Aflétti bölvuninni á Anfield með því að pissa á stangirnar Atli Arason skrifar 24. ágúst 2022 23:31 Bruce Grobbelaar vann þrettán titla sem markvörður Liverpool þar af enska meistaratitilinn sex sinnum. Hér fagnar hann Englandsmeistaratitlinum 1990 með mexíkanskan hatt á höfðinu. Vísir/Getty Bruce Grobbelaar, fyrrum markvörður Liverpool, segir að Liverpool hafi unnið ensku úrvalsdeildina árið 2020 af því að hann aflétti bölvun liðsins með því að míga á markstangirnar á heimavelli Liverpool. Markvörðurinn lék 610 leiki með Liverpool á árunum 1981-1994 og varð enskur meistari sex sinnum með liðinu. Grobbelaar er frá Simbabve í suður hluta Afríku. Í viðtali sem FourFourTwo birti í gær, sagði Grobbelaar frá einkennilegri hjátrú sem ríkir á hans heimaslóðum. „Í Afríku þá pissarðu á stangirnar ef þig grunar að leikvöllurinn sé bölvaður eða andsetinn,“ sagði Grobbelaar áður en hann bætti við. „Þegar ég flutti aftur til Englands var ég beðin um að spila góðgerðarleik á Anfield. Ég sagði við Tage Herstad, manni sem sá um góðgerðarleikin, frá þessari hjátrú heima fyrir.“ Samkvæmt Grobbelaar sagði Tage Herstad við hann til baka að þessi fyrrum markvörður Liverpool yrði að aflétta bölvuninni á Anfield. Liverpool hafði þá farið í gegnum tæp 30 ár án þess að vinna ensku úrvalsdeildina. Sennilega var Tage Herstad að grínast en Grobbelaar tók þessu bókstaflega. „Ég pissaði bara í flösku og hellti því yfir stangirnar á báðum mörkunum. Í þessum leik varði ég svo vítaspyrnu fyrir framan Anfield Road End stúkuna. Eftir leikinn fór Liverpool í gegnum restina af tímabilinu taplaust á Anfield og endaði á því að vinna úrvalsdeildina,“ sagði Grobbelaar. Liverpool hefur ekki byrjað tímabilið í ár vel. Eftir jafntefli við Fulham og Crystal Palace fylgdi tap gegn Manchester United í síðustu umferð sem gerir að verkum að Liverpool er einungis einu stigi fyrir ofan fallsvæðið. Stuðningsmenn liðsins gætu því spurt sig hvort þvagið hans Grobbelaar sé leynibragðið sem þarf til að rétta liðið af eftir slæma byrjun. Enski boltinn Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Íslenski boltinn Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Í beinni: West Ham - Chelsea | Lundúnaslagur á föstudegi Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Sjá meira
Markvörðurinn lék 610 leiki með Liverpool á árunum 1981-1994 og varð enskur meistari sex sinnum með liðinu. Grobbelaar er frá Simbabve í suður hluta Afríku. Í viðtali sem FourFourTwo birti í gær, sagði Grobbelaar frá einkennilegri hjátrú sem ríkir á hans heimaslóðum. „Í Afríku þá pissarðu á stangirnar ef þig grunar að leikvöllurinn sé bölvaður eða andsetinn,“ sagði Grobbelaar áður en hann bætti við. „Þegar ég flutti aftur til Englands var ég beðin um að spila góðgerðarleik á Anfield. Ég sagði við Tage Herstad, manni sem sá um góðgerðarleikin, frá þessari hjátrú heima fyrir.“ Samkvæmt Grobbelaar sagði Tage Herstad við hann til baka að þessi fyrrum markvörður Liverpool yrði að aflétta bölvuninni á Anfield. Liverpool hafði þá farið í gegnum tæp 30 ár án þess að vinna ensku úrvalsdeildina. Sennilega var Tage Herstad að grínast en Grobbelaar tók þessu bókstaflega. „Ég pissaði bara í flösku og hellti því yfir stangirnar á báðum mörkunum. Í þessum leik varði ég svo vítaspyrnu fyrir framan Anfield Road End stúkuna. Eftir leikinn fór Liverpool í gegnum restina af tímabilinu taplaust á Anfield og endaði á því að vinna úrvalsdeildina,“ sagði Grobbelaar. Liverpool hefur ekki byrjað tímabilið í ár vel. Eftir jafntefli við Fulham og Crystal Palace fylgdi tap gegn Manchester United í síðustu umferð sem gerir að verkum að Liverpool er einungis einu stigi fyrir ofan fallsvæðið. Stuðningsmenn liðsins gætu því spurt sig hvort þvagið hans Grobbelaar sé leynibragðið sem þarf til að rétta liðið af eftir slæma byrjun.
Enski boltinn Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Íslenski boltinn Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Í beinni: West Ham - Chelsea | Lundúnaslagur á föstudegi Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Sjá meira