Aflétti bölvuninni á Anfield með því að pissa á stangirnar Atli Arason skrifar 24. ágúst 2022 23:31 Bruce Grobbelaar vann þrettán titla sem markvörður Liverpool þar af enska meistaratitilinn sex sinnum. Hér fagnar hann Englandsmeistaratitlinum 1990 með mexíkanskan hatt á höfðinu. Vísir/Getty Bruce Grobbelaar, fyrrum markvörður Liverpool, segir að Liverpool hafi unnið ensku úrvalsdeildina árið 2020 af því að hann aflétti bölvun liðsins með því að míga á markstangirnar á heimavelli Liverpool. Markvörðurinn lék 610 leiki með Liverpool á árunum 1981-1994 og varð enskur meistari sex sinnum með liðinu. Grobbelaar er frá Simbabve í suður hluta Afríku. Í viðtali sem FourFourTwo birti í gær, sagði Grobbelaar frá einkennilegri hjátrú sem ríkir á hans heimaslóðum. „Í Afríku þá pissarðu á stangirnar ef þig grunar að leikvöllurinn sé bölvaður eða andsetinn,“ sagði Grobbelaar áður en hann bætti við. „Þegar ég flutti aftur til Englands var ég beðin um að spila góðgerðarleik á Anfield. Ég sagði við Tage Herstad, manni sem sá um góðgerðarleikin, frá þessari hjátrú heima fyrir.“ Samkvæmt Grobbelaar sagði Tage Herstad við hann til baka að þessi fyrrum markvörður Liverpool yrði að aflétta bölvuninni á Anfield. Liverpool hafði þá farið í gegnum tæp 30 ár án þess að vinna ensku úrvalsdeildina. Sennilega var Tage Herstad að grínast en Grobbelaar tók þessu bókstaflega. „Ég pissaði bara í flösku og hellti því yfir stangirnar á báðum mörkunum. Í þessum leik varði ég svo vítaspyrnu fyrir framan Anfield Road End stúkuna. Eftir leikinn fór Liverpool í gegnum restina af tímabilinu taplaust á Anfield og endaði á því að vinna úrvalsdeildina,“ sagði Grobbelaar. Liverpool hefur ekki byrjað tímabilið í ár vel. Eftir jafntefli við Fulham og Crystal Palace fylgdi tap gegn Manchester United í síðustu umferð sem gerir að verkum að Liverpool er einungis einu stigi fyrir ofan fallsvæðið. Stuðningsmenn liðsins gætu því spurt sig hvort þvagið hans Grobbelaar sé leynibragðið sem þarf til að rétta liðið af eftir slæma byrjun. Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Sjá meira
Markvörðurinn lék 610 leiki með Liverpool á árunum 1981-1994 og varð enskur meistari sex sinnum með liðinu. Grobbelaar er frá Simbabve í suður hluta Afríku. Í viðtali sem FourFourTwo birti í gær, sagði Grobbelaar frá einkennilegri hjátrú sem ríkir á hans heimaslóðum. „Í Afríku þá pissarðu á stangirnar ef þig grunar að leikvöllurinn sé bölvaður eða andsetinn,“ sagði Grobbelaar áður en hann bætti við. „Þegar ég flutti aftur til Englands var ég beðin um að spila góðgerðarleik á Anfield. Ég sagði við Tage Herstad, manni sem sá um góðgerðarleikin, frá þessari hjátrú heima fyrir.“ Samkvæmt Grobbelaar sagði Tage Herstad við hann til baka að þessi fyrrum markvörður Liverpool yrði að aflétta bölvuninni á Anfield. Liverpool hafði þá farið í gegnum tæp 30 ár án þess að vinna ensku úrvalsdeildina. Sennilega var Tage Herstad að grínast en Grobbelaar tók þessu bókstaflega. „Ég pissaði bara í flösku og hellti því yfir stangirnar á báðum mörkunum. Í þessum leik varði ég svo vítaspyrnu fyrir framan Anfield Road End stúkuna. Eftir leikinn fór Liverpool í gegnum restina af tímabilinu taplaust á Anfield og endaði á því að vinna úrvalsdeildina,“ sagði Grobbelaar. Liverpool hefur ekki byrjað tímabilið í ár vel. Eftir jafntefli við Fulham og Crystal Palace fylgdi tap gegn Manchester United í síðustu umferð sem gerir að verkum að Liverpool er einungis einu stigi fyrir ofan fallsvæðið. Stuðningsmenn liðsins gætu því spurt sig hvort þvagið hans Grobbelaar sé leynibragðið sem þarf til að rétta liðið af eftir slæma byrjun.
Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Sjá meira