Síðast lék Ísland heima gegn Hollandi í júlí og sigraði í æsispennandi leik. Þar á undan spilaði Ísland gegn sterku liði Ítalíu í febrúar í mögnuðum tvíframlengdum leik þar sem sigur hafðist að lokum en það var að stórum hluta að þakka frábærum stuðningsmönnum Íslands sem troðfylltu Ólafssal.
Taktu þátt
KKÍ, Ölgerðin og vörumerkið Kristall hvetja alla körfuknattleiksaðdáendur til styðja sterkt við bakið á strákunum í þessum loka heimaleik í fyrri umferð undankeppninnar og kjósa Kristalsleikmanninn.
Áhorfendur geta kosið þann leikmann sem þeim finnst standa sig best, á meðan leik stendur, hvort sem þeir eru staddir í stúkunni eða að horfa á leikinn í beinni sjónvarpsútsendingu en uppselt er á leikinn í kvöld.
Ölgerðin og vörumerkið Kristall hafa átt farsælt samstarf síðustu ár með KKÍ og hefur Kristall verið fremst í flokki í verkefnum með KKÍ og landsliðum Íslands. Ný samstarfssamningur var undirritaður á dögunum og er Kristalsleikmaðurinn hér á Vísi hluti af nýju samstarfi.