Engar pappaskeiðar með skyri frá MS í Hollandi Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 24. ágúst 2022 08:50 Skyrið og tréskeiðin sem fæst í Hollandi. Aðsent Pappaskeiðar sem fylgja skyri frá Ísey skyr hafa verið umdeildar um nokkurt skeið, það sama má segja um tréskeiðar sem hafa dúkkað upp á síðustu misserum. Þó virðast pappaskeiðarnar valda sérstökum ama ef marka má ummæli netverja. Á dögunum barst Vísi ábending þess efnis að annars staðar í Evrópu væri boðið upp á tréskeiðar með skyrinu í stað þeirra úr pappa sem Íslendingar kannast við. Nokkur óánægja hefur ríkt hér á landi vegna breytinga í kjölfar tilskipunar frá Evrópusambandinu gerða til þess að minnka plast í sjónum. Þetta hafði það í för með sér að ekki var lengur hægt að fá ýmsar vörur með aukahlutum úr plasti eins og þekkt hafði verið lengi heldur aðeins úr pappa. Dæmi um þær vörur sem tóku breytingum er hin ástsæla Kókómjólk og Ísey skyr. Einhver munur virðist þó ríkja á milli landa hvað varðar skeiðarnar sem fylgja með skyrinu en tréskeiðar fylgja skyrinu í Hollandi í stað pappaskeiða. Í skriflegu svari til fréttastofu vegna málsins segir Erna Erlendsdóttir sölu- og markaðsstjóri á erlendum markaði hjá Mjólkursamsölunni pappaskeiðarnar henta illa til útflutnings. „Pappaskeiðin hentar illa erlendis þar sem skyrið fer bæði lengri leið í flutningum og veltuhraðinn úr verslunum á skyrinu ekki sá sami og hér heima, þá sérstaklega í minni verslunum erlendis og kælingin til lengri tíma á pappaskeiðinni kemur sér ekki vel og því var ákveðið að notast við tréskeið,“ segir Erna. Breytingarnar sem urðu á aukahlutum úr plasti.Vísir/Óttar Þó sé búið að fjarlægja skeiðina og lokið af skyri í verslunum erlendis og stærri verslunarkeðjur hafi gripið til þess að bjóða upp á skeiðar í versluninni fyrir þá sem ætli ekki að taka skyrið með sér heim og borða þar. Á svörum Ernu að dæma virðist pappaskeiðin aðeins eiga að stoppa stutt og framtíðin bjóði mögulega upp á skyrdollur án skeiða og auka plasts. Aðalsteinn H. Magnússon, sölu- og markaðsstjóri á innlendum markaði hjá Mjólkursamsölunni segir annarra lausna en pappa- og tréskeiða hafa verið leitað síðan síðasta sumar þegar umbúðunum var breytt og leit standi enn yfir. „Við höfum fengið allskonar lausnir frá birgjum og fengum í aðdraganda þess að það mátti ekki nota plastskeiðarnar. Þessi pappaskeið sem varð fyrir valinu á endanum kom best út í prófunum hjá okkur. Við erum bara alveg síðan síðasta sumar, á fullu að finna nýjar lausnir og þær hafa bara ekki alveg borist,“ segir Aðalsteinn. Matur Íslendingar erlendis Holland Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Nokkur óánægja hefur ríkt hér á landi vegna breytinga í kjölfar tilskipunar frá Evrópusambandinu gerða til þess að minnka plast í sjónum. Þetta hafði það í för með sér að ekki var lengur hægt að fá ýmsar vörur með aukahlutum úr plasti eins og þekkt hafði verið lengi heldur aðeins úr pappa. Dæmi um þær vörur sem tóku breytingum er hin ástsæla Kókómjólk og Ísey skyr. Einhver munur virðist þó ríkja á milli landa hvað varðar skeiðarnar sem fylgja með skyrinu en tréskeiðar fylgja skyrinu í Hollandi í stað pappaskeiða. Í skriflegu svari til fréttastofu vegna málsins segir Erna Erlendsdóttir sölu- og markaðsstjóri á erlendum markaði hjá Mjólkursamsölunni pappaskeiðarnar henta illa til útflutnings. „Pappaskeiðin hentar illa erlendis þar sem skyrið fer bæði lengri leið í flutningum og veltuhraðinn úr verslunum á skyrinu ekki sá sami og hér heima, þá sérstaklega í minni verslunum erlendis og kælingin til lengri tíma á pappaskeiðinni kemur sér ekki vel og því var ákveðið að notast við tréskeið,“ segir Erna. Breytingarnar sem urðu á aukahlutum úr plasti.Vísir/Óttar Þó sé búið að fjarlægja skeiðina og lokið af skyri í verslunum erlendis og stærri verslunarkeðjur hafi gripið til þess að bjóða upp á skeiðar í versluninni fyrir þá sem ætli ekki að taka skyrið með sér heim og borða þar. Á svörum Ernu að dæma virðist pappaskeiðin aðeins eiga að stoppa stutt og framtíðin bjóði mögulega upp á skyrdollur án skeiða og auka plasts. Aðalsteinn H. Magnússon, sölu- og markaðsstjóri á innlendum markaði hjá Mjólkursamsölunni segir annarra lausna en pappa- og tréskeiða hafa verið leitað síðan síðasta sumar þegar umbúðunum var breytt og leit standi enn yfir. „Við höfum fengið allskonar lausnir frá birgjum og fengum í aðdraganda þess að það mátti ekki nota plastskeiðarnar. Þessi pappaskeið sem varð fyrir valinu á endanum kom best út í prófunum hjá okkur. Við erum bara alveg síðan síðasta sumar, á fullu að finna nýjar lausnir og þær hafa bara ekki alveg borist,“ segir Aðalsteinn.
Matur Íslendingar erlendis Holland Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira