis eða komið við sögu í íslenska A-landsliðinu. Tilefni rannsóknarinnar er umræða um klefamenningu í tengslum við #metoo-umræðuna og ásakanir á hendur íslenskra landsliðsmanna um kynferðisbrot. „Skiptir máli hver setur tóninn“ Leikmennirnir sem Alexander ræddi við könnuðust við að hafa upplifað eitraða „klefamenningu“ en að það væri reyndar sjaldnast innan búningsklefans. Nafnið á hugtakinu virtist því valda misskilningi. „Eins og í flestum öðrum geirum skiptir máli hver setur tóninn. Það á við um þjálfara og aðra starfsmenn, sem og helstu leiðtoga leikmannahópsins. Ef helstu leiðtogarnir eru jákvæðir og leggja sig fram um að skapa gott umhverfi þá verður útkoman sú hin sama. Sömuleiðis ef þeir eru neikvæðir og útilokandi. Þetta er umhugsunarefni fyrir stjórnendur félaga þegar þeir eru að ráða til sín starfsmenn og sækja leikmenn,“ skrifar Alexander. Sögðu menningu innan landsliðsins ábótavant Þó að leikmenn virðist sammála um að menningin í knattspyrnuliðum hafi gjörbreyst á síðustu áratugum, á jákvæðan hátt, segir Alexander athyglisvert að sumir þátttakendur hafi af eigin reynslu talað um að menningu innan A-landsliðs Íslands væri ábótavant. Menningin í A-landsliðinu væri í raun „ á skjön við jákvæðari menningu“ í þeirra félagsliðum og það væri „eins og menn tækju skref niður á við í þroska þegar þeir kæmu í landsliðið“. Sekt fyrir að deila ekki kynlífssögum Alexander segir ljóst að knattspyrnuhreyfingin geti gert betur í að skapa umhverfi þar sem „sálfræðilegt öryggi er í fyrirrúmi og einstaklingar hafi svigrúm til að vera þeir sjálfir“. Enn megi finna dæmi um það að „banter“, það sem á að vera góðlátlegt grín, sé notað til að niðurlægja og leikmenn til að mynda sektaðir fyrir að deila ekki kynlífssögum eða að „neikvæðir leiðtogar skapi stemningu sem einkennist af ótta“. Hlutirnir virðist þó vera að þróast í betri átt. Pistil Alexanders má lesa í heild sinni hér.
Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira